29. janúar 2008 kl. 07:00,
bæjarráðssal
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Aðalskipulag, breyting vegna Leirvogstungu200801207
Tekin fyrir tillaga að breytingu á aðalskipulagi, sem felst í stækkun íbúðarsvæðis í átt að Vesturlandsvegi, til aðlögunar að breyttu veghelgunarsvæði. Áður kynnt á 219. fundi.
Tekin fyrir tillaga að breytingu á aðalskipulagi, sem felst í stækkun íbúðarsvæðis í átt að Vesturlandsvegi, til aðlögunar að breyttu veghelgunarsvæði. Áður kynnt á 219. fundi.%0DUmræður, afgreiðslu frestað.
2. Leirvogstunga, umsókn um breytingar á deiliskipulagi200801206
Tekin fyrir tillaga að breytingum á deiliskipulagi Leirvogstungu. Meginbreytingin felst í stækkun skipulagssvæðis í átt að Vesturlandsvegi og fjölgun lóða, en einnig er um að ræða ýmsar minni breytingar innan gildandi skipulags. Áður kynnt á 219. fundi.
Tekin fyrir tillaga að breytingum á deiliskipulagi Leirvogstungu. Meginbreytingin felst í stækkun skipulagssvæðis í átt að Vesturlandsvegi og fjölgun lóða, en einnig er um að ræða ýmsar minni breytingar innan gildandi skipulags. Áður kynnt á 219. fundi.%0DUmræður, afgreiðslu frestað.
3. Tungumelar, umsókn um breytingu á deiliskipulagi200801192
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi athafnahverfis á Tungumelum, unnin af OG arkitektastofu fyrir Ístak hf. Breytingin felst í aðlögun lóðarmarka að breyttu veghelgunarsvæði Vesturlandsvegar. Frestað á 219. fundi.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi athafnahverfis á Tungumelum, unnin af OG arkitektastofu fyrir Ístak hf. Breytingin felst í aðlögun lóðarmarka að breyttu veghelgunarsvæði Vesturlandsvegar. Frestað á 219. fundi.%0DUmræður, starfsmönnum falið að afla frekari upplýsinga og gagna.
4. Helgafell 2, ósk um breytingu á aðalskipulagi200801074
Marta Hauksdóttir og Níels Hauksson eigendur Helgafells 2 óska þann 7. janúar 2008 eftir þeirri breytingu á aðalskipulagi að byggðarfleki Helgafellshverfis stækki til austurs, að Skammadalsvegi. Frestað á 219. fundi.
Marta Hauksdóttir og Níels Hauksson eigendur Helgafells 2 óska þann 7. janúar 2008 eftir þeirri breytingu á aðalskipulagi að byggðarfleki Helgafellshverfis stækki til austurs, að Skammadalsvegi. Frestað á 219. fundi.%0DNefndin vísar erindinu til umfjöllunar við endurskoðun aðalskipulags.
5. Helgafellsland 4. áfangi, umsókn um framkvæmdaleyfi200801146
Hannes Sigurgeirsson f.h. Helgafellsbygginga ehf. sækir þann 15. janúar 2008 um framkvæmdaleyfi fyrir uppúrtekt úr götustæðum í 4. áfanga Helgafellshverfis skv. meðf. gögnum. Frestað á 219. fundi.
Hannes Sigurgeirsson f.h. Helgafellsbygginga ehf. sækir þann 15. janúar 2008 um framkvæmdaleyfi fyrir uppúrtekt úr götustæðum í 4. áfanga Helgafellshverfis skv. meðf. gögnum. Frestað á 219. fundi.%0DNefndin samþykkir framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti, samþykktin tekur þó ekki til Skammadalsvegar austan Liljugötu.
6. Hellisheiðaræð, umsókn OR um framkvæmdaleyfi200801170
Anna Nielsen sækir þann 16. janúar 2008 f.h. Orkuveitu Reykjavíkur um framkvæmdaleyfi fyrir Hellisheiðaræð frá Hellisheiðarvirkjun að miðlunargeymum OR á Reynisvatnsheiði skv. meðf. gögnum. Lögnin er á 7,3 km kafla í landi Mosfellsbæjar. Frestað á 219. fundi.
