10. júlí 2007 kl. 17:15,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Mat á umsækjendum um skólastjórastöður við Varmárskóla. Umsögn.200707033
Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri mætti á fundinn undir þessu máli. Bæjarstjóri og sviðsstjóri fóru yfir ráðningarferli og fjölda umsækjenda. Umsækjendur eru eftirfarandi:%0D%0DAnna Lilja Sigurðardóttir, Bergljót Kristín Ingvadóttir, Birna Gunnlaugsdóttir, Guðrún Kristín Markúsdóttir, Gunnar Börkur Jónasson, Helen Williamsdóttir Gray, Jóna Dís Bragadóttir, Karítas Skarphéðinsdóttir Neff, Stella Á. Kristjánsdóttir, Sveinn Þór Elínbergsson, Þóranna Rósa Ólafsdóttir, Þórður Árni Hjaltested og G. Þórhildur Elfarsdóttir.%0D%0DUmsögn sviðsstjóra og bæjarstjóra er svohljóðandi:%0D%0DBæjarstjóri og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs hafa farið yfir umsóknir um störf skólastjóra í Varmárskóla sumarið 2007 svo veita megi umsögn um umsækjendur í samræmi við samþykktir Mosfellsbæjar. Það er okkar mat að allir umsækjendur séu hæfir. Á grundvelli ráðningarviðtala og umsókna einstaklinga er það niðurstaða bæjarstjóra og sviðsstjóra að mæla með Þórhildi Elvarsdóttur og Þórönnu Rósu Ólafsdóttur. Þær hafa menntun, reynslu, hæfileika og áræðni til að takast á við skólastjórnun Varmárskóla og teljast hæfastar úr hópi umsækjenda og hið nýja stjórnunarfyrirkomulag þar.%0D%0DTil máls tóku: RR,BÞÞ,HJ,GDA,GA,EHO.%0D%0DFræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjendurnir Þórhildur Elfarsdóttir og Þóranna Rósa Ólafsdóttir verði ráðnar skólastjórar Varmárskóla frá og með 1. ágúst 2007.%0D%0DSamþykkt samhljóða.