24. mars 2010 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Karl Tómasson Forseti
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varaforseti
- Herdís Sigurjónsdóttir 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Marteinn Magnússon aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., fundargerð 91. fundar201003301
Fundargerð 91. fundar SHS bs. lögð fram á 532. fundi bæjarstjórnar.
2. Strætó bs., fundargerð 135. fundar201003300
Til máls tók: HP.
Fundargerð 135. fundar Strætó bs. lögð fram á 532. fundi bæjarstjórnar.
3. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis fundargerð 2. fundar201003282
Varðandi 2. dagskrárlið í fundargerðinni hefur Heilbriðgisnefnd Kjósarsvæðis óskað umsagnar bæjarráðs um.
%0D%0D%0DTil máls tóku: HSv, MM og HS.%0DFundargerð 2. fundar Heilbrigðiseftirlists Kjósarsvæðis lögð fram á 532. fundi bæjarstjórnar.
4. Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins fundargerð 303. fundar201003273
%0D%0D%0DFundargerð 303. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 532. fundi bæjarstjórnar.
5. Sorpa bs., fundargerð 270. fundar201003144
Til máls tóku: HS, HSv og HP.
Fundargerð 270. fundar Sorpu bs. lögð fram á 532. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
6. Kosning í nefndir, íþrótta- og tómstundanefnd og skipulags- og byggingarnefnd201003354
Bæjarfulltrúi Marteinn Magnússon óskar eftir viðbótarerindi á dagskrá bæjarstjórnarfundarins, kosning í nefndir, íþrótta- og tómstundanefnd.
%0D%0D%0D%0D%0D%0DTillaga um að Guðni Þorbjörnsson taka sæti sem varamaður í íþrótta- og tómstundanefnd af hálfu B-lista í stað Höllu Karenar Kristjánsdóttur sem lætur af setu í nefndinni. %0DTillaga um að Elías Pétursson taki sæti sem varamaður í skipulags- og byggingarnefnd af hálfu D-lista í stað Daníels Jakobssonar sem lætur af setu í nefndinni.%0D %0DFleiri tillögur komu ekki fram og eru tillögurnar samþykktar með sjö samhljóða atkvæðum.
7. Staðsetning kirkjubyggingar201003221
Erindinu er vísað frá 973. fundi bæjarráðs til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>Fyrir fundinum undir þessum dagskrárlið liggur svohljóðandi tillaga flutningsmanns hennar Jónasar Sigurðssonar.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn Mosfellsbæjar að samhliða sveitarstjórnarkosningunum í Mosfellsbæ þann 29. maí n.k. verði jafnframt kosið um staðsetningu kirkjubyggingar.</DIV>%0D<DIV>Kosið verði á milli tveggja kosta: </DIV>%0D<DIV>Kirkjubygging sambyggð menningarhúsi við Háholt skv. fyrirliggjandi hugmyndum að deiliskipulagi miðbæjarsvæðis. <BR>Kirkjubygging á mótum Þverholts og Skeiðholts á svipuðum stað og Bæjarleikhúsið stendur nú. <BR> </DIV>%0D<DIV> Jónas Sigurðsson</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Til máls tóku: JS, MM, HS, KT og HP.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Bæjarstjóri vakti athygli á að borist hefði bréf af þessu tilefni dags. 22. mars 2010 frá Sóknarnefnd Lágafellssóknar og hefði bréfið verið lagt inní málið.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Fram kom svohljóðandi breytingartillaga frá Marteini Magnússyni.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Breytingartillaga:<BR>Bæjarstjórn samþykkir að samhliða sveitarstjórnarkosningunum í Mosfellsbæ þann 29.maí n.k. verði jafnframt kosið um tilhögun og staðsetningu kirkjubyggingar.<BR>Kosið verði á milli eftirtalinna kosta:<BR>Tilhögun: <BR>1. Kirkjubygging verði sambyggð menningarhúsi Mosfellsbæjar <BR>2. Kirkjubygging og menningarhús verði aðskildar byggingar.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Staðsetning:<BR>1. Kirkjan verði staðsett við Háholt gegnt Krónunni skv.fyrirliggjandi hugmyndum að deiliskipulagi miðbæjarsvæðis. <BR>2. Kirkjan verði staðsett á mótum Þverholts og Skeiðholts á svipuðum stað og Bæjarleikhúsið stendur nú.<BR>Tillagan geri ráð fyrir í meginatriðum að spurt verði um sambyggingu kirkju og menningarhús eða ekki og þá um staðsetningu. Nánari útfærsla spurninganna verði falin bæjarráði.