Mál númer 200610043
- 1. nóvember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #453
Áður á dagskrá 796. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að óska umsagnar bæjarverkfræðings.%0D
Til máls tóku: JS, HSv og MM.%0D%0DTillaga vegna 1. máls í fundargerð bæjarráðs no.798 um tengibraut í stokk undir Ásland.%0DBæjarfulltrúar Samfylkingar gera það að tillögu sinni að bæjarstjórn samþykki að þessi kostur á tengibraut við Helgafellsland verði skoðaður nánar. Hann ásamt öðrum hugsanlegum lausnum á tengibraut við Helgafellshverfi verði skoðaðir með tilliti til áhrifa á náttúru svæðisins, umferð, búsetu, atvinnu- og mannlíf, tæknilegra útfærslu og kostnaðar við framkvæmdir. Með þessum hætti er hægt að bera saman mismunandi lausnir með raunhæfum hætti. Varmáin og umhverfi hennar sem útivistarperla í hjarta bæjarins er hagsmunarmál allra bæjarbúa. %0DÞví væri það eðlilegt að í framhaldi slíkrar skoðunar á mismunandi lausnum væri valið lagt í hendur bæjarbúa. %0D%0DTillagan borin upp og felld með fjórum atkvæðum gegn tveimur.%0D%0DBæjarfulltrúar D- og V- lista vilja þakka Varmársamtökunum fyrir þann áhuga sem þau hafa sýnt varðandi vegtengingar í Helgafellshverfi og hugmyndir þar að lútandi. Ljóst er hinsvegar að tillaga samtakanna um stokk undir Ásland og mislæg gatnamót á þeim stað við Vesturlandsveg er ekki raunhæf. Samkvæmt umsögn bæjarverkfræðins er kostnaður við þá lausn um 1.000 mkr. meiri en við þegar kynnta lausn þar sem kaupa þarf upp þó nokkur hús í hverfinu og rífa til að hugmyndin sé framkvæmanleg. Auk þess hefur aldrei verið gert ráð fyrir tenginum við Helgafellshverfi á þessum stað og því væri verið að ganga verulega á rétt þeirra íbúa sem þarna búa ef kúvent væri í skipulagsmálum eins og hér er lagt til. Jafnframt má fullyrða að tenging á þessum stað yrði atvinnustarfssemi og ferðaþjónustu í Álafosskvos mjög erfið þar sem gatnamótum á núverandi stað yrði lokað vegna stefnu Vegagerðarinnar þar um.%0D
- 1. nóvember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #453
Áður á dagskrá 796. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að óska umsagnar bæjarverkfræðings.%0D
Til máls tóku: JS, HSv og MM.%0D%0DTillaga vegna 1. máls í fundargerð bæjarráðs no.798 um tengibraut í stokk undir Ásland.%0DBæjarfulltrúar Samfylkingar gera það að tillögu sinni að bæjarstjórn samþykki að þessi kostur á tengibraut við Helgafellsland verði skoðaður nánar. Hann ásamt öðrum hugsanlegum lausnum á tengibraut við Helgafellshverfi verði skoðaðir með tilliti til áhrifa á náttúru svæðisins, umferð, búsetu, atvinnu- og mannlíf, tæknilegra útfærslu og kostnaðar við framkvæmdir. Með þessum hætti er hægt að bera saman mismunandi lausnir með raunhæfum hætti. Varmáin og umhverfi hennar sem útivistarperla í hjarta bæjarins er hagsmunarmál allra bæjarbúa. %0DÞví væri það eðlilegt að í framhaldi slíkrar skoðunar á mismunandi lausnum væri valið lagt í hendur bæjarbúa. %0D%0DTillagan borin upp og felld með fjórum atkvæðum gegn tveimur.%0D%0DBæjarfulltrúar D- og V- lista vilja þakka Varmársamtökunum fyrir þann áhuga sem þau hafa sýnt varðandi vegtengingar í Helgafellshverfi og hugmyndir þar að lútandi. Ljóst er hinsvegar að tillaga samtakanna um stokk undir Ásland og mislæg gatnamót á þeim stað við Vesturlandsveg er ekki raunhæf. Samkvæmt umsögn bæjarverkfræðins er kostnaður við þá lausn um 1.000 mkr. meiri en við þegar kynnta lausn þar sem kaupa þarf upp þó nokkur hús í hverfinu og rífa til að hugmyndin sé framkvæmanleg. Auk þess hefur aldrei verið gert ráð fyrir tenginum við Helgafellshverfi á þessum stað og því væri verið að ganga verulega á rétt þeirra íbúa sem þarna búa ef kúvent væri í skipulagsmálum eins og hér er lagt til. Jafnframt má fullyrða að tenging á þessum stað yrði atvinnustarfssemi og ferðaþjónustu í Álafosskvos mjög erfið þar sem gatnamótum á núverandi stað yrði lokað vegna stefnu Vegagerðarinnar þar um.%0D
- 26. október 2006
Bæjarráð Mosfellsbæjar #798
Áður á dagskrá 796. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að óska umsagnar bæjarverkfræðings.%0D
Karl Tómasson vék af fundi undir þessum dagskrárlið og sæti tók varamaður hans tók Jóhanna B. Magnúsdóttir.%0D%0DTil máls tóku: JBH, HSv, JS, MM, JBM og SÓJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
- 18. október 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #452
Afgreiðsla 796. fundar bæjarráðs um að vísa erindinu til bæjarverkfræðings til umsagnar staðfest með sjö atkvæðum.
- 18. október 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #452
Afgreiðsla 796. fundar bæjarráðs um að vísa erindinu til bæjarverkfræðings til umsagnar staðfest með sjö atkvæðum.
- 12. október 2006
Bæjarráð Mosfellsbæjar #796
Til máls tóku:HSv,JS,MM,KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarverkfræðings til umsagnar.