25. apríl 2007 kl. 7:30,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Athugasemdir við fundartíma200704151
"Samfylkingin gerir athugasemdir við tímasetningu fundarins. Fjöldi mála er í engu samræmi við áætlaða lengd fundarins og virðist til þess fallinn að fresta málum sem fulltrúi Samfylkingarinnar hefur óskað eftir að tekin verði upp.%0DÁ síðasta fundi nefndarinnar var reglum um styrki til úthlutunar fyrir efnileg ungmenni breytt. Það var gert svo ungmennin gætu frekar skipulagt sig og sína sumarvinnu.%0DÓskar því fulltrúi Samfylkingarinnar eftir skýringum á þeim drætti sem orðið hefur á boðun fundarins og hvers vegna hann sé ekki á venjulegum fundartíma.%0DJafnframt er óskað eftir því að komi til frestunar á fundinum, verði boðað til nýs fundar í næstu viku til að ljúka þeim málum sem kunni að vera eftir og hann hafður á þeim tíma sem ákveðinn hefur verið sem hentugur fundartími fyrir nefndarmenn.%0DSjái aðalmenn sér ekki fært að mæta þá skuli kalla til varamenn eins og samþykktir gera ráð fyrir."%0D%0DFulltrúar D og V lista vilja taka fram að haft var samband við nefndarmenn til að fá fram afstöðu þeirra til fundartímans. Jafnframt var alltaf ljóst að halda yrði annan fund á næstu dögum eins og kemur fram í fundarboði.
2. Stjórnun og skipulag frístundaselja 2007-8200704113
Íþrótta- og tómstundanefnd mælir með því við bæjarstjórn að stjórnun Frístundasels Lágafellsskóla frá 6 til 9 ára verði í höndum stjórnenda Lágafellsskóla. Jafnframt óskar nefndin eftir því við embættismenn að leggja fram breytingar á samþykktum um Frístundasel í samræmi við þetta.
3. Reglur um úthlutun styrkja til ungmenna sem skara fram úr í íþróttum, tómstundum og listum.200604050
Lagt fram.
4. Umsóknir um styrk til íþr. og tómst.nefndar vegna úthlutunar til efnilegra ungmenna200703227
Fram komu 8 umsóknir um styrk. %0D%0DÍþrótta- og tómstundanefnd leggur til að eftirtaldir einstaklingar hljóti styrk til efnilegra ungmenna á árinu 2007:%0DÁrni Már Árnason, sundmaður, Gréta Salóme Stefánsdóttir, fiðluleikari, Kristján Þór Einarsson, golfleikari og Guðný Björk Óðinsdóttir, knattspyrnukona.
5. Frístundaávísun - Niðurgreiðslur til einstaklinga vegna frístundastarfs200704078
Lagðar fram reglur um frístundaávísun. %0D%0DFulltrúi samfylkingar lagði fram eftirfarandi bókun:%0D%0D"Þetta mál er sett á dagsskrá fundarins að minni ósk. Í millitíðinni hafa verið samin drög að reglum um málið sem send voru út með fundarboði. Til undirbúnings málinu hafði ég sett saman drög að sams konar reglum til að leggja fram til umræðu í nefndinni. Þessar tvær útgáfur að reglum eru ekki að öllu leiti samhljóða. Geri ég það því að tillögu minni að embættismönnum verði falið að fara yfir efnisþætti þessara tveggja tillagna og leggja niðurstöðu sína til umræðu á næsta fundi nefndarinnar."%0D%0DLögð var fram eftirfarandi bókun:%0D%0D"Fulltrúar D og V lista vilja taka fram að þetta mál hefur verið á dagskrá í vinnu nefndarinnar í vetur og nú liggur fyrir tillaga um fyrirkomulag frístundagreiðslna sem grundvallast á því fjármagni sem er til ráðstöfunar. Jafnframt er um að ræða reglur sem gilda fyrsta árið og verða teknar til skoðunar að fenginni reynslu."%0D%0DÍþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að Mosfellsbær sendi öllum börnum og unglingum á aldrinum 6-16 ára með lögheimili í Mosfellsbæ frístundaávísun að upphæð 15.000,- sem hægt er að nota til að greiða fyrir hvers konar frístundastarf.%0D%0DSamþykkt með 5 atkvæðum.
6. Frístundamiðstöðvar fyrir fötluð grunnskólabörn200703193
Málinu frestað.
7. Viðmiðunarreglur vegna þjónustu við fötluð börn og unglinga til frístundastarfs200704080
Málinu frestað.
8. Nýting íþróttamannvirkja 2007200612134
Málinu frestað.
9. Sumarstarf ÍTÓM200704076
Málinu frestað.
10. Vinnuskóli Mosfellsbæjar 2007200704075
Málinu frestað.
11. Kannanir vegna frístundaselja og dægradvalar200703201
Málinu frestað.
12. Íþróttasvæðið að Varmá - gervigrasvöllur200612024
Málinu frestað.
13. Nefndarstörf - samvinna og samskipti200704086
Málinu frestað.