Mál númer 201101442
- 16. febrúar 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #552
Erindinu var frestað á 1014. fundi bæjarráðs. Hjálögð er umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, HSv, BH, JS, KT, HS og HP.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar vegna máls nr. 1.1. </DIV><DIV>Tillaga Íbúahreyfingarinnar frá fundi bæjarstjórnar varðandi hæfi nefndarmanns í fjölskyldunefnd<BR> <BR>Íbúahreyfingin telur það óheppilegt og ekki samræmast góðri stjórnsýslu að nefndarmaður í fjölskyldunefnd sé ráðinn af fjölskyldunefnd til þess að gegna lögfræðistörfum fyrir nefndina. Íbúahreyfingin telur viðkomandi nefndarmann vanhæfan samkvæmt 3. gr. Stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sem segja m.a. eftirfarandi: <BR>Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls.<BR>1. Ef hann er aðili máls, fyrirsvarsmaður eða umboðsmaður aðila.</DIV><DIV>Viðkomandi nefndarmaður er ráðinn sem lögfræðingur af fjölskyldunefnd til þess að fjalla um mál fyrir nefndina og hlýtur því að teljast vanhæfur til þess að fjalla um málið sem kjörinn fulltrúi í nefndinni þar sem hann er fyrirsvarsmaður aðila málsins. Íbúahreyfingin telur það ekki skipta máli hvort það sé sveitarfélagið eða ríkissjóður sem greiði þóknun lögmannsins þar sem málið snýst fyrst og fremst um að sami aðili geti ekki setið sem nefndarmaður í fjölskyldunefnd og verið ráðinn af fjölskyldunefnd til þess að reka mál hennar fyrir dómi.<BR> <BR>Það skal sérstaklega tekið fram að málið fjallar ekki á einn eða neinn hátt um störf eða persónu viðkomandi nefndarmanns heldur eingöngu um mikilvægi faglegrar stjórnsýslu bæjarins.<BR> <BR>Íbúahreyfingin gerir það að tillögu sinni að nefndarmanni verði gert að kalla inn varamann sinn í fjölskyldunefnd þar til starfi hennar sem lögfræðings fyrir nefndina ljúki.</DIV><DIV><DIV>Jón Jósef Bjarnason, fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ.</DIV></DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.</DIV><DIV><BR>Íbúahreyfingin gerir það jafnframt að tillögu sinni að skerpt verði á starfsreglum Mosfellsbæjar á þann veg að komið verði alfarið í veg fyrir það að kjörinn fulltrúi geti samtímis gegnt launuðum sem ólaunuðum störfum fyrir þá nefnd sem viðkomandi er kjörinn í. </DIV><DIV>Jón Jósef Bjarnason, fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ.</DIV><DIV> </DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun bæjarfulltrúa D og V-lista.</DIV><DIV>Eins og fram kemur í umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs Mosfellsbæjar er ekki um vanhæfi að ræða í þessu tilviki.<BR>Almennt séð er það óæskilegt að nefndarmaður sinni jafnframt störfum fyrir viðkomandi nefnd og tíðkast það ekki í stjórnsýslu Mosfellsbæjar. Hér er hins vegar um mjög sérstakt barnaverndarmál að ræða þar sem fjölskyldunefnd og starfsmenn hennar töldu hagsmunir barnsins best varðir með þessum hætti.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar vegna máls nr. 1.1 Tillaga Íbúahreyfingarinnar frá fundi bæjarstjórnar varðandi hæfi nefndarmanns í fjölskyldunefnd<BR><BR>Íbúahreyfingin harmar að í Mosfellsbæ skuli ekki vera leitast við að ástunda faglega og góða stjórnsýslu við stjórnun bæjarins og telur það ámælisvert að bæjarstjórn Mosfellsbæjar skuli ekki fara eftir Stjórnsýslulögum nr. 37/1993.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bæjarfulltrúar D og V-lista harma bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar og mótmæla fullyrðingum um að ekki sé ástunduð fagleg og góð stjórnsýsla við stjórnun bæjarins og harma að með þessum hætti sé veist að þeim starfsmönnum sem komið hafa að málinu. </DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 3. febrúar 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1015
Erindinu var frestað á 1014. fundi bæjarráðs. Hjálögð er umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, SÓJ, HSv, JS, BH, HP og KT.</DIV><DIV>Lögð fram umbeðin umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs og kemur þar fram að ekki sé um vanhæfi að ræða, enda sé um einangrað tilvik að ræða og viðkomandi nefndarmaður vinnur ekki að öðru jöfnu launuð lögfræðistörf fyrir nefndina.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar um að viðkomandi nefndarmaður sé annað hvort í nefndinni eða sinni lögfræðistörfum fyrir nefndina, en ekki hvoru tveggja.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillagan borin upp og felld með þremur samhljóða atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 2. febrúar 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #551
<DIV>Frestað á 1014. fundar bæjarráðs. Frestað á 551. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
- 27. janúar 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1014
Til máls tóku: HS, JJB, HSv. SÓJ, BH og JS.
Á 545 fundi bæjarstjórnar 3.11.10 var eftirfarandi tillaga samþykkt með 7 atkvæðum:<BR> <BR>"Bæjarfulltrúi M-lista telur það ekki samræmast 19. gr. sveitarstjórnarlaga að nefndarmaður í fjölskyldunefnd vinni lögfræðistörf á vegum nefndarinnar gegn greiðslu og gerir að tillögu sinni að viðkomandi nefndarmaður sé annað hvort í nefndinni eða sinni lögfræðistörfum fyrir nefndina, en ekki hvoru tveggja. <BR>Fram kom tillaga um að vísa tillögunni til framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til umsagnar og að umsögnin berist bæjarráði."<BR> <BR>Íbúahreyfingin leggur til að viðkomandi nefndarmaður sinni ekki báðum störfum á meðan beðið er eftir umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta umræðum til næsta fundar þar sem málið verður til efnislegrar umfjöllunar.