Mál númer 202203131
- 23. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #801
Erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjarfulltrúa L-lista, varðandi birtingu þjónustukannana á vef Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1526. fundar bæjarráðs samþykkt á 801. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #801
Erindi Stefáns Ómars Jónssonar bæjarfulltrúa L-lista varðandi birtingu þjónustukannana á vef Mosfellsbæjar. Máli frestað frá síðasta fundi.
Afgreiðsla 1527. fundar bæjarráðs samþykkt á 801. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. mars 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1527
Erindi Stefáns Ómars Jónssonar bæjarfulltrúa L-lista varðandi birtingu þjónustukannana á vef Mosfellsbæjar. Máli frestað frá síðasta fundi.
Könnun á þjónustu sveitarfélaga er árlega rædd í bæjarráði og birt með fundargerð viðkomandi fundar auk þess sem bæjarráð hefur vísað könnunni til kynningar í fastanefndum bæjarins. Viðkomandi fastanefnd tekur í kjölfarið afstöðu til þess hvort niðurstaðan kalli á aðgerðir. Í kjölfar þeirra umræðu er könnunin vistuð á vef Mosfellsbæjar auk þess sem rituð hefur verið sérstök frétt um niðurstöðu hvers árs. Þá hefur bæjarráð verið upplýst um að í fyrra var til viðbótar við kaup á könnun Gallup aflað upplýsinga með framkvæmd rýnihópa í skipulagsmálum og þjónustu við aldraða og unnin spurningakönnun í málefnum fatlaðs fólks. Framkvæmdastjórum sviða og forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar var falið af bæjarstjóra að vinna úr öllum ofangreindum gögnum samantekt sem lýsi aðgerðum sem þegar hefur verið gripið til, sjónarmiðum íbúa og mögulegum umbótum þar sem það á við og verður hún kynnt með heildstæðum hætti fyrir bæjarráði.
- 10. mars 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1526
Erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjarfulltrúa L-lista, varðandi birtingu þjónustukannana á vef Mosfellsbæjar.
Frestað vegna tímaskorts.