Mál númer 202302646
- 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Umfjöllun um umsókn til heimakennslu skólaárið 2023-2024 sbr. reglugerð 531/2009
Afgreiðsla 419. fundar fræðslunefndar samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. mars 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #419
Umfjöllun um umsókn til heimakennslu skólaárið 2023-2024 sbr. reglugerð 531/2009
Lagðar fram til samþykktar tvær umsóknir um heimakennslu fyrir skólaárið 2023-2024. Umsóknirnar ásamt fylgigögnum hafa verið metnar af skólaþjónustu Mosfellsbæjar og teljast þær uppfylla skilyrði reglugerðar um heimakennslu á grunnskólastigi nr. 531/2009. Í reglugerðinni er gerð krafa um að nemendur í heimakennslu tengist einum skóla sem hefur það hlutverk að vera ráðgefandi við foreldra og nemendur svo og eftirlit með árangri náms. Helgafellsskóli er þjónustuskólinn þetta skólaárið og verður svo áfram.
Samþykkt með 5 atkvæðum.