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar Jónasi Sigurðssyni og Hönnu Bjartmars:</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Þar sem aðalatriðið er að bæjarbúar fái að taka afstöðu til staðsetningar kirkjubyggingar í íbúakosningu, styðjum við bæjarfulltrúar Samfylkingar breytingartillögu bæjarfulltrúa Framsóknarflokks.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Breytingartillaga bæjarfulltrúa Marteins Magnússonar borin upp til atkvæða og felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Tillaga bæjarfulltrúa Jónasar Sigurðssonar borin upp til atkvæða og felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreytfingarinnar græns framboðs:</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Staðsetning kirkju og menningarhúss, hefur fegnið víðtæka kynningu í tengslum við vinnslu og kynningu á nýju miðbæjarskipulagi Mosfellsbæjar.<BR>Vinna við nýtt miðbæjarskipulag hefur verið í vinnslu frá árinu 2005. Bæjaryfirvöld hafa frá upphafi lagt sig fram við að leita eftir skoðunum og áliti íbúa um skipulagið og gengið mun lengra í þeim efnum en lög gera ráð fyrir. Markmiðið var frá upphafi að vinna hið nýja miðbæjarskipulag í samvinnu við íbúa og í þágu þeirra.<BR> Í desember 2006 var gerð viðamikil viðhorfskönnun meðal íbúa. Markmiðið með könnuninni var að veita bæjaryfirvöldum glögga mynd af viðhorfum bæjarbúa til miðbæjarins m.a. hvernig hann er nýttur í dag og hverju mætti bæta og breyta til að gera miðbæinn öflugri sem verslunar- og þjónustukjarna í framtíðinni. Í framhaldi viðhorfskönnunarinnar var unnið með rýnihópum skipuðum bæjarbúum þar sem farið var dýpra í málefni miðbæjarins. Í framhaldi var fléttaðar inn í skipulagstillöguna hugmyndir íbúa og áherslur. </DIV>%0D<DIV>Auk hins víðtæka samráðs í upphafi skipulagsferlisins var mikið lagt upp úr að íbúar væru stöðugt upplýstir og þeir hvattir til að láta skoðanir sínar í ljós. Á síðustu tólf mánuðum hafa verið haldnar fjöldi sýninga á tillögum um nýtt miðbæjarskipulag og tillögum um kirkju og menningarhús, auk hinna lögbundnu auglýsinga og kynninga.</DIV>%0D<DIV>Í febrúar 2009 var almennur kynningarfundur um nýtt miðbæjarskipulag í Listasal. Í júní 2009 var sýning á tillögum í arkitektasamkeppni um kirkju og menningahús á torginu í Kjarna. í ágúst 2009 voru bæði tillögur um skipulagið og verðlaunatillaga um kirkju og menningarhús sýndar í sérstökum bás á bæjarhátíðinni Í túninu heima þar sem boðið var upp á viðtal við arkítekta og skipulagsfulltrúa og í nóvember og desember var skipulagstillögunum stillt upp á torginu í Kjarna með auglýstri viðveru nefndarmanna og embættismanna sem útskýrðu tillgögurnar. Þessu til viðbótar var sett upp sérstök síða um miðbæjarskipulag á vef Mosfellsbæjar þar sem íbúar voru hvattir til að kynna sér tillögurnar og sett upp sérstakt netfang svo auðvelda mætti íbúum að senda inn athugasemdir. Bæði verðlaunatillaga að nýrri kirkju og menningarhúsi sem og skipulagstillagan sjálf hafa fengið ítarlega umfjöllun í bæjarblaðinu Mosfellingi, ásamt fjölda greina í því blaði sem og landsmálablöðum. </DIV>%0D<DIV>Auk þess sem skipulega var leitað eftir skoðunum íbúa var jafnframt lögð á það áhersla að mikil umræða færi fram um skipulagið á hinum pólitíska vettvangi og var það rætt á 25 fundum skipulags- og byggingarnefndar sem samþykkti skipulagið til auglýsingar 7. desember sl. </DIV>%0D<DIV>Í formlegu auglýsingaferli skipulagstillögunnar um nýtt miðbæjarskiplag kom engin athugsemd fram sem snýr beint að staðsetningu kirkju og menningarhúss við Háholt.