28. mars 2007 kl. 16:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. Strætó bs fundargerð 88. fundar200703129
Til máls tóku: JS, HSv og GDA.%0D%0DFundargerð 88. fundar Strætó bs. lögð fram.
2. Samtök sveitarf.höfuðborgarsvæðinu fundargerð 303. fundar200703111
Til máls tóku: RR og JS.%0D%0DFundargerð 302. fundar SSH lögð fram.
3. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis fundargerð 2. fundar200703087
Til máls tóku: HBA, HSv og RR.%0D%0DFundargerð 2. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis lögð fram.
Fundargerðir til staðfestingar
4. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 817200703012F
Fundargerð 817. fundar bæjarráðs lögð fram og afgreidd í einstökum liðum.
4.1. Erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi kæru Varmársamtakanna 200702090
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JS, RR og HSv.%0D%0DBókun S-lista Samfylkingar.%0D%0DVið fulltrúar Samfylkingarinnar fögnum þeirri niðurstöðu að fyrirhugaður tengivegur við Leirvogstungu skuli fara í formlegt mat á umhverfisáhrifum á grundvelli laga þar um.%0DÞessi sinnaskipti meirihluta sjálfstæðismanna og vinstri grænna teljum við af hinu góða burt séð frá því hvað þeim hefur valdið. Einkum teljum við þessa stefnubreytingu jákvæða í ljósi þess að meirihlutinn felldi tillögu Samfylkingarinnar um sama efni á fundi bæjarráðs þann 10.ágúst 2006 en gerir hana nú að sinni. Þá lýsti meirihlutinn undrun sinni á slíkum tillöguflutningi á næsta bæjarstjórnarfundi þar á eftir og verður ekki annað séð nú en að þau ummæli séu dregin til baka. Tillöguflutningur okkar byggðist á því að náttúran og umhverfið fái að njóta vafans þegar um er að ræða framkvæmdir á svo viðkvæmu svæði rétt við ósa Varmár sem og metnaði til að standa vel að umhverfismálum.%0D%0D%0D%0D%0DBókun D - lista Sjálfstæðisflokks og V - lista Vinstri grænna. %0D%0DBæjarfulltrúar D - og V - lista árétta þar sem fram kemur í bókun bæjarráðs frá 817.fundi 15. mars sl. að Tunguvegur er settur í formlegt umhverfismat skv. lögum um umhverfismat framkvæmda þrátt fyrir að niðurstöður Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar segi að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Þetta er gert m.a. vegna þess að ný lög um umhverfismat áætlana kalla á að gerð sé umhverfisskýrsla og vilja bæjarfulltrúar D – og V lista í góðri sátt við umhverfi og íbúa ganga lengra en lagaskyldan býður. %0DÞar sem í bókun S lista er vísað í bókun bæjarfulltrúa D – og V- lista frá 448. fundi bæjarstjórnar þann 23. ágúst sl. er rétt að fram komi að þar er bókað um sýn oddvita S listans og ummæli á bæjarstjórnarfundi og í fjölmiðlum um að aðalskipulag Mosfellsbæjar 2002 - 2024 sé fyrst og fremst byggt á umferðarfræðilegum forsendum. Skoðun bæjarfulltrúar D - og V -lista á þessum ummælum hefur ekkert breyst.%0D%0D%0DBókun S – lista samfylkingar.%0D%0DRétt er að fram komi að hin nýju lög sem meirihlutinn kallar svo voru í gildi á þeim tíma þegar meirihlutinn felldi tillögu okkar um að framkvæmdin færi í umhverfismat. Enn og aftur koma fram í bókunum meirihlutans fullyrðingar sem ekkert hafa með tillöguflutning okkar að gera heldur vitnað til ummæla sem slitin eru úr samhengi og eru vinnubrögð þeirra sem hafa vondan málstað að verja.%0D%0DAfgreiðsla 817. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
4.2. Erindi Rannsóknarnefndar umferðarslysa v. vörslu búfjár innan bæjarmarka Mosfellsbæjar 200703046
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 817. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
4.3. Erindi Jóhannesar Eðvarðss. v. svæðið þar sem Ullarþvottahúsið stóð 200703054
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 817. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
4.4. Erindi Jóhannesar Eðvarðss. v. leyfi til uppsetningar á útileikhúsi í Álafosskvos 200703055
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 817. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
4.5. Umsókn annars árs nema við Landbúnaðarhásk. Íslands um styrk 200703056
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 817. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
4.6. Erindi frá Varmársamtökunum v. úttekt á möguleikum við lagningu tengibrautar 200703057
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
4.7. Erindi Landsbanka Íslands v. tilboð í bankaviðskipti Mosfellsbæjar 200703051
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 817. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
4.8. Umsókn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um styrk 200703059
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 817. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
4.9. Erindi Lánasjóðs sveitarfélaga v. ársfund og stofnfund 200703060
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 817. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
4.10. Ársreikningur SSH 2006 200703069
Niðurstaða þessa fundar:
Ársreikningur SSH 2006 lagður fram.
