Mál númer 201006258
- 16. mars 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #554
<DIV>Erindið kynnt á 156. fundi menningarmálanefndar. Lagt fram á 554. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
- 3. mars 2011
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #156
Kynnt dagskrá um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2010, Jón Kalmann Stefánsson. Dagskráin fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar þann 9. mars, kl. 20.
- 25. ágúst 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #540
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: BH, HP og JS.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Afgreiðsla 152. fundar menningarmálanefndar, um Jón Kalman Stefánsson sem bæjarlistamann Mosfellsbæjar árið 2010, samþykkt á 540. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
- 25. ágúst 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #540
<DIV>Afgreiðsla 151. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 540. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 12. ágúst 2010
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #152
Menningarmálanefnd leggur til að bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2010 verði Jón Kalman Stefánsson.
Jón Kalman er verðugur að titlinum bæjarlistamaður Mosfellsbæjar. Hann hefur haslað sér völl sem einn af bestu rithöfundum og ljóðskáld sem fram hafa komið hin síðari ár á Íslandi. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin árið 2005. Hann hefur þrisvar sinnum verið tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, fyrir Sumarið bak við brekkuna, Ýmislegt um risafurur og tímann og Sumarljós og svo kemur nóttin.
Jón Kalman hefur verið búsettur í Mosfellsbæ á annan ártug og hefur einnig starfað hér.
Um listamanninn hefur verið ritað eftirfarandi:
"Skáldsögur Jóns Kalmans Stefánssonar fjalla allar á einn eða annan hátt um liðinn tíma. Þær eiga það sameiginlegt að vera sagðar af manni sem horfir um öxl í von um að festa minningar sínar í orð. Sögunum er miðlað ef sínálægum sögumanni sem stöðugt leitar inn í fortíðina og dregur úr hugskotum skrautlegar persónur og atburði sem að lokum mynda samfellda frásögn. Frásögnin er þó stöðugt brotin upp af hugleiðingum sögumanns um framrás tímans og hlutskipti sitt sem skrásetjara hins liðna. Sögurnar hafa því allar sterkan svip minningabóka, og fjalla í raun ekki síður um hlutskipti <EM>sögumannsins</EM> andspænis liðinni veröld heldur en þá liðnu veröld sem hann lýsir. Í upprifjun hans fá liðnir atburðir næstum heimsögulegan blæ, og persónurnar sem stíga fram eru allt annað en hversdagslegar. Gegn þessum horfna heimi teflir sögumaður sinni eigin fábrotnu tilveru sem upprifjanda og skrásetjara, og manni verður ekki annað skilið en að lífið sé alltaf fegurra og stærra í fjarlægðum tímans, þegar fortíðin er orðin að skáldskap. Þessi nostalgíski sögumaður er í raun aðalpersóna allra sagnabóka Jóns Kalmans Stefánssonar og jafnmikið afsprengi höfundarins og aðrar persónur þeirra." (<STRONG>Sölvi Björn Sigurðarson</STRONG>)
- 9. ágúst 2010
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #151
Lagðar fram tillögur um bæjarlistamann. Kosið verður um tillögur að bæjarlistamanni á næsta fundi.