Anna Nielsen sækir þann 16. janúar 2008 f.h. Orkuveitu Reykjavíkur um framkvæmdaleyfi fyrir Hellisheiðaræð frá Hellisheiðarvirkjun að miðlunargeymum OR á Reynisvatnsheiði skv. meðf. gögnum. Lögnin er á 7,3 km kafla í landi Mosfellsbæjar. Frestað á 219. fundi.%0DÞar sem aðalskipulagsbreyting sem gerir ráð fyrir umræddri lögn er enn í afgreiðsluferli er ekki unnt að verða við umsókninni. Nefndin felur starfsmönnum að ræða við önnur hlutaðeigandi sveitarfélög um væntanlega málsmeðferð við veitingu framkvæmdaleyfis og eftirlit.
7. Tungumelar, umsókn um lagersvæði í námugryfju.200801196
Ásgeir Loftsson f.h. Ístaks hf. óskar þann 17. janúar 2008 eftir heimild til að nýta hluta af námu á Tungumelum sem lagersvæði fyrir búnað og tæki skv. meðf. uppdrætti. Frestað á 219. fundi.
Ásgeir Loftsson f.h. Ístaks hf. óskar þann 17. janúar 2008 eftir heimild til að nýta hluta af námu á Tungumelum sem lagersvæði fyrir búnað og tæki skv. meðf. uppdrætti. Frestað á 219. fundi.%0DÓskað er eftir nánari gögnum.
8. Brúarfljót 2, umsókn um efnisnám á lóð.200801195
Ásgeir Loftsson f.h. Ístaks hf. óskar þann 17. janúar 2008 eftir heimild til að vinna efni úr klöpp niður í 5 - 6 m dýpt á lóðinni Brúarfljót 2. Frestað á 219. fundi.
Ásgeir Loftsson f.h. Ístaks hf. óskar þann 17. janúar 2008 eftir heimild til að vinna efni úr klöpp niður í 5 - 6 m dýpt á lóðinni Brúarfljót 2. Frestað á 219. fundi.%0DNefndin samþykkir að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni með skilmálum í samræmi við umræður á fundinum.
9. Beiðni um endurskipulagningu á Sunnufelli við Brúnás200801106
Axel Ketilsson óskar þann 11. janúar 2008 eftir því að lóðin verði endurskipulögð þannig að henni verði skipt upp og gert ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum á henni, skv. meðf. tillögu Vilhjálms Hjálmarssonar arkitekts. Frestað á 219. fundi.
Axel Ketilsson óskar þann 11. janúar 2008 eftir því að lóðin verði endurskipulögð þannig að henni verði skipt upp og gert ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum á henni, skv. meðf. tillögu Vilhjálms Hjálmarssonar arkitekts. Frestað á 219. fundi.%0DStarfsmönnum falið að ræða við umsækjendur.
10. Kópavogur, Vatnsendahlíð - breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins200710041
Umhverfisráðuneytið óskar þann 21. janúar eftir áliti Mosfellsbæjar á meðf. erindi Skipulagsstofnunar, þar sem stofnunin leggst gegn því að ráðuneytið staðfesti breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins varðandi Vatnsendahlíð, Kópavogi, skv. 2. mgr. 14. gr. s/b-laga.
Umhverfisráðuneytið óskar þann 21. janúar eftir áliti Mosfellsbæjar á meðf. erindi Skipulagsstofnunar, þar sem stofnunin leggst gegn því að ráðuneytið staðfesti breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins varðandi Vatnsendahlíð, Kópavogi, skv. 2. mgr. 14. gr. s/b-laga.%0DNefndin vísar til fyrri afstöðu sinnar, sbr. bókun á 213. fundi.
