Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. júlí 2007 kl. 17:15,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Mat á um­sækj­end­um um skóla­stjóra­stöð­ur við Varmár­skóla. Um­sögn.200707033

      Ragn­heið­ur Rík­harðs­dótt­ir bæj­ar­stjóri mætti á fund­inn und­ir þessu máli. Bæj­ar­stjóri og sviðs­stjóri fóru yfir ráðn­ing­ar­ferli og fjölda um­sækj­enda. Um­sækj­end­ur eru eft­ir­far­andi:%0D%0DAnna Lilja Sig­urð­ar­dótt­ir, Berg­ljót Kristín Ingva­dótt­ir, Birna Gunn­laugs­dótt­ir, Guð­rún Kristín Markús­dótt­ir, Gunn­ar Börk­ur Jónasson, Helen Williams­dótt­ir Gray, Jóna Dís Braga­dótt­ir, Karítas Skarp­héð­ins­dótt­ir Neff, Stella Á. Kristjáns­dótt­ir, Sveinn Þór El­ín­bergs­son, Þór­anna Rósa Ólafs­dótt­ir, Þórð­ur Árni Hjaltested og G. Þór­hild­ur Elfars­dótt­ir.%0D%0DUm­sögn sviðs­stjóra og bæj­ar­stjóra er svohljóð­andi:%0D%0DBæj­ar­stjóri og sviðs­stjóri fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs hafa far­ið yfir um­sókn­ir um störf skóla­stjóra í Varmár­skóla sum­ar­ið 2007 svo veita megi um­sögn um um­sækj­end­ur í sam­ræmi við sam­þykkt­ir Mos­fells­bæj­ar. Það er okk­ar mat að all­ir um­sækj­end­ur séu hæf­ir. Á grund­velli ráðn­ing­ar­við­tala og um­sókna ein­stak­linga er það nið­ur­staða bæj­ar­stjóra og sviðs­stjóra að mæla með Þór­hildi Elvars­dótt­ur og Þórönnu Rósu Ólafs­dótt­ur. Þær hafa mennt­un, reynslu, hæfi­leika og áræðni til að takast á við skóla­stjórn­un Varmár­skóla og teljast hæf­ast­ar úr hópi um­sækj­enda og hið nýja stjórn­un­ar­fyr­ir­komulag þar.%0D%0DTil máls tóku: RR,BÞÞ,HJ,GDA,GA,EHO.%0D%0DFræðslu­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að um­sækj­end­urn­ir Þór­hild­ur Elfars­dótt­ir og Þór­anna Rósa Ólafs­dótt­ir verði ráðn­ar skóla­stjór­ar Varmár­skóla frá og með 1. ág­úst 2007.%0D%0DSam­þykkt sam­hljóða.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45