Mál númer 201004012
- 19. maí 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #536
Afgreiðsla 979. fundar bæjarráðs samþykkt á 536. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 6. maí 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #979
Á fundinn mætti undir þessum dagskrárlið Sigríður Indriðadóttir (SI) mannauðsstjóri.
Til máls tóku: HS, SI, HSv, JS, KT og MM.
Samþykkt með þremur atkvæðum að niðurgreiðsla, hjá þeim starfsmönnum sem nú njóta afsláttarins, verði frá og með 1. ágúst 2010 75%, niðurgreiðsla á árinu 2011 verði 50% og að niðurgreiðslur falli með öllu niður frá og með 1. janúar 2012. Kostnaður við þessa framkvæmd er áætlaður 1,5 milljónir á árinu 2010 sem verði tekinn af liðnum ófyrirséð. Kostnaður á árinu 2011 er áætlaður 2 milljónir.
- 21. apríl 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #534
Afgreiðsla 976. fundar bæjarráðs staðfest á 534. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 21. apríl 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #534
Afgreiðsla 976. fundar bæjarráðs staðfest á 534. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 15. apríl 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #976
Til máls tóku: HSv, JS, SÓJ og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs og mannauðsstjóra til umsagnar.