4.11. Hitaveita í Helgadal 200703074
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 817. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
5. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 818200703018F
Fundargerð 818. fundar bæjarráðs lögð fram og afgreidd í einstökum liðum.
5.1. Aðstaða fyrir MOTOMOS 200605117
Síðast á dagskrá 802. fundar bæjarráðs. Með fylgir umsögn frá Landmótun.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 818. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
5.2. Erindi Lögmannsstofu Magnúsar B. Brynjólfssonar v. ólögmætrar uppsagnar í starfi 200608154
Stefna á hendur Ragnheiði Ríkharðsdóttur f.h. Mosfellsbæjar varðandi vangreidd laun.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
5.3. Hljóðvist í eldri deild Varmárskóla 200703091
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 818. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
5.4. Beiðni um umsögn vegna íþróttamiðstöðvarinnar Lækjarhlíð 200703093
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 818. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
5.5. Erindi frá Varmársamtökunum v. úttekt á möguleikum við lagningu tengibrautar 200703113
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
5.6. Trúnaðarmál, afskriftir viðskiptakrafna o.fl. 200703115
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 818. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
5.7. Deiliskipulag Álafosskvosar 200703116
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 818. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
6. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 82200703010F
Fundargerð 82. fundar fjölskyldunefndar lögð fram og afgreidd í einstökum liðum.
6.1. Samnningur Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar vegna þátttöku fyrir eina konu í Kvennasmiðju 10 200703092
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: RR og JS.%0D%0DAfgreiðsla 82. fundar fjölskyldunefndar staðfest með sjö atkvæðum.
6.2. Erindi Auðar Sigurðardóttur varðandi hjálparhund fyrir fatlaðan dreng 200701045
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
6.3. Sérstakar húsaleigubætur 200702163
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
6.4. Flýtifyrirspurn frá Barnverndarstofu varðandi búsetuúrræði fyrir börn 200703005
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
6.5. Kynbundið ofbeldi, málþing 200703106
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 82. fundar fjölskyldunefndar staðfest með sjö atkvæðum.
6.6. Kynning og framtíðarsýn handverkstæðisins Ásgarðs 200703103
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: RR, HBA og MM.%0D%0DLagt fram.
7. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 116200703013F
Fundargerð 116. fundar menningarmálanefndar lögð fram og afgreidd í einstökum liðum.
7.1. Starfsáætlun menningarsjóðs 2007 200703130
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JS, RR og BBr.%0D%0DAfgreiðsla 116. fundar menningarmálanefndar staðfest með sjö atkvæðum.
7.2. Erindi Handverksfélags Mosfellsbæjar varðandi aðstoð í húsnæðismálum 200701286
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JS og BBr.%0DAfgreiðsla 116. fundar menningarmálanefndar staðfest með sjö atkvæðum.
7.3. Umsóknir um fjárveitingu til lista- og menningarmála Mosfellsbæjar 2007 200702178
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 117200703017F
Fundargerð 117. fundar menningarmálanefndar lögð fram og afgreidd í einstökum liðum.
8.1. Umsóknir um fjárveitingu til lista- og menningarmála Mosfellsbæjar 2007 200702178
Úthlutun árlegra styrkja úr Lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar á grundvelli framlagðra umsókna á 116. fundi menningarmálanefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 117. fundar menningarmálanefndar staðfest með sjö atkvæðum.
9. Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 194200703009F
Fundargerð 194. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram og afgreidd í einstökum liðum.
