Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. maí 2023 kl. 15:45,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Í Úlfars­fellslandi L125498 - fyr­ir­spurn um gesta­hús á lóð202212161

    Skipulagsnefnd samþykkti á 582. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingaráform fyrir gestahús á frístundalóð L125498 við Hafravatn, í samræmi við gögn dags. 25.11.2022. Tillaga að breytingu var aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi og gögnum sem send voru til aðliggjandi landeigenda landa L125485, L125499, L125497 og L222515. Athugasemdafrestur var frá 09.03.2023 til og með 11.04.2023. Engar athugasemdir bárust.

    Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust við kynnt áform, með vís­an í 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, teljast áformin sam­þykkt og er bygg­ing­ar­full­trúa heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.

  • 2. Greni­byggð 22-24 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202211363

    Skipulagsfulltrúi samþykkti á 66. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform fyrir breytingu á húsnæði Grenibyggðar 22-24, í samræmi við gögn dags. 22.11.2022. Undirbúin var grenndarkynning fyrir skráða og þinglýsta húseigendur að Grenibyggð 13, 15, 17, 20, 22, 24 og 26. Mosfellsbæ hafa borist gögn þar sem allir hlutaðeigandi hagaðilar hafa skrifað undir þar til gerðan lista og lýst því yfir að ekki séu gerðar athugasemdir við hina leyfisskyldu framkvæmd, í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Þar sem að und­ir­ritað sam­þykki ligg­ur fyr­ir, með vís­an í 3. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi að stytta kynningartímabil grenndarkynningarinnar. Teljast áformin sam­þykkt og er bygg­ing­ar­full­trúa heim­ilt að afgreiða byggingaráform og gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.

  • 3. Flugu­mýri 6 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1,202304017

    Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Guðmundi Hreinssyni, f.h. Bílastæðamálun Ása ehf., til að reisa 66,2 m² viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6, í samræmi við gögn dags. 24.03.2023. Erindinu var vísað til skipulagsfulltrúa á 497. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir athafnasvæðið.

    Þar sem að ekki er í gildi deili­skipu­lag sem upp­fyll­ir ákvæði skipu­lagslaga nr. nr. 123/2010 og skipu­lags­reglu­gerð nr. 90/2013 sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi, í sam­ræmi við af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, að bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn­in skuli grennd­arkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og eigendum húss að Flugumýri 8.

    • 4. Mið­dal­ur land nr. 213970 - ósk um gerð deili­skipu­lags201711111

      Skipulagsnefnd samþykkti á 589. fundi sínum að endurauglýsa deiliskipulag fyrir frístundabyggð í Miðdal L213970 vegna tímafrests og ákvæða í 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í samráði við Skipulagsstofnun er þó talin þörf á að endurauglýsa uppfærð gögn eftir almenna auglýsingu þar sem enn er ekki liðið ár frá kynningu, með vísan í 2. mgr. 42. gr. sömu laga. Tillagan er því lögð fram að nýju til afgreiðslu skipulagsfulltrúa eftir uppfærslu gagna og auglýsingu sem lauk 08.08.2022. Umsagnir og athugasemdir voru teknar fyrir á 572. fundi skipulagsnefndar þann 23.09.2022.

      Þar sem brugð­ist hef­ur ver­ið við at­huga­semd­um eft­ir aug­lýs­ingu og gögn upp­færð skoð­ast til­lag­an sam­þykkt með vís­an í af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar og mun skipulagsfulltúi annast gildis­töku henn­ar skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sömu laga.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15