Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. janúar 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari

Sam­þykkt að taka á dagskrá sem síð­asta dag­skrárlið er­indi nr. 201101442.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Verk­falls­listi sbr. lög 94/1986200912059

    550. fundur bæjarstjórnar óskaði umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Umsögn er hjálögð.

    Til máls tóku: HS, JJB og HSv.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að aug­lýsa fyr­ir­liggj­andi verk­falls­lista með venju­leg­um hætti.

    • 2. Er­indi Huldu Mar­grét­ar Eggerts­dótt­ur varð­andi nið­ur­fell­ingu heim­greiðslna201012263

      Á 1012. fundi bæjarráðs var samþykkt að óska umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs. Umsögn hjálögð.

      Á fund­inn er mætt­ur und­ir þess­um dag­skrárlið Björn Þrá­inn Þórð­ar­son (BÞÞ) fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs.

       

      Til máls tóku: HS, BÞÞ, JS, HSv og BH.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs að svara bréf­rit­ara í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

       

      • 3. Lax­nes 2, beiðni um að skipta jörð­inni201011277

        Héðinshöfði óskar uppskiptingar á Laxnesi II. Hjálagt er minnisblað framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.

        Til máls tóku: HS, SÓJ, BH og JS.

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar hef­ur á þessu stigi ekki at­huga­semd við áformaða skipt­ingu Lax­nes II, enda verði við und­ir­bún­ing skipt­ing­ar­inn­ar fylgt fyr­ir­mæli laga nr. 6/2001 um skrán­ingu og mat fast­eigna og eft­ir at­vik­um einn­ig jarða­laga nr. 81/2004.<BR>Bæj­ar­ráð fel­ur fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að svara bréf­rit­ara og upp­lýsa eft­ir mætti um fram­gangs­mát­ann við skipt­ingu landa.

        • 4. Þriggja ára áætlun 2012-2014201101343

          Á fund­inn er mætt­ur und­ir þess­um dag­skrárlið Björn Þrá­inn Þórð­ar­son (BÞÞ)&nbsp;fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs.

          &nbsp;

          Til máls tóku: HSv, JJB, BÞÞ og&nbsp;JS.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa áætl­un­inni til fyrri um­ræðu á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 5. Hjúkr­un­ar­heim­ili ný­bygg­ing201101392

            Niðurstaða úr verkfræðiútbiði sbr. minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

            Herdís Sig­ur­jóns­dótt­ir vék af fundi und­ir af­greiðslu þessa dag­skrárliðs og sæti henn­ar í bæj­ar­ráði tók á með­an Har­ald­ur Sverris­son.

            &nbsp;

            Til máls tóku: BH, JS, HSv, JJB og SÓJ.

            Fyr­ir liggja til­boð&nbsp;í verk­fræði­hönn­un hjúkr­un­ar­heim­il­is sem voru opn­uð voru þann 21. janú­ar 2011.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði samn­inga­gerð við lægst­bjóð­end­ur, Fer­ill&nbsp;efh. í burð­ar­þol, og lagn­ir og loftræst­ingu og Verk­fræði­stofu Jó­hanns Ind­riða­son­ar í raflagn­ir.

            • 6. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans,um­sagn­ar­beiðni vegna Pizza­bræðra201101410

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð ger­ir ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd við út­gáfu leyf­is hvað varð­ar opn­un­ar­tíma eða önn­ur at­riði eins og þau eru til­greind í fyr­ir­liggj­andi um­sókn, en vís­ar að öðru leyti til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar hvað varð­ar at­riði eins og bygg­ing­ar- og skipu­lags­skil­mála, loka­út­tekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.

              • 7. Til­laga Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar frá fundi bæj­ar­stjórn­ar varð­andi hæfi nefnd­ar­manns í fjöl­skyldu­nefnd201101442

                Til máls tóku: HS, JJB, HSv. SÓJ, BH og JS.

                &nbsp;

                Á 545 fundi bæj­ar­stjórn­ar 3.11.10 var eft­ir­far­andi til­laga sam­þykkt með 7 at­kvæð­um:<BR>&nbsp;<BR>"Bæj­ar­full­trúi M-lista tel­ur það ekki sam­ræm­ast 19. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga að nefnd­ar­mað­ur í fjöl­skyldu­nefnd vinni lög­fræðistörf á veg­um nefnd­ar­inn­ar gegn greiðslu og ger­ir að til­lögu sinni að við­kom­andi nefnd­ar­mað­ur sé ann­að hvort í nefnd­inni eða sinni lög­fræðistörf­um fyr­ir nefnd­ina, en ekki hvoru tveggja. <BR>Fram kom til­laga um að vísa til­lög­unni til fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs til um­sagn­ar og að um­sögn­in ber­ist bæj­ar­ráði."<BR>&nbsp;<BR>Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur til að við­kom­andi nefnd­ar­mað­ur sinni ekki báð­um störf­um á með­an beð­ið er eft­ir um­sögn fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs.

                &nbsp;

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fresta um­ræð­um&nbsp;til næsta fund­ar þar sem mál­ið verð­ur til efn­is­legr­ar um­fjöll­un­ar.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30