Mál númer 202005089
- 27. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #762
Greiðslur til samgöngusáttmála - til kynningar.
Tillaga M-lista:
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar leggur til að Borgarlínuverkefninu verði frestað um óákveðinn tíma. Þess í stað verði lögð áhersla á að fjármagni, sem annars yrði varið í það verkefni, sé ráðstafað í lagninu Sundabrautar með nýju samkomulagi á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að senda erindi þessa efnis til hlutaðeigandi aðila að framangreindum sáttmála.Tillögunni er hafnað með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista kýs með tillögunni.
Bókun M-lista:
Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ telur að líkur eru á því að Borgarlínuverkefnið, eins og það stendur í dag, geti orðið dragbítur á fjárhag sveitarfélaga og aðrar samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum sem eru hagkvæmari, sbr. Sundabraut sem er nánast tilbúið verkefni sem getur skapað störf mun fyrr. Mikilvægt er því að fresta Borgarlínuverkefninu um óákveðin tíma en huga að því engu að síður sem ákveðnum kosti sem ekki er tímabær. Fjármagn það sem ætlað er í Borgarlínuverkefnið er ekki vel skilgreint, lítið sem ekkert vitað um rekstrarkostnað og engar áætlanir liggja fyrir áður en hafist var handa við það verkefni. Því er í því fólgin mikil áhætta. Sundabraut er hins vegar vel skilgreint verkefni, bráðnauðsynlegt og arðbærara verkefni langt umfram það sem ætla má varðandi Borgarlínuverkefnið.
Afgreiðsla 1443. fundar bæjarráðs samþykkt á 762. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. - 20. maí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1444
Greiðslur til samgöngusáttmála - til kynningar.
Lagt fram til kynningar.