26. júní 2025 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns
Fundargerð ritaði
Ómar Karl Jóhannesson skrifstofu bæjarlögmanns
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Úthlutun lóðarinnar Langitangi 9-13202504416
Tillaga um að hafna öllum framkomnum tilboðum í byggingarrétt lóðarinnar Langitangi 9-13 vegna mistaka í úthlutunarferlinu og um ákvörðun nýrrar úthlutunar sömu lóðar.
Með vísan til fyrirliggjandi tillögu samþykkir bæjarráð með 5 atkvæðum að hafna framkomnum tilboðum í byggingarrétt lóðarinnar Langitangi 9-13 og að ný úthlutun lóðarinnar fari fram.
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028202401260
Tillaga um viðauka 2 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum fulltrúa B, S og C lista fyrirliggjandi viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2025 til 2028. Heildaráhrif viðaukans á fjárhagsáætlunina eru þau að rekstrarniðurstaða og handbært fé lækka um 20 m.kr. Fulltrúar D lista sátu hjá.
Bókun D lista: Fulltrúar D-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins þar sem við erum ósammála hækkun á aðgangseyri í sundlaugar Mosfellsbæjar. Aðgangseyrir að sundlaugum hækkaði um síðustu áramót ásamt flestum öðrum gjöldum sveitarfélagsins og teljum við að nóg sé komið af hækkun álaga á íbúa Mosfellsbæjar.
Bókun B, S og C lista: Hækkun á gjaldskrám um áramótin var undir verðlagsþróun. Það var ákvörðun meirihluta B, S og C lista að hækkunin yrði ekki meiri sem liður í baráttunni við verðbólguna í landinu.
Núverandi gjaldskrá í sund í Mosfellsbæ er sú lægsta á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem börn, öryrkjar og ellilífeyrisþegar fá ókeypis aðgang. Hér er um að ræða 100 króna hækkun á einskiptis aðgangi sem er til þess fallin að samræma gjaldskrána við aðra sundstaði á höfuðborgarsvæðinu.
Þá áréttar meirihluti B, S og C lista að þegar hefur verið farið í 200 milljóna króna hagræðingu í rekstri bæjarins auk þess sem nýsamþykktar breytingar á stjórnkerfi bæjarins hafa einnig í för með sér enn frekari sparnað.Gestir
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsvið
3. Rekstur deilda janúar til mars 2025202505519
Yfirlit yfir rekstur deilda Mosfellsbæjar janúar til mars 2025.
Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs, fór yfir rekstur A og B hluta janúar til mars 2025.
Gestir
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
4. Stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra201812038
Lagt er til að nýtt samkomulag um stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra verði samþykkt.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum nýtt samkomulag um stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd bæjarins. Bæjarráð fagnar að samstarfsamningur við ríkissjóð sé í höfn og að hjúkrunarrýmum fjölgi úr 44 í 66.
Gestir
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
5. Viðauki við samstarfssamning Mosfellsbæjar og Golfklúbbs Mosfellsbæjar202506426
Tillaga um viðauka við samstarfssamning Mosfellsbæjar og Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum framlagðan viðauka við samstarfssamning Mosfellsbæjar og Golfklúbbs Mosfellsbæjar og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Gestir
- Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsumála
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhætturstýringarsviðs
6. Krakka Mosó 2025202410207
Tillaga til bæjarráðs um framkvæmd verkefna sem urðu hlutskörpust í Krakka Mosó 2025.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um framkvæmd þriggja verkefna í samræmi við niðurstöður Krakka Mosó 2025 en óskar eftir því að samráð verði haft við Ungmennaráð Mosfellsbæjar um útfærslu á verkefni 3 eins og því er lýst í tillögunni. Bæjarráð þakkar þeim nemendum og skólum sem tóku þátt í verkefninu og starfsmönnum Mosfellsbæjar fyrir afar jákvæða og góða framkvæmd verkefnisins.
Gestir
- Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsumála
7. Blágrænar ofanvatnslausnir (BGO)202506335
Óskað er heimildar bæjarráðs til bjóða út gerð tveggja settjarna.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila útboð á gerð tveggja settjarna í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna B Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
8. Vegur frá heimreið að Laxnesi 1 að golfklúbbnum Bakkakoti202004309
Frávísunarúrskurður Landsréttar í máli sem höfðað var gegn Mosfellsbæ og Golfklúbbi Mosfellsbæjar lagður fram og kynntur.
Lagt fram og kynnt.
Formaður bæjarráðs tilkynnir að næsti fundur bæjarráðs verði haldinn þann 10. júlí 2025.