Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. maí 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Lóð­ar­leigu­samn­ing­ar Há­holts 16, 18 og 22200805075

      Kynnt verður niðurstaða Hæstaréttar Íslands í útburðarmálinu. Á fundinn mætir Arnar Þór Stefánsson hdl.

      Á fund­inn mætti und­ir þess­um dag­skrárlið Arn­ar Þór Stef­áns­son hdl. (AÞS).

       

      Til máls tóku: AÞS, HSv, JS, HS, MM og KT.

      Arn­ar Þór Stef­áns­son hdl. fór yfir nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar Ís­lands sem hef­ur hafn­að kröfu Mos­fells­bæj­ar um út­burð lóð­ar­leigu­hafa af lóð­un­um við Há­holt 16, 18 og 22.

      • 2. Er­indi Um­ferð­ar­stofu varð­andi um­ferðarör­ygg­is­áætlun201001142

        Til máls tóku: HS, JS, MM, KT og HSv.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að gera samn­ing um um­ferðarör­ygg­is­áætlun við Um­ferð­ar­stofu í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað þar um.

        • 3. Sum­arstörf 2010201003109

          Á fund­inn mætti und­ir þess­um dag­skrárlið Sig­ríð­ur Ind­riða­dótt­ir (SI) mannauðs­stjóri.

           

          Til máls tóku: SI, HS, HSv, JS, KT og MM.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veitt verði 30 millj­óna króna auka­fjár­veit­ing af liðn­um ófyr­ir­séð til að standa straum af kostn­aði við ráðn­ing­ar í sum­ar­átaks­störf fyr­ir skóla­fólk 17 ára og eldra.

          • 4. Áskor­un til bæj­ar­stjórn­ar um að standa vörð um starfs­manna­afslátt af leiskóla­gjöld­um201004012

            Á fund­inn mætti und­ir þess­um dag­skrárlið Sig­ríð­ur Ind­riða­dótt­ir (SI) mannauðs­stjóri.

             

            Til máls tóku: HS, SI, HSv, JS, KT og MM.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að nið­ur­greiðsla, hjá þeim starfs­mönn­um sem nú njóta af­slátt­ar­ins, verði frá og með 1. ág­úst 2010 75%, nið­ur­greiðsla á ár­inu 2011 verði 50% og að nið­ur­greiðsl­ur falli með öllu nið­ur frá og með 1. janú­ar 2012. Kostn­að­ur við þessa fram­kvæmd er áætl­að­ur 1,5 millj­ón­ir á ár­inu 2010 sem verði tek­inn af liðn­um ófyr­ir­séð. Kostn­að­ur á ár­inu 2011 er áætl­að­ur 2 millj­ón­ir.

            • 5. Samn­ing­ur við Vega­gerð­ina vegna tvö­föld­un­ar Vest­ur­lands­veg­ar201004107

              Til máls tóku: HSv, JS og HS.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um drög að samn­ingi við Vega­gerð rík­is­ins sem ger­ir ráð fyr­ir því að hvor að­ili greiði um­sam­ið hlut­fall kostn­að­ar vegna fram­kvæmd­ar við tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar. Kostn­að­ar­hlut­deild Mos­fells­bæj­ar er 11% af áætl­uð­um heild­ar fram­kvæmda­kostn­aði og Vega­gerð­ar­inn­ar 89%. Kostn­að­ur Mos­fells­bæj­ar fell­ur til á ár­inu 2011.

              • 6. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um rann­sókn á fjár­hags­stöðu skuldugra heim­ila.201004234

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs til um­sagn­ar og af­greiðslu.

                • 7. Er­indi Bryn­dís­ar Bjarn­ar­son varð­andi styrk vegna kvenna­frí­dags­ins 2010.201005007

                  Til máls tóku: HS, JS og MM.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs til um­sagn­ar.

                  • 8. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans, beiðni um um­sögn vegna tíma­bund­ins áfeng­isveit­inga­leyf­is blak­deild­ar UMFA201005008

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ger­ir ekki at­huga­semd við fram­komna um­sókn um tíma­bund­ið áfeng­isveit­inga­leyfi.

                    • 9. Er­indi Al­þing­is vegna um­sagn­ar vegna sam­göngu­áætlun 2009-2012201005019

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs til um­sagn­ar og af­greiðslu.

                      • 10. Stað­greiðslu­skil 2010201005024

                        Til máls tóku: HSv og JS.

                        Lagt fram yf­ir­lit fjár­mála­stjóra um stað­greiðslu­skil það sem af er árs­ins 2010.

                        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30