13. september 2011 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Ingibjörg B Ingólfsdóttir aðalmaður
- Kristbjörg Þórisdóttir aðalmaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Lagt er til við fjölskyldunefnd að taka fyrir mál nr. 201109214
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Trúnaðarmálafundur - 688201109009F
Lagt fram.
Barnaverndarmál/Trúnaðarmál
2. Fjárhagsaðstoð201109087
Niðurstaða fjölskyldunefndar sjá bókun í málinu.
3. Sérstakar húsaleigubætur201109144
Niðurstaða fjölskyldunefndar sjá bókun í málinu.
4. Sérstakar húsaleigubætur201109146
Niðurstaða fjölskyldunefndar sjá bókun í málinu.
5. Sérstakar húsaleigubætur201109214
Niðurstaða fjölskyldunefndar sjá bókun í málinu.
Almenn erindi
6. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 20112011081918
Kolbrún Þorsteinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar samþykkir að veita Ungmennafélaginu Aftureldingu jafnréttisviðurkenningu árið 2011. Ungmennafélagið Afturelding hefur samið og innleitt jafnréttisáætlun á árinu 2010. Stofnaður var vinnuhópur til þess að semja áætlunina og gera könnun á stöðu jafnréttismála hjá félaginu, bæði hvað varðar starfsmannamál og iðkun íþrótta. Áætlunin var kynnt á formannafundi og útbúin jafnaréttisstefna, sem kynnt verður á nýjum vef félagsins, sem brátt kemur í loftið. Afturelding er einn stærsti vinnuveitandi Mosfellsbæjar með um 80 starfsmenn í um 20 stöðugildum. Auk starfsmanna félagsins kemur fjöldi sjálfboðaliða að starfi félagsins. Jafnrétti kynja, kynslóða og annarra þjóðfélagshópa og stétta hefur verið eðlilegur hluti af starfi félagsins.
7. Námskeið í fjölbreytileikafærni201109160
Fjölskyldunefnd þakkar fyrri gott boð og felur mannauðsstjóra að hafa milligöngu um að koma á slíku námskeiði fyrir starfsfólk á vinnustöðum bæjarfélagsins.