Mál númer 200612184
- 14. febrúar 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #460
Forseti gaf bæjarstjóra orðið undir þessum lið og lagði bæjarstjóri fram greinargerð sína þar sem sagði að þriggja ára áætlunin væri hér lögð fram óbreytt frá fyrri umræðu.%0DBæjarstjóri þakkaði að lokum öllu samstarfsfólki sem komið hefði að gerð áætlunarinnar fyrir þeirra störf.%0D%0DTil máls tóku: RR,JS,HSv,HS,KT.%0D%0DMegin niðurstöðutölur þriggja ára áætlunar bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2008-2010, samantekinn A og B hluti er svohljóðandi.%0D%0DRekstrarniðurstaða:%0D2008: 481 m.kr.%0D2009: 526 m.kr.%0D2010: 557 m.kr.%0D%0DEigi fé: %0D2008: 2.461 m.kr.%0D2009: 2.987 m.kr.%0D2010: 3.544 m.kr.%0D%0DBókun B og S lista vegna afgreiðslu þriggja ára áætlunar Mosfellsbæjar fyrir árin 2008 til 2010.%0D%0DÞriggja ára áætlunin sem hér liggur fyrir er stefnumörkun um rekstur og framkvæmdir í bæjarfélaginu á næstu árum og lýsir áherslum meirihlutans í þeim efnum. %0D Mosfellsbær er ört stækkandi sveitafélag og er gríðarleg fjölgun íbúa fyrirhuguð samkvæmt áætluninni fram til ársins 2010 eða u.þ.b. 50%. Slík fjölgun hefur í för með sér þörf fyrir gríðarlega uppbyggingu þjónustumannvirkja á skömmum tíma og að sama skapi aukningu á þjónustu við bæjarbúa og óttumst við að hvoru tveggja verði ekki í takt við íbúaþróunina. Jafnframt er ljóst að nauðsynlegt er að gera ráð fyrir því að almenn stjórnsýsla verði efld í takt við þessa þróun svo bærinn geti mætt henni á öflugan og vandaðan hátt. Gert er ráð fyrir að gjaldskrár og álögur á bæjarbúa verði með sama hætti og á þessu ári en það ásamt framlagi byggingarsvæða skýrir að mestu jákvæða afkomu í rekstri bæjarins samkvæmt áætluninni. %0DÞetta er að okkar mati megin einkenni þessarar áætlunar.%0D%0DBókun bæjarfulltrúa D og V lista um þriggja ára áætlun 2008- 2010%0D%0DÞriggja ára áætlun bæjarsjóðs Mosfellsbæjar og stofnana hans er markmiðssetning um rekstur, framkvæmdir og fjármál bæjarfélagsins í náinni framtíð. %0DÞriggja ára áætlunin 2008 – 2010 byggir á spá um fjölgun og aldursdreifingu íbúa og fjölgun íbúða og fjárfestingar á þessu þriggja ára tímbili taka mið af þörf fyrir þjónusturými og lögbundnum verkefnum. En samhliða sýnir þriggja ára áætlun traustan rekstur bæjarsjóðs.%0DÍ þriggja ára áætlun 2008 – 2010 er gert ráð fyrir 4ja áfanga Lágafellsskóla, byggingu nýrra grunn- og leikskóla. Stefnt er að byggingu á framhúsi og félagsaðstöðu við íþróttamiðstöðina að Varmá. Áfram verður stutt við uppbyggingu 18 holu golfvallar á vestursvæði, fjármunir lagðir í uppbyggingu á skíðasvæðum og stutt verður við uppbyggingu reiðhallar á félagssvæði Hestamannafélagsins Harðar. Einnig er fyrirhugað að verja fjármunum í hönnun og byggingu menningarhúss í hugsanlegu samstarfi við byggingu nýrrar kirkju í miðbænum sem og að huga að Hlégarði og Brúarlandi og fjármunir eru settir í fyrrihugaðan framhaldsskóla.%0DUppbygging nýrra hverfa í Krikahverfi, Helgafellslandi og Leirvogstungu heldur áfram sem og uppbygging á vestursvæði og í miðbæ Mosfellsbæjar.%0DMosfellsbær er ört stækkandi sveitarfélag með mikil tækifæri til framtíðarþróunar. Með ábyrgri fjármálastjórn, aðhaldi í rekstri, öflugri uppbyggingu nýrra íbúðasvæða, þéttingu miðbæjarsvæðis þá styrkist staða sveitarfélagsins enn frekar og gerir því kleift að sækja fram á öllum sviðum og auka þannig lífskjör bæjarbúa.