9.1. Iðnaðarsvæði við Desjamýri, endurskoðun deiliskipulags 200611212
Lagður verður fram og kynntur nýr tillöguuppdráttur frá Kanon arkitektum, dags. 5.3.2007. Var frestað á 193. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 194. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
9.2. Umsókn um leyfi fyrir moldartipp norðan undir Helgafelli 200701185
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 192. fundi.%0DFrestað á 193. fundi. Lögð fram umsögn Yngva Þórs Loftssonar landslagsarkitekts og bókun umhverfisnefndar frá 2. mars 2007.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 194. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
9.3. Mosfellsdalur, kostnaðaráætlun fyrir gatnagerð 200703011
Lögð verður fram og kynnt skýrsla Reynis Elíeserssonar hjá VGK-hönnun, sbr. bókanir á 185. fundi.%0DVar frestað á 193. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 194. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
9.4. Sveinseyri, umsókn um endurbætur og lagfæringar á húsum 200702141
Sigurður G. Tómasson og Steinunn Bergsteinsdóttir sækja með bréfi dags. 22. febrúar um leyfi til endurbóta og lagfæringa á húsum á Sveinseyri skv. meðf. uppdráttum.%0DVar frestað á 193. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 194. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
9.5. Kvíslartunga 90-94, ósk um breytingu á deiliskipulagi. 200702022
Einar V. Tryggvason arkitekt sækir þann 1. febrúar 2007 f.h. RB húsa ehf. um breytingu á deiliskipulagi lóðanna Kvíslartungu 90, 92 og 94 skv. meðf. tillöguuppdráttum. Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 192. fundi, og lögð fram umsögn skipulagshöfunda um málið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 194. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
9.6. Kvíslartunga 118, umsókn um stækkun á byggingarreit 200702006
Kjartan Jón Bjarnason sækir með bréfi dags. 1. febrúar 2007 um stækkun á byggingarreit skv. meðf. uppdráttum Arnar Sigurðssonar arkitekts. Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 192. fundi, og lögð fram umsögn skipulagshöfunda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 194. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
9.7. Umsókn um starfsmannabúðir á Tungumelum 200701289
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 192. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 194. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
9.8. Hamrabrekka Miðdalslandi - ósk um breytingu á deiliskipulagi 200701250
Erindi Soffíu Völu Tryggvadóttur og Vilhjálms Ólafssonar dags. 14.02.2007 tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 193. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
9.9. Bjargslundur, deiliskipulagsbreyting 200612011
Grenndarkynningu á óverulegri breytingu á deiliskipulagi frá Reykjalundarvegi að Húsadal lauk þann 8. mars. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 194. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
9.10. Helgafellsland - deiliskipulag tengibrautar 200608199
Lögð fram bréf skipulagsfulltrúa til Skipulagsstofnunar dags. 21. febrúar og svar stofnunarinnar dags. 5. mars 2007, þar sem hún kemst að þeirri niðurstöðu að deiliskipulag tengibrautar í Helgafellslandi falli undir ákvæði laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Einnig lögð fram samþykkt bæjarráðs frá 8. mars 2007 um að fela skipulags- og byggingarnefnd að láta endurskoða tillögugögn deiliskipulagsins með hliðsjón af niðurstöðu Skipulagsstofnunar, með það fyrir augum að endurskoðuð tillaga ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst til kynningar skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga og 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 194. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
10. Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 195200703014F
Fundargerð 195. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram og afgreidd í einstökum liðum.
