27. janúar 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Samþykkt að taka á dagskrá sem síðasta dagskrárlið erindi nr. 201101442.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Verkfallslisti sbr. lög 94/1986200912059
550. fundur bæjarstjórnar óskaði umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Umsögn er hjálögð.
Til máls tóku: HS, JJB og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að auglýsa fyrirliggjandi verkfallslista með venjulegum hætti.
2. Erindi Huldu Margrétar Eggertsdóttur varðandi niðurfellingu heimgreiðslna201012263
Á 1012. fundi bæjarráðs var samþykkt að óska umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs. Umsögn hjálögð.
Á fundinn er mættur undir þessum dagskrárlið Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslusviðs.
Til máls tóku: HS, BÞÞ, JS, HSv og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fræðslusviðs að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.
3. Laxnes 2, beiðni um að skipta jörðinni201011277
Héðinshöfði óskar uppskiptingar á Laxnesi II. Hjálagt er minnisblað framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.
Til máls tóku: HS, SÓJ, BH og JS.
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur á þessu stigi ekki athugasemd við áformaða skiptingu Laxnes II, enda verði við undirbúning skiptingarinnar fylgt fyrirmæli laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna og eftir atvikum einnig jarðalaga nr. 81/2004.<BR>Bæjarráð felur framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara bréfritara og upplýsa eftir mætti um framgangsmátann við skiptingu landa.
4. Þriggja ára áætlun 2012-2014201101343
Á fundinn er mættur undir þessum dagskrárlið Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslusviðs.
Til máls tóku: HSv, JJB, BÞÞ og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa áætluninni til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
5. Hjúkrunarheimili nýbygging201101392
Niðurstaða úr verkfræðiútbiði sbr. minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Herdís Sigurjónsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa dagskrárliðs og sæti hennar í bæjarráði tók á meðan Haraldur Sverrisson.
Til máls tóku: BH, JS, HSv, JJB og SÓJ.
Fyrir liggja tilboð í verkfræðihönnun hjúkrunarheimilis sem voru opnuð voru þann 21. janúar 2011.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði samningagerð við lægstbjóðendur, Ferill efh. í burðarþol, og lagnir og loftræstingu og Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar í raflagnir.
6. Erindi Lögreglustjórans,umsagnarbeiðni vegna Pizzabræðra201101410
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu leyfis hvað varðar opnunartíma eða önnur atriði eins og þau eru tilgreind í fyrirliggjandi umsókn, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
7. Tillaga Íbúahreyfingarinnar frá fundi bæjarstjórnar varðandi hæfi nefndarmanns í fjölskyldunefnd201101442
Til máls tóku: HS, JJB, HSv. SÓJ, BH og JS.
Á 545 fundi bæjarstjórnar 3.11.10 var eftirfarandi tillaga samþykkt með 7 atkvæðum:<BR> <BR>"Bæjarfulltrúi M-lista telur það ekki samræmast 19. gr. sveitarstjórnarlaga að nefndarmaður í fjölskyldunefnd vinni lögfræðistörf á vegum nefndarinnar gegn greiðslu og gerir að tillögu sinni að viðkomandi nefndarmaður sé annað hvort í nefndinni eða sinni lögfræðistörfum fyrir nefndina, en ekki hvoru tveggja. <BR>Fram kom tillaga um að vísa tillögunni til framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til umsagnar og að umsögnin berist bæjarráði."<BR> <BR>Íbúahreyfingin leggur til að viðkomandi nefndarmaður sinni ekki báðum störfum á meðan beðið er eftir umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta umræðum til næsta fundar þar sem málið verður til efnislegrar umfjöllunar.