25. ágúst 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi nýja landsskipulagsreglugerð201107046
Áður á dagskrá 1036. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar. Hjálögð er umsögnin.
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs lögð fram, en ekki þykir ástæða til að senda inn sérstaka umsögn.
2. Erindi lögmanna Jón G. Zoega varðandi Laxness I201108051
Áður á dagskrá 1039. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að undirbúa svar við erindinu. Hjálagt eru drög að svari.
Til máls tóku: HS, BH, HSv og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara erindinu í samræmi við framlögð drög hans.
3. Krafa um bætur vegna breytinga á deiliskipulagi vegna Krikaskóla2011081223
Angi af eldra erindi sbr. m.a. 1023. fundur bæjarráðs. Framkvæmdastjóri stjórnsýslusvið gerir munnlega grein fyrir erindinu á fundinum.
Til máls tóku: HS, SÓJ, BH, JJB og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni bæjarins að skoða erindið.
4. Erindi Innanríkisráðuneytisins varðandi eflingu sveitastjórnarstigsins2011081089
Til máls tóku: HS, BH,
Erindið lagt fram. Þeir bæjarstjórnarmenn sem þess óska geta svarað spurningum ráðuneytisins hver fyrir sig.
5. Litlikriki 29, athugasemd við fasteingarmat 20122011081235
Til máls tóku: HS, BH og SÓJ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til byggingarfulltrúa til umsagnar og afgreiðslu. Framvegis fari athugasemdir varðandi fasteignamat til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.
6. Erindi vegna þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða2011081525
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmsastjóra umhverfissviðs að til umsagnar og þá hvort Mosfellsbær eigi einhverra hagsmuna að gæta varðandi þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða.
7. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 vegna málefna fatlaðra2011081260
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Til máls tóku: HS, PJL, JJB, BH, JS og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011 hvað varðar áætluð útgjöld málaflokks fjölskyldusviðs 02 vegna málefna fatlaðra, en útgjöldin hækka um kr. 129.220.628 og að sama skapi hækka tekjur sama málaflokks vegna hærri framlaga frá Jöfnunarsjóðis um sömu upphæð.
8. Rekstraryfirlit janúar til júní 20112011081261
Til máls tóku: HS, PJL, JJB, HSv, BH og JS.
Erindið lagt fram og afgreiðslu vísað til næsta fundar.