%0D%0DÞá var tekin fyrir tillaga S-lista frá fyrri umræðu um 3ja ára áætlun svohljóðandi:%0D"Fulltrúar Samfylkingarinnar gera þá tillögu að á árinu 2007 verði mörkuð stefna um að leikskólinn verði gjaldfrjáls og að sú stefna verði að fullu komin til framkvæmda árið 2010 og verði rekstrarreikningi 3ja ára fjárhagsáætlunarinnar breytt í samræmi við það."%0D%0DÞá kom fram bókun D og V lista:%0D"Bæjafulltrúar D og V lista benda á að nú þegar liggur fyrir að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur óskað eftir viðræðum við menntamálaráðherra um þátttöku ríkisins við lækkun leikskólagjalda þannig að það fáist úr því skorið hvort stuðningur ríkisins komi til greina við að gera leikskólann gjaldfrjálsan. Í því ljósi telja bæjarfulltrúar D og V lista framkomna tillögu ekki tímabæra og leggja til að henni verði vísað frá."%0D%0DÞessu næst kom bókun frá S-lista:%0D"Okkur bæjarfulltrúum Samfylkingar þykir það miður að meirihluti sjálfstæðismanna og vinstri grænna sé ekki tilbúinn að setja á áætlun stefnumörkun um gjaldfrjálsan leikskóla í áföngum. Fylgi við slíka stefnumörkun fer vaxandi meðal sveitarfélaga og myndi það lýsa metnaði af hálfu Mosfellsbæjar í þjónustu við barnafjölskyldur ef bæjarfélagið yrði meðal þeirra sveitarfélaga sem fyrst feta þá braut."%0D%0DAð lokum kom fram eftirfarandi bókun:%0D"Í ljósi framkominnar bókunar bæjarfulltrúa S listans vilja bæjarfulltrúar D og V lista taka fram að Mosfellsbær hefur þegar tekið forystu í þessum efnum með gjaldfrjálsum leikskóla í 5 ára deildum."%0D%0DAð lokinn almennri umræðu um þriggja ára áætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2008-2010 var áætlunin borin upp og samþykkt með 4 atkvæðum.
- 31. janúar 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #459
Lögð er fram 3ja ára átlun Mosfellsbæjar árin 2008-2010.
Afgreiðsla 810. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
- 31. janúar 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #459
Lögð er fram 3ja ára átlun Mosfellsbæjar árin 2008-2010.
Afgreiðsla 810. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
- 31. janúar 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #459
810. fundur bæjarráðs Mosfellsbæjar vísar 3 ára áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og gerði hann grein fyrir forsendum og helstu niðurstöðum þriggja ára áætlunarinnar 2008-2010.%0D%0DTil máls tóku: RR, HBA og HSv.%0D%0DFulltrúar Samfylkingarinnar gera þá tillögu að á árinu 2007 verði mörkuð stefna um að leikskólinn verði gjaldfrjáls og að sú stefna verði að fullu komin til framkvæmda árið 2010 og verði rekstrarreikningi 3ja ára fjárhagsáætlunarinnar breytt í samræmi við það.%0D%0DFram kom tillaga frá bæjarstjóra um að vísa tillögunni til seinni umræðu bæjarstjórnar um þriggja ára áætlunina.%0DTillagan borin upp og samþykkt með sjö atkvæðum.%0D%0DSamþykkt með sjö atkvæðum að vísa áætluninni til seinni umræðu í bæjarstjórn.
- 25. janúar 2007
Bæjarráð Mosfellsbæjar #810
Lögð er fram 3ja ára átlun Mosfellsbæjar árin 2008-2010.
Til máls tóku: RR, JS, og MM.%0DBæjarstjóri fór yfir helstu atriði í þriggja ára áætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2008 - 2010.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa þriggja ára áætluninni til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.