6. maí 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lóðarleigusamningar Háholts 16, 18 og 22200805075
Kynnt verður niðurstaða Hæstaréttar Íslands í útburðarmálinu. Á fundinn mætir Arnar Þór Stefánsson hdl.
Á fundinn mætti undir þessum dagskrárlið Arnar Þór Stefánsson hdl. (AÞS).
Til máls tóku: AÞS, HSv, JS, HS, MM og KT.
Arnar Þór Stefánsson hdl. fór yfir niðurstöðu Hæstaréttar Íslands sem hefur hafnað kröfu Mosfellsbæjar um útburð lóðarleiguhafa af lóðunum við Háholt 16, 18 og 22.
2. Erindi Umferðarstofu varðandi umferðaröryggisáætlun201001142
Til máls tóku: HS, JS, MM, KT og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að gera samning um umferðaröryggisáætlun við Umferðarstofu í samræmi við framlagt minnisblað þar um.
3. Sumarstörf 2010201003109
Á fundinn mætti undir þessum dagskrárlið Sigríður Indriðadóttir (SI) mannauðsstjóri.
Til máls tóku: SI, HS, HSv, JS, KT og MM.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veitt verði 30 milljóna króna aukafjárveiting af liðnum ófyrirséð til að standa straum af kostnaði við ráðningar í sumarátaksstörf fyrir skólafólk 17 ára og eldra.
4. Áskorun til bæjarstjórnar um að standa vörð um starfsmannaafslátt af leiskólagjöldum201004012
Á fundinn mætti undir þessum dagskrárlið Sigríður Indriðadóttir (SI) mannauðsstjóri.
Til máls tóku: HS, SI, HSv, JS, KT og MM.
Samþykkt með þremur atkvæðum að niðurgreiðsla, hjá þeim starfsmönnum sem nú njóta afsláttarins, verði frá og með 1. ágúst 2010 75%, niðurgreiðsla á árinu 2011 verði 50% og að niðurgreiðslur falli með öllu niður frá og með 1. janúar 2012. Kostnaður við þessa framkvæmd er áætlaður 1,5 milljónir á árinu 2010 sem verði tekinn af liðnum ófyrirséð. Kostnaður á árinu 2011 er áætlaður 2 milljónir.
5. Samningur við Vegagerðina vegna tvöföldunar Vesturlandsvegar201004107
Til máls tóku: HSv, JS og HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum drög að samningi við Vegagerð ríkisins sem gerir ráð fyrir því að hvor aðili greiði umsamið hlutfall kostnaðar vegna framkvæmdar við tvöföldun Vesturlandsvegar. Kostnaðarhlutdeild Mosfellsbæjar er 11% af áætluðum heildar framkvæmdakostnaði og Vegagerðarinnar 89%. Kostnaður Mosfellsbæjar fellur til á árinu 2011.
6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um rannsókn á fjárhagsstöðu skuldugra heimila.201004234
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar og afgreiðslu.
7. Erindi Bryndísar Bjarnarson varðandi styrk vegna kvennafrídagsins 2010.201005007
Til máls tóku: HS, JS og MM.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar.
8. Erindi Lögreglustjórans, beiðni um umsögn vegna tímabundins áfengisveitingaleyfis blakdeildar UMFA201005008
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemd við framkomna umsókn um tímabundið áfengisveitingaleyfi.
9. Erindi Alþingis vegna umsagnar vegna samgönguáætlun 2009-2012201005019
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar og afgreiðslu.
10. Staðgreiðsluskil 2010201005024
Til máls tóku: HSv og JS.
Lagt fram yfirlit fjármálastjóra um staðgreiðsluskil það sem af er ársins 2010.