Mál númer 202202316
- 23. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #801
Tillaga um veitingu styrkja til félaga og félagasamtaka árið 2022 til greiðslu fasteignaskatts á grundvelli reglna Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1527. fundar bæjarráðs samþykkt á 801. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. mars 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1527
Tillaga um veitingu styrkja til félaga og félagasamtaka árið 2022 til greiðslu fasteignaskatts á grundvelli reglna Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að veita styrki skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka þannig að veittur sé styrkur fyrir 90% af fasteignaskatti, þó að hámarki kr. 1.000.000 til hvers félags í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði. Þau félög sem veittur er styrkur á árinu 2022 eru Flugklúbbur Mos, Rauði krossinn í Mosfellsbæ og Skátafélagið Skjöldungur. Heildarfjárhæð styrkja er kr. 1.306.700.