18. september 2007 kl. 7:30,
fundarherb. 3. hæð
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Félagsmiðstöð á Vestursvæði200705110
%0D%0DATH - ATH - ATH%0D%0DFundur á þriðjudagsmorgni í fundarherbergi á 3ju hæð.%0D%0D%0D
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að leysa málefni félagsmiðstöðvar eða félagsaðstöðu fyrir unglinga á vestursvæði með því að nýta lausar kennslustofur við Lágafellsskóla.%0D%0DSamþykkt samhljóða.
2. Breyting á fyrirkomulagi á starfsemi frístundaselja og dægradvalar skólaárið 2007-2008.Minnisblað200708259
Greint var frá breytingum á starfsemi frístundaselja, en lagt hefur verið til að ÍTÓM taki alfarið við rekstri og starfsemi frístundasels grunnskólabarna í Varmárskóla. Lágafellsskóli mun eftir sem áður sjá um stjórnun og skipulag frístundasels á vestursvæði.%0D%0DÞá var rætt um upphaf starfsemi skóla- og frístundaselja og nefnt að bæta þyrfti forskráningu í skóla- og frístundasel. Þá var rætt um að tilboð frá tómstundafélögum til þessa aldurshóps taki fyrr til starfa á haustin.
3. Frístundaávísun - Niðurgreiðslur til einstaklinga vegna frístundastarfs200704078
Farið verður yfir stöðu mála nú á haustdögum
Íþrótta- og tómstundafulltrúar kynntu hvernig gengið hefur að hrinda af stað verkefninu um frístundaávísanir. Engin sérstök vandamál hafa komið upp vegna þessarar framkvæmdar.
4. Erindi Menntamálaráðuneytisins varðandi æskulýðslög200705195
Lögin lögð fram til kynningar.
5. Vinnuskóli Mosfellsbæjar 2007200704075
Gögn verða lögð fram á fundinum
Ársskýrsla Vinnuskóla Mosfellsbæjar fyrir sumarið 2007 lögð fram. %0D%0DFram kemur að unglingum í Vinnuskólanum hefur fækkað um 8% milli ára.