</DIV>%0D<DIV>Við ofangreint má bæta að til grundvallar þeirrar ákvörðunar að byggja saman kirkju og menningarhús við Háholt liggur ítarleg þarfagreining vegna menningarstarfsemi í Mosfellsbæ. Niðurstaðan sýndi jákvæð samlegðaráhrif með samnýtingu kirkju, safnaðarheimils Lágafellssóknar og Menningarhúss Mosfellsbæjar. Verði kirkjan byggð á öðrum stað en menningarhús tapast þau samlegðaráhrif. Aukinheldur hefur Lágafellssókn, sem byggja mun kirkjuna, skýrt frá eindregnum vilja sínum um að kirkjan verði byggð við Háholtið og telur lóð við Skeiðholt ekki fullnægja þörfum safnaðarins eins og fram kemur í bréfi sóknarnefndar til bæjarstjórnar. </DIV>%0D<DIV>Af öllu ofansögðu má sjá að kynning á miðbæjarskipulagi og samráð við íbúa hefur verið mjög ítarlegt og að frá upphafi ferlisins hefur verið lögð á það mikil áhersla að leita eftir skoðunum og áliti íbúa með skipulögðum og aðgengilegum hætti. Vísbendingar um almenna óánægju íbúa um staðsetningu kirkju komu ekki fram í ferlinu. Ekki verður því séð að þörf sé á því að efna til sérstakrar atkvæðagreiðslu, þar sem á öllu ferlinu var stöðugt haft samráð við íbúa og málið þeim kynnt.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar:</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Bæjarfulltrúar Samfylkingar lýsa yfir vonbrigðum sínum með að meirihluti sjálfstæðismanna og VG í bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafi ekki vilja til að bera undir íbúa bæjarins hvar í miðbænum væntanleg kirkja skuli rísa. Ítrekað hefur komið fram s.s. í rýnihópum í framhaldi viðhorfskönnun meðal bæjarbúa að ekki eru allir á eitt sáttir um staðsetningu væntanlegrar kirkju. Það sama hefur einnig komið fram við kynningu á tillögu að breyttu skipulagi miðbæjarsvæðis sem og hvað varðar sambyggingu kirkju og menningarhúss og hvort rými sé fyrir slíka byggingu á fyrirhuguðum stað. Það hefði því verið vel til fallið að bera málið undir bæjarbúa við komandi sveitarstjórnarkosningar. Hvað umsögn safnaðarstjórnar áhrærir þá ber að hafa í huga að málið snertir alla bæjarbúa sem og að öll hugsanleg fyrirheit um ákveðinn stað fyrir bygginguna eru með fyrirvara um niðurstöðu og samþykki á deiliskipulagi. Á öllum stigum málsins hafa fulltrúar samfylkingarinnar haft fyrirvara í málinu með tilliti til þess hvort rúm sé fyrir sambyggt menningurhús og kirkju á fyrirhuguðum stað sem og hvort aðskilnaður milli starfsemi kirkju og menningarhús sé nægjanlegur.</DIV>%0D<DIV> Jónas Sigurðsson<BR> Hanna Bjartmars. </DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Bókun bæjarfulltrúa B-lista:</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Það er ákaflega gleðilegt að safnaðarnefnd skuli ráðgera kirkjubyggingu í Mosfellsbæ. Óumdeild er þörf fyrir kirkjubyggingu en vinnubrögð meirihlutans eru umhugsunarverð. <BR>Undrun vekur að meirihlutinn skuli fella tillögu um íbúakosningu um staðsetningu kirkjunnar í bæjarfélaginu okkar. Engin skoðanakönnun hefur farið fram um val á staðsetningu hennar og þó sóknarnefnd hafi verið sammála um staðsetninguna þá þýðir það ekki nauðsynlega að það sjónarmið endurspegli vilja íbúanna. <BR>Meirihlutinn hefur vaðið fram í fullkominni blindu og með fordæmalausum yfirgangi, gefið sóknarnefnd loforð um staðsetningu kirkju og menningarhúss á lóð sem sjálfstæður lögaðili er með leigusamning um á miðbæjarsvæðinu. Lögaðili þessi hafði óskað eftir að byggja þjónustu- og verslunarhúsnæði á lóðinni en var vart virtur svara.<BR>Mikilvægt er að friður og sátt sé um byggingu jafn mikilvægs mannvirkis og kirkju í samfélaginu okkar. Málið má ekki snúast upp í pólitískt moldviðri og því mikilvægt að íbúar fái að kjósa um staðsetninguna svo og hvort kirkjan eigi að vera samföst menningarhúsi bæjarins eða ekki enda slík vinnubrögð í anda íbúalýðræðis. <BR>Minni á gildi Mosfellsbæjar; Virðing, Jákvæðni, Framsækni, Umhyggja.<BR>Virðing fyrir íbúalýðræði. Jákvæðni fyrir sjónarmiðum íbúanna. Framsækni fyrir uppbyggingu Mosfellsbæjar með hliðsjón af vilja íbúanna. Umhyggja fyrir umhverfinu.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV> Marteinn Magnússon <BR> Bæjarfulltrúi B-lista</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Ítrekað er vegna framkominna bókana að engar athugasemdir hafa borist bæjaryfirvöldum sem snúa beint að staðsetningu kirkju og menningarhúss vegna auglýstra skipulagstillagna um miðbæjarskipulag.