Mál númer 200704078
- 26. september 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #475
Farið verður yfir stöðu mála nú á haustdögum
Afgreiðsla 121. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram.
- 26. september 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #475
Farið verður yfir stöðu mála nú á haustdögum
Afgreiðsla 121. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram.
- 18. september 2007
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #121
Farið verður yfir stöðu mála nú á haustdögum
Íþrótta- og tómstundafulltrúar kynntu hvernig gengið hefur að hrinda af stað verkefninu um frístundaávísanir. Engin sérstök vandamál hafa komið upp vegna þessarar framkvæmdar.
- 9. maí 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #466
Til máls tóku: JS, HP og HS.%0D%0DAfgreiðsla 119. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, staðfest á 466. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 9. maí 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #466
Til máls tóku: JS, HP og HS.%0D%0DAfgreiðsla 119. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, staðfest á 466. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 25. apríl 2007
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #119
Lagðar fram reglur um frístundaávísun. %0D%0DFulltrúi samfylkingar lagði fram eftirfarandi bókun:%0D%0D"Þetta mál er sett á dagsskrá fundarins að minni ósk. Í millitíðinni hafa verið samin drög að reglum um málið sem send voru út með fundarboði. Til undirbúnings málinu hafði ég sett saman drög að sams konar reglum til að leggja fram til umræðu í nefndinni. Þessar tvær útgáfur að reglum eru ekki að öllu leiti samhljóða. Geri ég það því að tillögu minni að embættismönnum verði falið að fara yfir efnisþætti þessara tveggja tillagna og leggja niðurstöðu sína til umræðu á næsta fundi nefndarinnar."%0D%0DLögð var fram eftirfarandi bókun:%0D%0D"Fulltrúar D og V lista vilja taka fram að þetta mál hefur verið á dagskrá í vinnu nefndarinnar í vetur og nú liggur fyrir tillaga um fyrirkomulag frístundagreiðslna sem grundvallast á því fjármagni sem er til ráðstöfunar. Jafnframt er um að ræða reglur sem gilda fyrsta árið og verða teknar til skoðunar að fenginni reynslu."%0D%0DÍþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að Mosfellsbær sendi öllum börnum og unglingum á aldrinum 6-16 ára með lögheimili í Mosfellsbæ frístundaávísun að upphæð 15.000,- sem hægt er að nota til að greiða fyrir hvers konar frístundastarf.%0D%0DSamþykkt með 5 atkvæðum.