11. Erindi Vodafone varðandi fjarskiptastöð á Úlfarsfelli200712089
Erindi Og fjarskipta dags. 13. desember 2007, þar sem óskað er eftir um 1.000 fm lóð uppi á Úlfarsfelli fyrir fjarskiptahús og 32 hátt mastur skv. meðf. teikningum. Vísað til umsagnar af Bæjarráði 17. janúar 2008.
Erindi Og fjarskipta dags. 13. desember 2007, þar sem óskað er eftir um 1.000 fm lóð uppi á Úlfarsfelli fyrir fjarskiptahús og 32 hátt mastur skv. meðf. teikningum. Vísað til umsagnar af Bæjarráði 17. janúar 2008.%0DStarfsmönnum falið að afla frekari gagna.
12. Vesturlandsvegur, vegamót við Leirvogstungu200801015
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 21. janúar 2008, þar sem stofnunin tilkynnir þá niðurstöðu að áformaðar breytingar á Vesturlandsvegi og bygging mislægra gatnamóta við Leirvogstungu séu háðar mati á umhverfisáhrifum.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 21. janúar 2008, þar sem stofnunin tilkynnir þá niðurstöðu að áformaðar breytingar á Vesturlandsvegi og bygging mislægra gatnamóta við Leirvogstungu séu háðar mati á umhverfisáhrifum.%0DLagt fram til kynningar.
13. Litlikriki 1, byggingarleyfi200609138
Einar Waldorff f.h. Atafls hf. óskar þann 24. janúar 2008 eftir heimild til að fjölga íbúðum í Litlakrika 1 úr 20 í 24 og að hver hæð verði á einu plani í stað þess að húsið sé stallað. Sjá meðf. uppdrætti.
Einar Waldorff f.h. Atafls hf. óskar þann 24. janúar 2008 eftir heimild til að fjölga íbúðum í Litlakrika 1 úr 20 í 24 og að hver hæð verði á einu plani í stað þess að húsið sé stallað. Sjá meðf. uppdrætti.%0DNefndin óskar eftir ítarlegri gögnum og einnig umsögn skipulagshöfunda.
14. Fyrirspurn vegna göngustíga og veitulagna200801251
Sigrún Pálsdóttir f.h. Varmársamtakanna spyrst þann 16. janúar 2008 fyrir um framkvæmdir við veitulögn sem þverar Varmá við Álanes og um gerð göngustíga meðfram Varmá. Fyrirspurnin er stíluð á bæjarverkfræðing, skipulagsfulltrúa, s/b-nefnd og umhverfisnefnd.
Sigrún Pálsdóttir f.h. Varmársamtakanna spyrst þann 16. janúar 2008 fyrir um framkvæmdir við veitulögn sem þverar Varmá við Álanes og um gerð göngustíga meðfram Varmá. Fyrirspurnin er stíluð á bæjarverkfræðing, skipulagsfulltrúa, s/b-nefnd og umhverfisnefnd.%0DLagt fram svar bæjarverkfræðings við bréfinu, dags. 21. janúar 2008.
15. Erindi Varmársamtakanna um hverfisverndarsvæði í Helgafellslandi200709142
Berglind Bjórgúlfsdóttir f.h. Varmársamtakanna spyrst þann 13. janúar 2008 fyrir um breytingar á hverfisvernd í tengslum við breytingar á aðalskipulagi og einstök deiliskipulagsmál. Fyrirspurnin er stíluð á bæjarstjórn, bæjarráð, s/b-nefnd og umhverfisnefnd.
Berglind Björgúlfsdóttir f.h. Varmársamtakanna spyrst þann 13. janúar 2008 fyrir um breytingar á hverfisvernd í tengslum við breytingar á aðalskipulagi og einstök deiliskipulagsmál. Fyrirspurnin er stíluð á bæjarstjórn, bæjarráð, s/b-nefnd og umhverfisnefnd.%0DNefndin vísar til svara umhverfisnefndar við samsvarandi erindum, sbr. bókun umhverfisnefndar 17. janúar 2008.