Mál númer 202306571
- 30. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #833
Erindi landeigenda Akra L123613 og Reykjahvols L123756 með þar sem þess er óskað að gerður verði uppbyggingarsamningur í tengslum við ósk um uppbyggingu á landi málshefjenda.
Afgreiðsla 1589. fundar bæjarráðs samþykkt á 833. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. ágúst 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1589
Erindi landeigenda Akra L123613 og Reykjahvols L123756 með þar sem þess er óskað að gerður verði uppbyggingarsamningur í tengslum við ósk um uppbyggingu á landi málshefjenda.
Erindi málshefjenda varðandi uppskiptingu á landi Akra og Reykjahvols er til umfjöllunar í skipulagsnefnd, en nefndin vísaði málinu til frekari skoðunar umhverfissviðs á 592. fundi. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindi málshefjenda um uppbyggingarsamning til skoðunar umhverfissviðs og bæjarlögmanns þannig að erindi málshefjenda verði skoðuð með heildstæðum hætti.