3. mars 2011 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) formaður
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) varaformaður
- Þórhallur G Kristvinsson aðalmaður
- Hafdís Rut Rudolfsdóttir aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bæjarlistarmaður Mosfellsbæjar 2010201006258
Kynnt dagskrá um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2010, Jón Kalmann Stefánsson. Dagskráin fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar þann 9. mars, kl. 20.
3. Umsókn Sögumiðlunar um styrk vegna verkefnisins Mosfellsdalur á víkingaöld2010081835
Menningarmálanefnd felur framkvæmdastjóra menningarsviðs að ganga til samninga við Sögumiðlun á grundvelli framlagðs minnisblaðs.
4. Fornleifaverkefnið í Mosfellsdal - MAP201011103
Menningarmálanefnd felur framkvæmdastjóra að vinna að samningi við MAP og leggja hann síðan fyrir nefndina.
5. Lista- og menningarsjóður 2011201103020
<SPAN id=l_Content>Fjárhagsáætlun ársins 2011 gerir ráð fyrir því að 2.000.000,- leggist í Lista- og menningarsjóð. <BR></SPAN>
<SPAN>Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að starfsáætlun Lista- og menningarsjóðs verði sem hér segir: Efling menningarstarfssemi 1.000.000,- Árlegir styrkir nefndarinnar til lista- og menningarmála 2.000.000,-</SPAN>
6. Reglur um úthlutun fjárframlaga til lista- og menningarstarfsemi í Mosfellsbæ201103024
Menningarmálanefnd stefnir að því að endurskoða reglur um úthlutun á árinu. Jafnframt verði unnið að því að auglýsa eftir félagasamtökum til að standa fyrir hátíðum á vegum bæjarins frá og með 17. júní 2011. Skátafélagaði Mosverjar hafa óskað eftir að færa til hátíðarhöld vegna sumardagsins fyrsta árið 2011 þar sem hann er í dymbilviku. Menningarmálanefnd samþykkir þá ráðstöfun.
7. Erindi Sögufélagsins um ráðstöfun styrks 2010201011071
Erindið lagt fram.
8. Umsóknir - fjárveiting til lista og menningarmála 2011201102097
Umsóknir lagðar fram.
9. Stefnumótun í menningarmálum200603117
Frestað.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
2. Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Skipulags- og byggingarnefnd vísaði 23. nóvember 2010 fyrirliggjandi drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi 2010-2030 til umsagnar sviða og nefnda bæjarins. Kynningarfundur á nýju aðalskipulagi fyrir nefndir fór fram í janúarlok. Um er að ræða eftirtalin gögn: Þéttbýlisuppdráttur 1:15.000, Sveitarfélagsuppdráttur 1:50.000, Greinargerð - stefna og skipulagsákvæði (Drög, maí 2010) og Umhverfisskýrsla (Drög, sept. 2010). Til samanburðar má fina núgildandi aðalskipulag á heimasíðu Mosfellsbæjar á slóðinni: http://mos.is/Skipulagogumhverfi/Skipulagsogbyggingarmal/Adalskipulag/Gildandiadalskipulag/
Menningarmálanefnd vill vekja athygli skipulagsnefndar á stefnumótun um menningarmál, en þar segir m.a.: "<SPAN style="FONT-FAMILY: "Calibri","sans-serif"; FONT-SIZE: 12pt; mso-bidi-font-family: Arial">Miðbær Mosfellsbæjar verði þungamiðja menningar í bænum og<SPAN style="mso-spacerun: yes"> </SPAN>markaður verði menningarás sem gönguleið milli stofnana og menningarstaða." Menningarmálanefnd óskar eftir því að tekið verði tillit til þessa í aðalskipulagi.</SPAN>
<SPAN style="FONT-FAMILY: "Calibri","sans-serif"; FONT-SIZE: 12pt; mso-bidi-font-family: Arial"></SPAN>
<SPAN style="FONT-FAMILY: "Calibri","sans-serif"; FONT-SIZE: 12pt; mso-bidi-font-family: Arial">Að öðru leyti hefur menningarmálanefnd ekki athugsemdir við framlögð drög að aðalskipulagi Mosfellsbæjar.</SPAN>