Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201004079

  • 5. maí 2010

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #535

    For­seti gaf bæj­ar­stjóra orð­ið og vís­aði bæj­ar­stjóri til um­ræðna og út­skýr­inga frá fyrri um­ræðu um árs­reikn­ing 2009, en fór aft­ur yfir helstu lyk­il­töl­ur árs­reikn­ings­ins og þakk­aði að lok­um starfs­mönn­um og end­ur­skoð­enda bæj­ar­ins fyr­ir vel unn­in störf.

     

    For­seti ít­rek­aði þakk­ir til bæj­ar­stjóra, starfs­manna og end­ur­skoð­enda bæj­ar­ins fyr­ir vel gerð­an og vel fram­lagð­an árs­reikn­ing.

    <BR>Til máls tóku: HSv, JS, HJ, HS

    &nbsp;

    Sam­eig­in­leg bók­un bæj­ar­full­trúa.&nbsp;

    Rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins á ár­inu 2009 gekk vel ef tek­ið er til­lit til þess krefj­andi efna­hags­um­hverf­is sem við búum nú við. Rekstr­araf­gang­ur&nbsp;A-hluta að und­an­skild­um fjár­magns­gjöld­um var 126 millj­ón­ir króna. Rekstr­araf­gang­ur sam­stæð­unn­ar var 367 mkr. fyr­ir fjár­magn­liði en að teknu til­liti til þeirra var nið­ur­staða nei­kvæð um 267 mkr. Veltufé frá rekstri er já­kvætt.

    Starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar hef­ur sýnt mikla ráð­deild í rekstri stofn­ana en hef­ur um leið stað­ið vörð eins og kost­ur er&nbsp;um vel­ferð&nbsp;fjöl­skyldna í þeim áætl­un­um sem unn­ið hef­ur ver­ið eft­ir. Út­svar í Mos­fells­bæ er und­ir leyfi­legu há­marki og gjald­skrár fyr­ir þjón­ustu lækk­uðu að raun­virði á ár­inu. Er það lið­ur í því mark­miði Mos­fells­bæj­ar að reyna að koma í veg fyr­ir að aukn­ar álög­ur legg­ist á heim­ilin. Tek­ist hef­ur að stilla rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins af á móti tekj­um með ásætt­an­legri rekstr­arnið­ur­stöðu fyr­ir fjár­magnsliði.

    Nið­ur­staða fyr­ir fjár­magnsliði er betri en fjár­hags­áætlun gerði ráð fyr­ir en fjár­magnslið­ir eru hins­veg­ar hærri. Gert hafði ver­ið ráð fyr­ir halla í rekstri á ár­inu 2009 og að fullt jafn­vægi verði í rekstri á ár­inu 2010. Í þriggja ára áætlun Mos­fells­bæj­ar er hins veg­ar gert ráð fyr­ir því að hall­inn verði unn­inn upp og bæj­ar­sjóði skilað með hagn­aði á ár­inu 2011.

    Eig­in­fjár­hlut­fall hef­ur far­ið hækk­andi jafnt og þétt á und­an­förn­um árum. Mos­fells­bær nýt­ur trausts á láns­fjár­mörk­uð­um og tók lán á hag­stæð­um kjör­um fyr­ir stór­um fram­kvæmd­um á ár­inu 2009, svo sem bygg­ingu nýs leik- og grunn­skóla, Krika­skóla. Mos­fells­bær er eitt af fáum sveit­ar­fé­lög­um á land­inu þar sem íbúa­fjölg­un var milli ára og því brýnt að halda áfram&nbsp;upp­bygg­ingu á nauð­syn­legri þjón­ustu&nbsp;sé þess kost­ur.

