Mál númer 2021041626
- 19. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #783
Erindi frá Selhól ehf. varðandi uppbyggingu á Lágafellslandi, dags. 27. apríl 2021.
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir víkur af fundi vegna vanhæfis undir þessum dagskrárlið.
Tillaga fulltrúa Miðflokksins
Bæjarstjórn vísar málinu aftur til bæjarráðs og óskað eftir samþykki hins raunverulega eiganda landsins, þ.e. Lágafellsbyggingar ehf kt. 620604-2750, á að viðræður fari fram um land í hans eigu.Tillagan felld með sex atkvæðu. Fulltrúar M-lista og L-lista studdu tillöguna.
Bókun M-lista
Hér liggur aðeins fyrir erindi frá kauptilboðshafa þar sem óskað er eftir viðræðum við Mosfellsbæ um deiliskipulag á landi sem bréfritarar eiga ekki. Ekki er séð að samþykki þingslýsts eiganda liggi fyrir. Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar bæjaryfirvöld taka upp á því að taka þátt í deiliskipulagsviðræðum við þá sem ekki eiga þær eignir sem umræðuefnið snýr að. Sökum þessa hafnar fulltrúi Miðflokksins þessu.Bókun V- og D-lista
Til áréttingar er bent á það að eins og fram hefur komið á þessum bæjarstórnarfundi er ekki fyrirhugaðað að bæjarstjóri hefji viðræður við bréfritara um deiliskipulag á Lágafellslandi.
Afgreiðsla 1488. fundar bæjarráðs samþykkt á 783. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum. Fulltrúi L-lista sat hjá. Fulltrúi M-lista greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni. - 6. maí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1488
Erindi frá Selhól ehf. varðandi uppbyggingu á Lágafellslandi, dags. 27. apríl 2021.
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir víkur af fundi vegna vanhæfis undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara um erindið.