10.1. Leirvogstunga 12, ósk um rif á bílskúr 200703073
Guðmundur Magnússon og Selma Bjarnadóttir óska þann 6. mars 2007 eftir leyfi til að rífa bílskúr að Leirvogstungu 12 og byggja annan minni í staðinn. Jafnframt óska þau eftir að mismunur á gatnagerðargjaldi komi til frádráttar við álagningu á aðrar lóðir þeirra á svæðinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 195. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
10.2. Umsókn um leyfi fyrir moldartipp norðan undir Helgafelli 200701185
Tekið fyrir að nýju, sbr. umræður á 194. fundi. Gerð verður grein fyrir viðræðum við eigendur Helgafellsnáma.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 195. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
10.3. Umsókn um starfsmannabúðir á Tungumelum 200701289
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 194. fundi. Gerð verður grein fyrir viðræðum við Vinnueftirlit.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 195. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
10.4. Ístak, umsókn um deiliskipulag á Tungumelum 200703032
Teitur Gústafsson f.h. Ístaks óskar þann 2. mars eftir því að nefndin samþykki að unnið verði að deiliskipulagi á Tungumelum skv. meðf. uppdrætti frá Arkitektastofunni OG, dags. 01.03.2007.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.5. Helgafellsland, deiliskipulag 3. áfanga 200608200
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókanir á 191. og 193. fundi. Lagður verður fram endurskoðaður tillöguuppdráttur og endurskoðuð drög að svörum við athugasemdum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 195. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
10.6. Leirvogstunga, breytingar á deiliskipulagi des. 06 200612145
Tekið fyrir að nýju, var vísað aftur til nefndarinnar til nánari skoðunar af Bæjarstjórn. Lögð verður fram tillaga um að hámarksnýtingarhlutfall tveggja hæða einbýlishúsa á svæðum 1, 2 og 3 hækki úr 0,4 í 0,5.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 195. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
10.7. Leirvogstunga 2-10, fyrirspurn um hækkun mænishæðar 200703102
Gunnar Helgason spyrst þann 15. mars 2007 fyrir um það hvort leyft yrði að byggja á lóðunum hús skv. meðf. tillöguteikningum með einhalla þaki og mestu þakhæð 5,65 m í stað 5,5 m eins og skilmálar leyfa. Einnig hvort leyft yrði að gera millipall yfir hluta húss.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 195. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
10.8. Hamrabrekka Miðdalslandi - ósk um breytingu á deiliskipulagi 200701250
Tekið fyrir að nýju sbr. bókanir á 192. og 193. fundi. Gerð verður grein fyrir áliti lögmanns Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 195. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
10.9. Háholt 7, umsókn um lóðarstækkun. 200603130
Lögð fram tillaga frá ArkForm teiknistofu dags. 9.02.2007, sem gerir ráð fyrir lóðarstækkun og hækkun nýtingarhlutfalls, að núverandi byggingar hækki um eina hæð og að hótel geti stækkað til austurs með byggingum af sömu hæð. Málinu var upphaflega vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 07.09.2007.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
10.10. Urðarholt 2-4, umsókn um breytingu á innra fyrirkomulagi og afmörkun eigna á 3.hæð í húsi nr. 4 200701168
Trausti S. Harðarson arkitekt f.h. Aurelio Ferro óskar þann 12. febrúar eftir að nefndin taki til endurskoðunar ákvörðun sína á 189. fundi um að hafna breytingu skrifstofuhúsnæðis í íbúðir.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
10.11. Ósk Landsnets um að jarðstrengur og ljósleiðari verði færður inn á aðalskipulag Mosfellsbæjar 200703010
Árni Jón Elíasson óskar þann 22. febrúar 2007 f.h. Landsnets eftir því að aðalskipulagi Mosfellsbæjar verði breytt og inn á það færður fyrirhugaður jarðstrengur frá Nesjavallavirkjun að Geithálsi.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
10.12. Laxnes II - ósk um breytingu á svæðis- og aðalskipulagi 200703107
Haraldur L. Haraldsson óskar þann 28. febrúar 2007 f.h. Laxnessbúsins eftir breytingum á aðal- og svæðisskipulagi, þannig að vatnsverndarsvæði um Guddulaug verði fellt niður og landnotkun í landi Laxness II verði breytt í blandaða landnotkun eða íbúðarbyggð.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 131200703004F
Fundargerð 131. afgreiðslufundar byggingarfulltrúar lögð fram og afgreidd í einstökum liðum.
12. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 87200703015F
Fundargerð 87. fundar umhverfisnefndar lögð fram og afgreidd í einstökum liðum.
12.1. Ráðstefna um Staðardagskrá 21 200703063
Oddgeir Árnason mun kynna það helsta sem fram kom á Staðardagskrárráðstefnu í Osló.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.2. Ræktun jarðvegsmana í Leirvogstungu 200702194
Bjarni Sv. Guðmundsson og Áslaug Traustadóttur munu mæta á fundinn og gera grein fyrir ræktun jarðvegsmana.
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tók: MM.%0D%0DLagt fram.
12.3. Erindi Rannsóknarnefndar umferðarslysa v. vörslu búfjár innan bæjarmarka Mosfellsbæjar 200703046
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 87. fundar umhverfisnefndar staðfest með sjö atkvæðum.