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Bókun bæjarfulltrúa S og B-lista:</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Tillögur bæjarfulltrúa S og B-lista snúast um þann einfalda hlut að vilji bæjarbúa fái að koma skýrt fram um staðsetningu kirkju og menningarhúss í anda íbúalýðræðis.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Þegar hér var komið sögu á fundinum vék Herdís Sigurjónsdóttir af fundi og sæti hennar á fundinum tók Bryndís Haraldsdóttir varabæjarfulltrúi.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Fundargerðir til staðfestingar
8. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 972201003009F
Fundargerð 972. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 532. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Lágafell spilda 7 200906220
Bæjarstjóri fer yfir málið á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 972. fundar bæjarráðs staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.2. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir tvöföldun Vesturlandsvegar 201002376
Nú er unnið að endanlegum frágangi útboðsgagna og þar %0DTölvupóstur Vegagerðarinnar varðandi áætlaða hlutdeild Mosfellsbæjar í kostnaði við tvöföldun sem sögð er vara á bilinu 35-45 millj.króna.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 972. fundar bæjarráðs staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.3. Erindi Rannsóknamiðstöðvar Íslands varðandi styrk 201003025
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 972. fundar bæjarráðs staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.4. Sumarstörf 2010 201003109
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>Til máls tóku: MM, HSv, JS og HS.</DIV>%0D<DIV>Afgreiðsla 972. fundar bæjarráðs staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
8.5. Erindi Skipulagsstofnunar varðandi staðfestingu á fundargerðum. 201003112
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið lagt fram á 532. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
9. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 973201003015F
Fundargerð 973. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 532. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Erindi Lege lögmannsstofu varðandi Stórakrika 59 200910113
Áður á dagskrá 964. fundar bæjarráðs. Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins. Engin gögn lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 973. fundar bæjarráðs staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.2. Erindi Ásgarðs varðand listasmiðju, umsókn um lóð 201001533
Áður á dagskrá 967. fundar bæjarráðs þar sem jákvætt var tekið í lóðarumleitan. Hjálögð er formleg umsókn um lóðina.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 973. fundar bæjarráðs staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.3. Erindi Miðstöðvar foreldar og barna varðandi ósk um stuðning 201001561
Áður á dagskrá 967. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkv.stj. fjölskyldusviðs. Umsögnin hjálögð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 973. fundar bæjarráðs staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.4. Erindi Emils Péturssonar varðandi Lækjarnes 201002245
Áður á dagskrá 969. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar skipulags- og byggingarnefndar. Umsögn 274. fundar nefndarinnar er hjálögð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 973. fundar bæjarráðs staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.5. Erindi Alþingis vegna umsagnar um frumvarp til skipulagslaga 425. mál 201003164
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 973. fundar bæjarráðs staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.6. Erindi Alþingis vegna umsagar um frumvarp til laga um mannvirki, 426. mál 201003165
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 973. fundar bæjarráðs staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.7. Erindi Alþingis vegna umsagnar um frumvarp til laga um brunavarnir, 427. mál 201003166
