Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. júní 2025 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns

Fundargerð ritaði

Ómar Karl Jóhannesson skrifstofu bæjarlögmanns


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Út­hlut­un lóð­ar­inn­ar Langi­tangi 9-13202504416

    Tillaga um að hafna öllum framkomnum tilboðum í byggingarrétt lóðarinnar Langitangi 9-13 vegna mistaka í úthlutunarferlinu og um ákvörðun nýrrar úthlutunar sömu lóðar.

    Með vís­an til fyr­ir­liggj­andi til­lögu sam­þykk­ir bæj­ar­ráð með 5 at­kvæð­um að hafna fram­komn­um til­boð­um í bygg­ing­ar­rétt lóð­ar­inn­ar Langi­tangi 9-13 og að ný út­hlut­un lóð­ar­inn­ar fari fram.

    • 2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028202401260

      Tillaga um viðauka 2 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um full­trúa B, S og C lista fyr­ir­liggj­andi við­auka 2 við fjár­hags­áætlun 2025 til 2028. Heild­aráhrif við­auk­ans á fjár­hags­áætl­un­ina eru þau að rekstr­arnið­ur­staða og hand­bært fé lækka um 20 m.kr. Full­trú­ar D lista sátu hjá.

      Bók­un D lista: Full­trú­ar D-lista sitja hjá við af­greiðslu máls­ins þar sem við erum ósam­mála hækk­un á að­gangs­eyri í sund­laug­ar Mos­fells­bæj­ar. Að­gangs­eyr­ir að sund­laug­um hækk­aði um síð­ustu ára­mót ásamt flest­um öðr­um gjöld­um sveit­ar­fé­lags­ins og telj­um við að nóg sé kom­ið af hækk­un álaga á íbúa Mos­fells­bæj­ar.

      Bók­un B, S og C lista: Hækk­un á gjald­skrám um ára­mót­in var und­ir verð­lags­þró­un. Það var ákvörð­un meiri­hluta B, S og C lista að hækk­un­in yrði ekki meiri sem lið­ur í bar­átt­unni við verð­bólg­una í land­inu.
      Nú­ver­andi gjaldskrá í sund í Mos­fells­bæ er sú lægsta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu auk þess sem börn, ör­yrkj­ar og elli­líf­eyr­is­þeg­ar fá ókeyp­is að­g­ang. Hér er um að ræða 100 króna hækk­un á ein­skipt­is að­gangi sem er til þess fallin að sam­ræma gjald­skrána við aðra sund­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
      Þá árétt­ar meiri­hluti B, S og C lista að þeg­ar hef­ur ver­ið far­ið í 200 millj­óna króna hag­ræð­ingu í rekstri bæj­ar­ins auk þess sem ný­sam­þykkt­ar breyt­ing­ar á stjórn­kerfi bæj­ar­ins hafa einn­ig í för með sér enn frek­ari sparn­að.

      Gestir
      • Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsvið
      • 3. Rekst­ur deilda janú­ar til mars 2025202505519

        Yfirlit yfir rekstur deilda Mosfellsbæjar janúar til mars 2025.

        Pét­ur J. Lockton, sviðs­stjóri fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs, fór yfir rekst­ur A og B hluta janú­ar til mars 2025.

        Gestir
        • Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
      • 4. Stækk­un hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra201812038

        Lagt er til að nýtt samkomulag um stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra verði samþykkt.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um nýtt sam­komulag um stækk­un hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra og fel­ur bæj­ar­stjóra að und­ir­rita sam­komu­lag­ið fyr­ir hönd bæj­ar­ins. Bæj­ar­ráð fagn­ar að sam­starf­samn­ing­ur við rík­is­sjóð sé í höfn og að hjúkr­un­ar­rým­um fjölgi úr 44 í 66.

        Gestir
        • Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
      • 5. Við­auki við sam­starfs­samn­ing Mos­fells­bæj­ar og Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar202506426

        Tillaga um viðauka við samstarfssamning Mosfellsbæjar og Golfklúbbs Mosfellsbæjar.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um fram­lagð­an við­auka við sam­starfs­samn­ing Mos­fells­bæj­ar og Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar og fel­ur bæj­ar­stjóra und­ir­rit­un hans.

        Gestir
        • Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsumála
        • Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhætturstýringarsviðs
        • 6. Krakka Mosó 2025202410207

          Tillaga til bæjarráðs um framkvæmd verkefna sem urðu hlutskörpust í Krakka Mosó 2025.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um fram­kvæmd þriggja verk­efna í sam­ræmi við nið­ur­stöð­ur Krakka Mosó 2025 en ósk­ar eft­ir því að sam­ráð verði haft við Ung­mennaráð Mos­fells­bæj­ar um út­færslu á verk­efni 3 eins og því er lýst í til­lög­unni. Bæj­ar­ráð þakk­ar þeim nem­end­um og skól­um sem tóku þátt í verk­efn­inu og starfs­mönn­um Mos­fells­bæj­ar fyr­ir afar já­kvæða og góða fram­kvæmd verk­efn­is­ins.

          Gestir
          • Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsumála
          • 7. Blágræn­ar of­an­vatns­lausn­ir (BGO)202506335

            Óskað er heimildar bæjarráðs til bjóða út gerð tveggja settjarna.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að heim­ila út­boð á gerð tveggja sett­jarna í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

            Gestir
            • Jóhanna B Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
            • 8. Veg­ur frá heim­reið að Lax­nesi 1 að golf­klúbbn­um Bakka­koti202004309

              Frávísunarúrskurður Landsréttar í máli sem höfðað var gegn Mosfellsbæ og Golfklúbbi Mosfellsbæjar lagður fram og kynntur.

              Lagt fram og kynnt.

              Formað­ur bæj­ar­ráðs til­kynn­ir að næsti fund­ur bæj­ar­ráðs verði hald­inn þann 10. júlí 2025.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:23