Mál númer 201004079
- 5. maí 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #535
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og vísaði bæjarstjóri til umræðna og útskýringa frá fyrri umræðu um ársreikning 2009, en fór aftur yfir helstu lykiltölur ársreikningsins og þakkaði að lokum starfsmönnum og endurskoðenda bæjarins fyrir vel unnin störf.
Forseti ítrekaði þakkir til bæjarstjóra, starfsmanna og endurskoðenda bæjarins fyrir vel gerðan og vel framlagðan ársreikning.
<BR>Til máls tóku: HSv, JS, HJ, HS
Sameiginleg bókun bæjarfulltrúa.
Rekstur sveitarfélagsins á árinu 2009 gekk vel ef tekið er tillit til þess krefjandi efnahagsumhverfis sem við búum nú við. Rekstrarafgangur A-hluta að undanskildum fjármagnsgjöldum var 126 milljónir króna. Rekstrarafgangur samstæðunnar var 367 mkr. fyrir fjármagnliði en að teknu tilliti til þeirra var niðurstaða neikvæð um 267 mkr. Veltufé frá rekstri er jákvætt.
Starfsfólk Mosfellsbæjar hefur sýnt mikla ráðdeild í rekstri stofnana en hefur um leið staðið vörð eins og kostur er um velferð fjölskyldna í þeim áætlunum sem unnið hefur verið eftir. Útsvar í Mosfellsbæ er undir leyfilegu hámarki og gjaldskrár fyrir þjónustu lækkuðu að raunvirði á árinu. Er það liður í því markmiði Mosfellsbæjar að reyna að koma í veg fyrir að auknar álögur leggist á heimilin. Tekist hefur að stilla rekstur sveitarfélagsins af á móti tekjum með ásættanlegri rekstrarniðurstöðu fyrir fjármagnsliði.
Niðurstaða fyrir fjármagnsliði er betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir en fjármagnsliðir eru hinsvegar hærri. Gert hafði verið ráð fyrir halla í rekstri á árinu 2009 og að fullt jafnvægi verði í rekstri á árinu 2010. Í þriggja ára áætlun Mosfellsbæjar er hins vegar gert ráð fyrir því að hallinn verði unninn upp og bæjarsjóði skilað með hagnaði á árinu 2011.
Eiginfjárhlutfall hefur farið hækkandi jafnt og þétt á undanförnum árum. Mosfellsbær nýtur trausts á lánsfjármörkuðum og tók lán á hagstæðum kjörum fyrir stórum framkvæmdum á árinu 2009, svo sem byggingu nýs leik- og grunnskóla, Krikaskóla. Mosfellsbær er eitt af fáum sveitarfélögum á landinu þar sem íbúafjölgun var milli ára og því brýnt að halda áfram uppbyggingu á nauðsynlegri þjónustu sé þess kostur.
Við viljum færa starfsfólki Mosfellsbæjar sérstakar þakkir fyrir að standa vel að rekstri bæjarfélagins við erfiðar aðstæður. Bæjarbúum þökkum við auðsýndan skilning. Þess má geta að þessi niðurstaða varð einnig vegna þeirrar samstöðu sem verið hefur í bæjarstjórn um gerð fjárhagsáætlunar og framfylgd hennar.<BR>
<BR>Forseti bar upp ársreikninga bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningurinn staðfestur með sjö atkvæðum, en helstu niðurstöðutölur úr samanteknum reikningi fyrir A og B hluta eru þessar í millj. kr. :
Rekstrarreikningur 1. 1. - 31. 12. 2009
<BR>Rekstrartekjur: 4.654,6 mkr.<BR>Rekstrargjöld: 4.287,5 mkr.<BR>Fjármagnsliðir: (-652,3) mkr.<BR>Tekjuskattur: 18,6 mkr.
Rekstrarniðurstaða: (-266,7) mkr.
Efnahagsreikningur 31. 12. 2009
<BR>Eignir: 11.261,6 mkr.<BR>Eigið fé: 3.801,9 mkr.<BR>Skuldir og skuldbindingar:7.459,7 mkr.
- 21. apríl 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #534
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2009 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
%0D%0D%0D%0D%0DForseti gaf Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra orðið og fór hann yfir ársreikninginn bæði A hluta aðalsjóðs og B hluta stofnana Mosfellsbæjar vegna ársins 2009. %0DHaraldur Sverrisson færði að lokum öllum starfsmönnum bæjarins þakkir fyrir hve vel gekk á árinu að halda fjárhagsáætlun vegna hefðbundins reksturs og skoðunarmönnum reikninga og endurskoðendum þakkir fyrir vel unnin störf við að undirbúa og ganga frá þessum ársreikningi.%0D %0DForseti tók undir þakkir til starfsmanna bæjarins fyrir vel unnin störf svo og þeir bæjarfulltrúar sem til máls tóku.%0D %0DÁ fundinn mætti löggiltur endurskoðandi bæjarins, Halldór Hróarr Sigurðsson (HHS). %0D %0DTil máls tóku: HSv, HHS, JS og MM.%0D %0DSamþykkt samhljóða að vísa ársreikningnum til annarrar umræðu.
- 21. apríl 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #534
Ársreikningur verður sendur í tölvupósti til aðalmanna síðar í dag eða í fyrramálið.
<DIV>Umræða um ársreikning fer fram sem sérstakur 1. dagskrárliður á þessum fundi.</DIV>
- 21. apríl 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #534
Ársreikningur verður sendur í tölvupósti til aðalmanna síðar í dag eða í fyrramálið.
<DIV>Umræða um ársreikning fer fram sem sérstakur 1. dagskrárliður á þessum fundi.</DIV>
- 15. apríl 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #976
Ársreikningur verður sendur í tölvupósti til aðalmanna síðar í dag eða í fyrramálið.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið mætti Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri Mosfellsbæjar.
Til máls tóku: HSv, PJL, MM og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar fyrir árið 2009 til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.