12. júlí 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Mat á umsækjendum um skólastjórastöður við Varmárskóla. Umsögn.200707033
Á fræðslunefndarfundi í dag, mun fræðslunefnd væntanlega gefa sína umsögn varðandi ráðningu skólastjóra við Varmárskóla og verður sú umsögn nefndarinnar send til bæjarráðs í fyrramálið.
Til máls tóku: RR, BÞÞ, BBr og MM.%0DFyrir fundinum lágu umsagnir bæjarstjóra, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og fræðslunefndar eins og ráðningarreglur Mosfellsbæjar og lög mæla fyrir um að liggja skulu fyrir áður en ákvörðun er tekin um ráðningu skólastjóra. Umsagnir ofangreindra eru þessar:%0D%0D"Umsögn sviðsstjóra og bæjarstjóra er svohljóðandi:%0D%0DBæjarstjóri og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs hafa farið yfir umsóknir um störf skólastjóra í Varmárskóla sumarið 2007 svo veita megi umsögn um umsækjendur í samræmi við samþykktir Mosfellsbæjar. Það er okkar mat að allir umsækjendur séu hæfir. Á grundvelli ráðningarviðtala og umsókna einstaklinga er það niðurstaða bæjarstjóra og sviðsstjóra að mæla með Þórhildi Elvarsdóttur og Þórönnu Rósu Ólafsdóttur. Þær hafa menntun, reynslu, hæfileika og áræðni til að takast á við skólastjórnun Varmárskóla og teljast hæfastar úr hópi umsækjenda og hið nýja stjórnunarfyrirkomulag þar.%0D%0DFræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjendurnir, Þórhildur Elfarsdóttir og Þóranna Rósa Ólafsdóttir, verði ráðnir skólastjórar Varmárskóla frá og með 1. ágúst 2007.%0DSamþykkt samhljóða".%0D%0DBæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir samhljóða að ráða umsækjendurna Þórhildi Elfarsdóttur og Þórönnu Rósu Ólafsdóttur sem skólastjóra Varmárskóla frá 1. ágúst 2007 að telja.
2. Krikaskóli - forval - innsendar tillögur200706093
Til máls tóku: RR, BÞÞ, BBr og MM.%0D%0DFyrir liggja innsendar tillögur að forvali vegna Krikaskóla.%0DÞað er án efa að forvalið markar nokkur tímamót í skólasögu á Íslandi. Er það vegna þeirrar aðferðarfræði sem beitt er í forvalinu og beitt verður í væntanlegri samkeppni við leit að hönnuðum og einnig að leitað skuli með þessum hætti eftir skólastefnu fyrir væntanlegan skóla. Þá hefur ekki síður verið skráð skólasaga þegar kemur að hinum innsendu tillögum, en í þeim koma fram mikil gæði, nýjungar og leit að bestu lausnum fyrir nemendur í íslenskum framtíðarskóla, staðsettum í Mosfellsbæ.%0D%0DFyrir fundinum liggur tillaga dómnefndar um forvalið sem hljóðar svo:%0DDómnefnd um forval vegna hönnunar húsnæðis og skólastefnu Krikaskóla leggur til við bæjarráð Mosfellsbæjar að eftirfarandi fjórir ráðgjafahópar verði valdir til áframahaldandi vinnu að nánari útfærslu á hugmyndafræði um uppeldis- og skólastarf og hönnun Krikaskóla:%0D%0DBatteríið o.fl., Sif Vígþórsdóttir og Ágúst Ólason.%0DEinrúm / Arkitekto o.fl., Helgi Grímsson, Sigrún Sigurðardóttir og Andri Snær Magnason.%0DÚti og Inni o.fl., Jónella Sigurjónsdóttir og Sigrún Björk Benediktsdóttir.%0DVA arkitektar o.fl., Gerður G. Óskarsdóttir.%0D%0DSamþykkt samhljóða.
3. Útboð skólaaksturs 2007200706094
Til máls tóku: RR, BBr, BÞÞ og MM.%0DSamþykkt samljóða að bjóða út skólaakstur skv. fyrirliggjandi drögum að útboðsgögnum og er forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs falið að ganga frá útboðsgögnum og auglýsa útboðið.
4. Umsókn starfsmanns um launalaust leyfi200707029
Til máls tók: RR.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að veita umbeðið launalaust leyfi frá 1. ágúst 2007 til 31. júlí 2008.
5. Gatnagerð við Einiteig 3-9200707041
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarverkfræðingi að bjóða út gatnagerð við Einiteig.
6. Erindi Ingibjargar B Jóhannesdóttur varðandi gatnagerð við Engjaveg200707051
Til máls tóku: RR, BBr, MM og SÓJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að ræða við bréfritara.