29. mars 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Mosforeldrar - ályktun stofnfundar200702002
Erindinu er vísað frá 179. fundi fræðslunefndar.%0D
Samþykkt með þremur atkvæðum að fulltrúar foreldraráða og áheyrnarfulltrúar foreldra í fræðslunefnd fengju greitt fyrir fundarsetu á fræðslunefndarfundum. Kostnaðurinn kr. 892.091 vegna ársins 2007 verði tekinn af liðnum ófyrirséð.
2. Erindi frá Varmársamtökunum v. úttekt á möguleikum við lagningu tengibrautar200703113
Erindið var áður á dagskrá 818. fundar bæjarráðs og þá frestað.
Til máls tóku: HSv, JBH, JS og SÓJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Almenn erindi
3. Erindi Landsnets varðandi aðalskipulagsbreytingu vegna háspennulínu í Mosfellsbæ200703143
Til máls tóku: JBH og HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
4. Fasteignaskattur / -gjöld á aðstöðu Flugklúbbs Mosfellsbæjar200703146
Til máls tóku: HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjármálastjóra til umsagnar.
5. Sorpa bs - ársreikningur fyrir árið 2006200703153
Ársreikningurinn lagður fram.
6. Samningur milli Menntamálaráðuneytisins og Mosfellsbæjar um fornleifauppgröft og -rannsóknir við Hrísbrú200703154
Til máls tóku: MM og BÞÞ.%0DSamningur Menntamálaráðuneytisins og Mosfellsbæjar vegna fornleifauppgröfts og fornleifarannsókna að Hrísbrú í Mosfellsbæ samþykktur með þremur atkvæðum. Bæjarráð fagnar samningnum og sendir hann til menningarmálanefndar til kynningar.
7. Erindi Kiwanisklúbbsins Geysis varðandi styrk til greiðslu fasteignagjalda200703162
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjármálastjóra til umsagnar.
8. Strætó bs ársreikningur fyrir árið 2006200703163
Til máls tóku: HSv og MM.%0DÁrsreikningurinn lagður fram.
9. Erindi Félagsmálaráðuneytis varðandi synjun á lögheimilisskráningu200703189
Til máls tóku: SÓJ, HSv og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar bæjarritara.
10. Krikaskóli - útboð og framkvæmdir200703192
Þessu erindi fylgja stórar og miklar skýrslur sem ekki eru sendar út í ljósriti og bæjarráðsmenn beðnir um að nálgast þér í gegnum fundargáttina.
Til máls tóku: BÞÞ, JBH, HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarverkfræðingi og forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs að auglýsa forval vegna Krikaskóla í samræmi við framlagt minnisblað þeirra.
11. Samkomulag vegna kjarasamnings LN og KÍ200703199
Gerð er grein fyrir nýgerðu samkomulagi milli Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambandsins frá 8. mars sl., með fylgir kostnaðarútreikningur.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita aukafjárveitingu vegna nýgerðs samkomulags LN og KÍ og að heildarkostnaðurinn kr. 4.044.339 verði tekinn af liðnum ófyrirséð.
12. Minnisblað Þorsteins Sigvaldas. v. gangstéttagerð í Krikahverfi200703198
Til máls tóku: JBH, JS, HSv og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila tæknideild að bjóða út gangstéttargerð í Krikahverfi, Hlíðartúnshverfi og Reykjahverfi.