Mál númer 200707033
- 15. ágúst 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #472
Á fræðslunefndarfundi í dag, mun fræðslunefnd væntanlega gefa sína umsögn varðandi ráðningu skólastjóra við Varmárskóla og verður sú umsögn nefndarinnar send til bæjarráðs í fyrramálið.
Fundargerð 832. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 472. fundi bæjarstjórnar.
- 15. ágúst 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #472
Á fræðslunefndarfundi í dag, mun fræðslunefnd væntanlega gefa sína umsögn varðandi ráðningu skólastjóra við Varmárskóla og verður sú umsögn nefndarinnar send til bæjarráðs í fyrramálið.
Fundargerð 832. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 472. fundi bæjarstjórnar.
- 19. júlí 2007
Bæjarráð Mosfellsbæjar #833
Erindið var afgreitt á 832. fundi bæjarráðs þann 12. júlí 2007.
- 19. júlí 2007
Bæjarráð Mosfellsbæjar #833
Erindið var afgreitt á 832. fundi bæjarráðs þann 12. júlí 2007.
- 12. júlí 2007
Bæjarráð Mosfellsbæjar #832
Á fræðslunefndarfundi í dag, mun fræðslunefnd væntanlega gefa sína umsögn varðandi ráðningu skólastjóra við Varmárskóla og verður sú umsögn nefndarinnar send til bæjarráðs í fyrramálið.
Til máls tóku: RR, BÞÞ, BBr og MM.%0DFyrir fundinum lágu umsagnir bæjarstjóra, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og fræðslunefndar eins og ráðningarreglur Mosfellsbæjar og lög mæla fyrir um að liggja skulu fyrir áður en ákvörðun er tekin um ráðningu skólastjóra. Umsagnir ofangreindra eru þessar:%0D%0D"Umsögn sviðsstjóra og bæjarstjóra er svohljóðandi:%0D%0DBæjarstjóri og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs hafa farið yfir umsóknir um störf skólastjóra í Varmárskóla sumarið 2007 svo veita megi umsögn um umsækjendur í samræmi við samþykktir Mosfellsbæjar. Það er okkar mat að allir umsækjendur séu hæfir. Á grundvelli ráðningarviðtala og umsókna einstaklinga er það niðurstaða bæjarstjóra og sviðsstjóra að mæla með Þórhildi Elvarsdóttur og Þórönnu Rósu Ólafsdóttur. Þær hafa menntun, reynslu, hæfileika og áræðni til að takast á við skólastjórnun Varmárskóla og teljast hæfastar úr hópi umsækjenda og hið nýja stjórnunarfyrirkomulag þar.%0D%0DFræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjendurnir, Þórhildur Elfarsdóttir og Þóranna Rósa Ólafsdóttir, verði ráðnir skólastjórar Varmárskóla frá og með 1. ágúst 2007.%0DSamþykkt samhljóða".%0D%0DBæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir samhljóða að ráða umsækjendurna Þórhildi Elfarsdóttur og Þórönnu Rósu Ólafsdóttur sem skólastjóra Varmárskóla frá 1. ágúst 2007 að telja.
- 10. júlí 2007
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #186
Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri mætti á fundinn undir þessu máli. Bæjarstjóri og sviðsstjóri fóru yfir ráðningarferli og fjölda umsækjenda. Umsækjendur eru eftirfarandi:%0D%0DAnna Lilja Sigurðardóttir, Bergljót Kristín Ingvadóttir, Birna Gunnlaugsdóttir, Guðrún Kristín Markúsdóttir, Gunnar Börkur Jónasson, Helen Williamsdóttir Gray, Jóna Dís Bragadóttir, Karítas Skarphéðinsdóttir Neff, Stella Á. Kristjánsdóttir, Sveinn Þór Elínbergsson, Þóranna Rósa Ólafsdóttir, Þórður Árni Hjaltested og G. Þórhildur Elfarsdóttir.%0D%0DUmsögn sviðsstjóra og bæjarstjóra er svohljóðandi:%0D%0DBæjarstjóri og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs hafa farið yfir umsóknir um störf skólastjóra í Varmárskóla sumarið 2007 svo veita megi umsögn um umsækjendur í samræmi við samþykktir Mosfellsbæjar. Það er okkar mat að allir umsækjendur séu hæfir. Á grundvelli ráðningarviðtala og umsókna einstaklinga er það niðurstaða bæjarstjóra og sviðsstjóra að mæla með Þórhildi Elvarsdóttur og Þórönnu Rósu Ólafsdóttur. Þær hafa menntun, reynslu, hæfileika og áræðni til að takast á við skólastjórnun Varmárskóla og teljast hæfastar úr hópi umsækjenda og hið nýja stjórnunarfyrirkomulag þar.%0D%0DTil máls tóku: RR,BÞÞ,HJ,GDA,GA,EHO.%0D%0DFræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjendurnir Þórhildur Elfarsdóttir og Þóranna Rósa Ólafsdóttir verði ráðnar skólastjórar Varmárskóla frá og með 1. ágúst 2007.%0D%0DSamþykkt samhljóða.