26. janúar 2010 kl. 17:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Karl Tómasson formaður
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) varaformaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Snorri Hreggviðsson aðalmaður
- Sigríður Dögg Auðunsdóttir stjórnsýslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heilsufélag Mosfellsbæjar200903248
%0D%0D%0D%0DFarið yfir undirbúning að stofnun Heilsufélags Mosfellsbæjar og sagt frá því að fyrirhugað væri að halda kynningarfund í febrúar.
2. Stefnumótun í þróunar- og ferðamálum200905226
%0D%0D%0D%0DStefna Mosfellsbæjar í þróunar- og ferðamálum og framkvæmdaáætlun stefnunnar rædd. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja Stefnu og framkvæmdaáætlun Mosfellsbæjar í þróunar- og ferðamálum.
3. Tjaldstæði í Ævintýragarði200905229
Sagt frá því að Mosfellsbær hefði sótt um styrk til Ferðamálaráðs til skipulags- og hönnunarvinnu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar tjaldstæðis í Ævintýragarði þegar ráðið auglýsti eftir styrkumsóknum vegna uppbyggingar á umhverfisvænni ferðamennsku.
4. Erindi vegna tjaldsvæðis - aðstöðu fyrir húsbíla201001421
%0D%0DErindi frá Félagi húsbílaeigenda rætt. Nefndin þekkist boð félagsins um að senda fulltrúa á fund þess 10. mars.
5. Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Mosfellsbæ201001422
%0D%0DRætt um hugmyndir um fyrirkomulag á upplýsingamiðstöð ferðamanna í Mosfellsbæ.
6. Ferðaþjónusta að sumri - almenningsakstur201001436
%0D%0DRætt um hugmyndir um breytt fyrirkomulag á almenningsakstri í Mosfellsbæ í tengslum við ferðaþjónustu að sumri.
7. Erindi Stökkbretti ehf. varðandi málefni V6 Sprotahús.201001267
Vísað frá bæjarráði til Þróunar- og ferðamálanefndar.
%0DErindið rætt og nefndin lýsir yfir stuðningi við embættismenn vegna afgreiðslu málsins.