Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. júlí 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Mat á um­sækj­end­um um skóla­stjóra­stöð­ur við Varmár­skóla. Um­sögn.200707033

      Á fræðslunefndarfundi í dag, mun fræðslunefnd væntanlega gefa sína umsögn varðandi ráðningu skólastjóra við Varmárskóla og verður sú umsögn nefndarinnar send til bæjarráðs í fyrramálið.

      Til máls tóku: RR, BÞÞ, BBr og MM.%0DFyr­ir fund­in­um lágu um­sagn­ir bæj­ar­stjóra, sviðs­stjóra fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs og fræðslu­nefnd­ar eins og ráðn­ing­ar­regl­ur Mos­fells­bæj­ar og lög mæla fyr­ir um að liggja skulu fyr­ir áður en ákvörð­un er tekin um ráðn­ingu skóla­stjóra. Um­sagn­ir of­an­greindra eru þess­ar:%0D%0D"Um­sögn sviðs­stjóra og bæj­ar­stjóra er svohljóð­andi:%0D%0DBæj­ar­stjóri og sviðs­stjóri fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs hafa far­ið yfir um­sókn­ir um störf skóla­stjóra í Varmár­skóla sum­ar­ið 2007 svo veita megi um­sögn um um­sækj­end­ur í sam­ræmi við sam­þykkt­ir Mos­fells­bæj­ar. Það er okk­ar mat að all­ir um­sækj­end­ur séu hæf­ir. Á grund­velli ráðn­ing­ar­við­tala og um­sókna ein­stak­linga er það nið­ur­staða bæj­ar­stjóra og sviðs­stjóra að mæla með Þór­hildi Elvars­dótt­ur og Þórönnu Rósu Ólafs­dótt­ur. Þær hafa mennt­un, reynslu, hæfi­leika og áræðni til að takast á við skóla­stjórn­un Varmár­skóla og teljast hæf­ast­ar úr hópi um­sækj­enda og hið nýja stjórn­un­ar­fyr­ir­komulag þar.%0D%0DFræðslu­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að um­sækj­end­urn­ir, Þór­hild­ur Elfars­dótt­ir og Þór­anna Rósa Ólafs­dótt­ir, verði ráðn­ir skóla­stjór­ar Varmár­skóla frá og með 1. ág­úst 2007.%0DSam­þykkt sam­hljóða".%0D%0DBæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir sam­hljóða að ráða um­sækj­end­urna Þór­hildi Elfars­dótt­ur og Þórönnu Rósu Ólafs­dótt­ur sem skóla­stjóra Varmár­skóla frá 1. ág­úst 2007 að telja.

      • 2. Krika­skóli - for­val - inn­send­ar til­lög­ur200706093

        Til máls tóku: RR, BÞÞ, BBr og MM.%0D%0DFyr­ir liggja inn­send­ar til­lög­ur að for­vali vegna Krika­skóla.%0DÞað er án efa að for­val­ið mark­ar nokk­ur tíma­mót í skóla­sögu á Ís­landi. Er það vegna þeirr­ar að­ferð­ar­fræði sem beitt er í for­val­inu og beitt verð­ur í vænt­an­legri sam­keppni við leit að hönn­uð­um og einn­ig að leitað skuli með þess­um hætti eft­ir skóla­stefnu fyr­ir vænt­an­leg­an skóla. Þá hef­ur ekki síð­ur ver­ið skráð skóla­saga þeg­ar kem­ur að hinum inn­sendu til­lög­um, en í þeim koma fram mik­il gæði, nýj­ung­ar og leit að bestu lausn­um fyr­ir nem­end­ur í ís­lensk­um fram­tíð­ar­skóla, stað­sett­um í Mos­fells­bæ.%0D%0DFyr­ir fund­in­um ligg­ur til­laga dóm­nefnd­ar um for­val­ið sem hljóð­ar svo:%0DDóm­nefnd um for­val vegna hönn­un­ar hús­næð­is og skóla­stefnu Krika­skóla legg­ur til við bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar að eft­ir­far­andi fjór­ir ráð­gjafa­hóp­ar verði vald­ir til áframa­hald­andi vinnu að nán­ari út­færslu á hug­mynda­fræði um upp­eld­is- og skólast­arf og hönn­un Krika­skóla:%0D%0DBatte­rí­ið o.fl., Sif Víg­þórs­dótt­ir og Ág­úst Óla­son.%0DEin­rúm / Arki­tekto o.fl., Helgi Gríms­son, Sigrún Sig­urð­ar­dótt­ir og Andri Snær Magna­son.%0DÚti og Inni o.fl., Jónella Sig­ur­jóns­dótt­ir og Sigrún Björk Bene­dikts­dótt­ir.%0DVA arki­tekt­ar o.fl., Gerð­ur G. Ósk­ars­dótt­ir.%0D%0DSam­þykkt sam­hljóða.

        • 3. Út­boð skóla­akst­urs 2007200706094

          Til máls tóku: RR, BBr, BÞÞ og MM.%0DSam­þykkt sam­ljóða að bjóða út skóla­akst­ur skv. fyr­ir­liggj­andi drög­um að út­boðs­gögn­um og er for­stöðu­manni fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs fal­ið að ganga frá út­boðs­gögn­um og aug­lýsa út­boð­ið.

          • 4. Um­sókn starfs­manns um launa­laust leyfi200707029

            Til máls tók: RR.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita um­beð­ið launa­laust leyfi frá 1. ág­úst 2007 til 31. júlí 2008.

            • 5. Gatna­gerð við Eini­teig 3-9200707041

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­verk­fræð­ingi að bjóða út gatna­gerð við Eini­teig.

              • 6. Er­indi Ingi­bjarg­ar B Jó­hann­es­dótt­ur varð­andi gatna­gerð við Engja­veg200707051

                Til máls tóku: RR, BBr, MM og SÓJ.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­rit­ara að ræða við bréf­rit­ara.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:47