26. október 2011 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Sigrún Guðmundsdóttir (SG) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Anna María E Einarsdóttir 1. varamaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Uppgræðsla í beitarhólfinu á Mosfellsheiði - beiðni um styrk201110092
Málinu vísað til umhverfisnefndar til umsagnar frá bæjarráði á 1045. fundi ráðsins þann 20.10.2011
Til máls tóku BBj, ÖJ, HÖG, SiG, SHP, AMEE, TGG
<SPAN class=xpbarcomment>Beiðni Landgræðslu ríkisins um styrk vegna uppgræðslu á Mosfellsheiði vísað til umhverfisnefndar til umsagnar frá bæjarráði á 1045. fundi ráðsins þann 20.10.2011</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Umhverfisnefnd er hlynt erindinu, enda um gott verkefni að ræða.</SPAN>
4. Erindi Dalsbúsins ehf. varðandi dreifingu á lífrænum áburði201109324
Málinu vísað til umhverfisnefndar til umsagnar frá bæjarráði á 1045. fundi ráðsins þann 22.09.2011
Til máls tóku BBj, ÖJ, SiG, SHP, AMEE, TGG
Erindi Dalsbús varðandi dreifingu á lífrænum áburði vísað til umsagnar frá bæjarráði á 1045. fundi ráðsins.
Umsögn umhverfisnefndar fylgir erindinu.
6. Tillögur verkefnahóps SSH, samstarf sveitarfélaganna um sorphirðu201109103
1043. fundur bæjarráðs Mosfellsbæjar sendir erindið til umhverfisnefndar til umsagnar.
Til máls tóku BBj, ÖJ, SiG, SHP, AMEE, TGG
Tillögur verkefnahóps SSH um samstarf sveitarfélaganna um sorphirðu sendar til umhverfisnefndar til umsagnar frá bæjarráði.
Umsögn umhverfisnefndar fylgir erindinu.
Almenn erindi
2. Ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar 2011201104248
Lagt fram til kynningar erindi Umhverfisstofnunar vegna ársfundar náttúruverndarnefnda sveitarfélaga í Mosfellsbæ þann 27. október.
Til máls tóku BBj, ÖJ, SiG, SHP, AMEE, TGG
Erindi Umhverfisstofnunar vegna ársfundar náttúruverndarnefnda sveitarfélaga í Mosfellsbæ þann 27. október n.k. lagt fram til kynningar.
Bókun S-lista og M-lista: <P style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt" class=MsoNormal><FONT size=3 face=Calibri>Fulltrúum Samfylkingarinnar og Íbúarhreyfingarinnar í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar þykir miður að ekki var haft samráð við nefndina við gerð dagskrár fundar Umhverfisstofnunar með náttúruverndarnefndum þann 27. október 2011 en þar gegna umhverfisfulltrúi og formaður umhverfisnefndar Mosfellsbæjar veigamiklu hlutverki í dagskrá. Þessi þáttur umhverfisnefndar í dagskránni var ekki ræddur á fundum nefndarinnar. Betur hefði farið á því að hafa samráð við umhverfisnefnd, auk þess sem það hefði verið í takt við nýja lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar en þar er hvatt til lýðræðislegra vinnubragða í nefndarstarfi bæjarins.</FONT></P>
Bókun D og V lista:
Fulltrúar D og V lista gera athugasemdir við rangtúlkun fulltrúa S og M lista varðandi Umhverfisþing 27. október. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar sem slík kemur ekki að skipulagningu þingsins og þess vegna rangt að tala um ólýðræðisleg vinnubrögð í nefndinni í þessu samhengi.
3. Afmörkun friðlýsts svæðis við Varmárósa201109404
Lögð fram drög að endurnýjun auglýsingar og afmörkunar fyrir friðlýst svæði við Varmárósa í Mosfellsbæ, ásamt ósk Umhverfisstofnunar um umsjónarsamning.
Til máls tóku BBj, ÖJ, SiG, SHP, AMEE, TGG
Drög að endurnýjun auglýsingar og afmörkunar fyrir friðlýst svæði við Varmárósa í Mosfellsbæ, ásamt ósk Umhverfisstofnunar um umsjónarsamning, lögð fram.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við endurnýjun auglýsingar og breytingar á mörkum friðlandsins. Samþykkt samhljóða.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við drög að umsjónarsamningi. Samþykkt með 3 atkvæðum gegn 1.
Nefnin felur umhverfisstjóra að vinna áfram að málinu.
Bókun S-lista:
<P style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt" class=MsoNormal><FONT size=3 face=Calibri>Fulltrúi Samfylkingar í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar fagnar drögum að samningi Umhverfisstofnunar og Mosfellsbæjar um friðland við Varmárósa en óskar eftir nánari skilgreiningu á hlutverki Mosfellsbæjar varðandi<SPAN style="mso-spacerun: yes"> </SPAN>umsjón og rekstur friðlandsins áður en til samnings kemur.</FONT></P>
5. Niðurstöður rannsókna á saurkólígerlum við Leiruvog 2004-2010201109113
Tillögu S-lista Samfylkingar vegna rannsókna Heilbrigðiseftirlits Kjósasvæðis á mengun við Leiruvog vísað til umhverfisnefndar frá bæjarstjórn á 565. fundi bæjarstjórnar þann 28.09.2011
Til máls tóku BBj, ÖJ, SiG, SHP, AMEE, TGG
<SPAN class=xpbarcomment>Tillögu S-lista Samfylkingar vegna rannsókna Heilbrigðiseftirlits Kjósasvæðis á mengun við Leiruvog vísað til umhverfisnefndar frá bæjarstjórn á 565. fundi bæjarstjórnar þann 28.09.2011.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Umhverfisnefnd tekur undir tillögu S-lista í bæjarstjórn og felur umhverfisstjóra að taka saman upplýsingar um orsakir mengunarinnar og leggja fram tillögur að úrbótum.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment></SPAN>
7. Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðisnefnd201110232
Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar varðandi tilnefningar í vatnasvæðanefnd
Til máls tóku BBj, ÖJ, SiG, SHP, AMEE, TGG
Erindi Umhverfisstofnunar varðandi tilnefningar í vatnasvæðanefnd lagt fram.
Málinu frestað. Umhverfisnefnd óskar eftir því að fá nánari kynningu á málinu.