Mál númer 202309509
- 25. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #837
Borist hefur erindi frá Aðalsteini Snorrasyni, dags. 19.09.2023, með ósk um heimild fyrir aukaíbúð í húsi að Sölkugötu 17, í samræmi við fyrirliggjandi gögn og uppdrætti. Fyrirspurn samræmist ákvæðum deiliskipulags 3. áfanga Helgafellshverfis, samþykkt 11.04.2007.
Afgreiðsla 598. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 837. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. október 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #598
Borist hefur erindi frá Aðalsteini Snorrasyni, dags. 19.09.2023, með ósk um heimild fyrir aukaíbúð í húsi að Sölkugötu 17, í samræmi við fyrirliggjandi gögn og uppdrætti. Fyrirspurn samræmist ákvæðum deiliskipulags 3. áfanga Helgafellshverfis, samþykkt 11.04.2007.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við teikningar. Í ákvæðum deiliskipulags kemur fram að skipulags- og byggingarnefnd geti heimilað gerð aukaíbúðar í einbýlishúsum ef aðstæður á lóð leyfa. Hámarksstærð íbúðar er 80 m2, sú eign skal ekki vera séreign og hús skráð á einu fastanúmeri. Gera skal ráð fyrir einu bílastæði á lóð. Byggingarfulltrúa er heimilt að afgreiða byggingaráform og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.