1. september 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála varðandi framkvæmdir við Þverholt 6201108656
Áður á dagskrá 1040. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til byggingarfulltrúa og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Það upplýsist að ÚSB hefur vísað erindinu frá þar sem ekki hafi verið tekin stjórnvaldsákvörðun í því. Hjálagður er úrskurður ÚSB.
Til máls tóku: HS, BH, JS.
Úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í málinu 47/2011 lagður fram.
2. Erindi íbúa í Tröllateig vegna göngustígs201107154
Áður á dagskrá 1038. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tóku: HS, JS, HSv, JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við íbúa á grundvelli umsagna.
3. Erindi SSH varðandi samstarf vegna þjónustu við fatlaða2011081805
Til máls tóku: HS, JS, HSv, BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar.
4. Erindi Lege lögmannsstofu varðandi Stórakrika 59200910113
Bæjarstjóri gerir grein fyrir hugmyndum til lausnar þeim ágreiningi sem uppi hefur verið varðandi Stórakrika 59. Engin fylgiskjöl fylgja þessu erindi.
Til máls tóku: HS, HSv, JJB, BH, JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
5. Rekstraryfirlit janúar til júní 20112011081261
Áður á dagskrá 1041. fundar bæjarráðs þar sem því var vísað til afgreiðslu þessa fundar. Á fundinn undir þessum dagskrárlið mætir Pétur J. Lockton fjármálastjóri.
Á fundinn mætti Pétur J. Lockton fjármálastjóri.
Til máls tóku: HS, PJL, JJB, HSv, BH, JS.
Rekstraryfirlit fyrir janúar til júní 2011 lagt fram.