    Við vilj­um færa starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar sér­stak­ar þakk­ir fyr­ir að standa vel að rekstri bæj­ar­fé­lag­ins við erf­ið­ar að­stæð­ur.&nbsp; Bæj­ar­bú­um þökk­um við auð­sýnd­an skiln­ing. Þess má&nbsp;geta að þessi nið­ur­staða varð&nbsp;einn­ig vegna þeirr­ar sam­stöðu sem ver­ið hef­ur í bæj­ar­stjórn um gerð fjár­hags­áætl­un­ar og fram­fylgd henn­ar.<BR>

    <BR>For­seti bar upp árs­reikn­inga bæj­ar­ins og stofn­ana hans í einu lagi og var árs­reikn­ing­ur­inn stað­fest­ur með sjö at­kvæð­um, en helstu nið­ur­stöðu­töl­ur úr sam­an­tekn­um reikn­ingi fyr­ir A og B hluta eru þess­ar í millj. kr. :

    &nbsp;

    Rekstr­ar­reikn­ing­ur 1. 1. - 31. 12. 2009

    <BR>Rekstr­ar­tekj­ur: 4.654,6 mkr.<BR>Rekstr­ar­gjöld: 4.287,5 mkr.<BR>Fjár­magnslið­ir: (-652,3) mkr.<BR>Tekju­skatt­ur:&nbsp; 18,6 mkr.

    &nbsp;

    Rekstr­arnið­ur­staða:&nbsp; (-266,7) mkr.

    &nbsp;

    &nbsp;

    Efna­hags­reikn­ing­ur 31. 12. 2009

    <BR>Eign­ir: 11.261,6 mkr.<BR>Eig­ið fé: 3.801,9 mkr.<BR>Skuld­ir og skuld­bind­ing­ar:7.459,7 mkr.

    • 21. apríl 2010

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #534

      Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2009 til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn.

      %0D%0D%0D%0D%0DFor­seti gaf Har­aldi Sverris­syni bæj­ar­stjóra orð­ið og fór hann yfir árs­reikn­ing­inn bæði A hluta að­alsjóðs og B hluta stofn­ana Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2009. %0DHar­ald­ur Sverris­son færði að lok­um öll­um starfs­mönn­um bæj­ar­ins þakk­ir fyr­ir hve vel gekk á ár­inu að halda fjár­hags­áætlun vegna hefð­bund­ins rekst­urs og skoð­un­ar­mönn­um reikn­inga og end­ur­skoð­end­um þakk­ir fyr­ir vel unn­in störf við að und­ir­búa og ganga frá þess­um árs­reikn­ingi.%0D&nbsp;%0DFor­seti tók und­ir þakk­ir til starfs­manna bæj­ar­ins fyr­ir vel unn­in störf svo og þeir bæj­ar­full­trú­ar sem til máls tóku.%0D&nbsp;%0DÁ fund­inn mætti lög­gilt­ur end­ur­skoð­andi bæj­ar­ins, Halldór Hró­arr Sig­urðs­son (HHS). %0D&nbsp;%0DTil máls tóku: HSv, HHS,&nbsp;JS og&nbsp;MM.%0D&nbsp;%0DSam­þykkt sam­hljóða að vísa árs­reikn­ingn­um til annarr­ar um­ræðu.

      • 21. apríl 2010

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #534

        Árs­reikn­ing­ur verð­ur send­ur í tölvu­pósti til að­al­manna síð­ar í dag eða í fyrra­mál­ið.

        <DIV&gt;Um­ræða um árs­reikn­ing fer fram sem&nbsp;sér­stak­ur 1. dag­skrárlið­ur á þess­um fundi.</DIV&gt;

        • 21. apríl 2010

          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #534

          Árs­reikn­ing­ur verð­ur send­ur í tölvu­pósti til að­al­manna síð­ar í dag eða í fyrra­mál­ið.

          <DIV&gt;Um­ræða um árs­reikn­ing fer fram sem&nbsp;sér­stak­ur 1. dag­skrárlið­ur á þess­um fundi.</DIV&gt;

          • 15. apríl 2010

            Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #976

            Árs­reikn­ing­ur verð­ur send­ur í tölvu­pósti til að­al­manna síð­ar í dag eða í fyrra­mál­ið.

            Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið mætti Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

             

            Til máls tóku: HSv, PJL, MM og JS.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2009 til bæj­ar­stjórn­ar til fyrri um­ræðu.