15. apríl 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Karl Tómasson varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Marteinn Magnússon áheyrnarfulltrúi
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) 1. varamaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir 1. varamaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Pétur Jens Lockton stjórnsýslusvið
- Sigríður Dögg Auðunsdóttir stjórnsýslusvið
- Dóra Guðný Sigurðardóttir stjórnsýslusvið
- Valgerður G Sigurðardóttir Þjónustufulltrúi
- Elín Lára Edvardsdóttir Þjónustufulltrúi
- Sigríður Erlendsdóttir Þjónustufulltrúi
- Birna Mjöll Sigurðardóttir Þjónustufulltrúi
- Sædís Pálsdóttir Þjónustufulltrúi
- Sigrún Björk Sveinsdóttir Þjónustufulltrúi
- Elva Dís Adolfsdóttir Þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Staðardagskrá 21 - endurskoðun aðgerðaráætlunar 2009200910637
Endurskoðuð framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ frá Verkefnisstjórn 21 í Mosfellsbæ
Til máls tóku: HS, MM, KT og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa drögum að aðgerðaráætlun Staðardagskrá 21 til bæjarstjórnar til staðfestingar og jafnframt verði drögin send öllum nefndum bæjarins til kynningar.
2. Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi gjaldskrá201003281
Til máls tóku: HSv, HS, MM og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær geri ekki athugasemd af sinnihálfu við framlögð drög að gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.
3. Erindi FMOS varðandi samstarfsverkefni Mosfellsbæjar, FMOS og Aftureldingar201003317
Til máls tóku: HS, HSv og MM.
Samþykkt með þremur atkvæðum að styrkja stofnun íþróttaakademíu við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ og kostnaður þessa árs 450 þúsund verði tekinn af liðnum ófyrirséð.
4. Erindi Lege lögmannsstofu varðandi Stórakrika 57201003418
Til máls tók: SÓJ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni bæjarins, Þórunni Guðmundsdóttur hrl., að svara erindinu.
5. Áskorun til bæjarstjórnar um að standa vörð um starfsmannaafslátt af leiskólagjöldum201004012
Til máls tóku: HSv, JS, SÓJ og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs og mannauðsstjóra til umsagnar.
6. Ársreikningur 2009201004079
Ársreikningur verður sendur í tölvupósti til aðalmanna síðar í dag eða í fyrramálið.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið mætti Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri Mosfellsbæjar.
Til máls tóku: HSv, PJL, MM og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar fyrir árið 2009 til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.
7. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2010201002081
Til máls tóku: HSv, JS og MM.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gefa bæjarstjóra heimild til að stækka skuldabréfaflokkinn MOS09 1 um 600 mkr þannig að heildarstærð flokksins verði 1.600 mkr. Heimilt verði einnig að stækka flokkinn frekar með samþykki bæjarráðs. Jafnframt verði bæjarstjóra heimilað að ganga til samninga um umsjón með sölu skuldabréfanna.
8. Ósk Golfklúbbsins Kjalar um veðheimild201004082
Gögn varðandi erindið verða tengd á fundargáttina seinna í dag.
Til máls tóku: SÓJ, JS, HSv og HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að afla frekari gagna og leggja fyrir bæjarráð.
9. Erindi Hjalta Árnasonar varðandi Icelandic health and fitness expo 2010201004104
Til máls tóku: HS, HSv og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra menningarsviðs til umsagnar.