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 973. fundar bæjarráðs staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.8. Erindi Kjósarhrepps varðandi aukið samstarf sveitarfélaganna 201003182
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 973. fundar bæjarráðs staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.9. Umsóknir um styrki félaga og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatta vegna ársins 2010 201002189
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Herdís Sigurjónsdóttir tók ekki þátt í afgreiðslu erindisins í bæjarráði og tekur ekki þátt í afgreiðslu bæjarstjórnar á erindinu á þessum fundi.</DIV>%0D<DIV>Afgreiðsla 973. fundar bæjarráðs staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.</DIV>
9.10. Erindi Úrskurðarnefndar varðandi kæru á synjun bæjaráðs vegna Háholts 20 og 22 201003212
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 973. fundar bæjarráðs staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.11. Staðsetning kirkjubyggingar 201003221
Dagskrárliður inn kominn að ósk bæjarráðsmanns Jónasar Sigurðssonar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið tekið sérstaklega til meðferðar síðar á þessum 532. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
9.12. Vígsla Krikaskóla 201003228
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>%0D<DIV>Erindið lagt fram á 532. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
9.13. Erindi skólahóps íbúasamtaka Leirvogstungu 201003227
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 973. fundar bæjarráðs staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
10. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 236201003014F
Fundargerð 236. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 532. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Úttektir á sjálfsmatsaðferðum í grunnskólum haustið 2009 2009081768
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>%0D<DIV>Erindið lagt fram á 532. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
10.2. Mötuneyti og frístund, fjöldi barna 201001182
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>%0D<DIV>Erindið lagt fram á 532. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
10.3. Umsókn um styrk vegna þjónustu við langveik börn og börn með ADHD 201002186
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>Til máls tóku: HBA, HP, JS og HS.</DIV>%0D<DIV>Erindið lagt fram á 532. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV></DIV>
10.4. Skólastefna Mosfellsbæjar - endurskoðun 200901761
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 236. fundar fræðslunefndar staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
11. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 145201003008F
Fundargerð 145. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 532. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
11.1. Beiðni um að halda Íslandsmótið í skák 201001505
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>%0D<DIV>Erindið lagt fram á 532. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
11.2. Erindi UMFÍ varðandi 15.Unglingalandsmót UMFÍ 2012 201001553
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>%0D<DIV>Erindið lagt fram á 532. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
11.3. Erindi UMFÍ varðandi áskorun til sveitarfélaga 200911298
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>%0D<DIV>Erindið lagt fram á 532. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
11.4. Endurskoðun reglna vegna úthlutun styrkja til ungra og efnilegra ungmenna í íþróttum, tómstundum og listum 201003126
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>%0D<DIV>Til máls tóku: JS og HP.</DIV>%0D<DIV>145. fundur íþrótta- og tómstundanefndar leggur til við bæjarstjórn að breyta reglum um úthlutun styrkja til ungra og efnilegra ungmenna. Framlögð drög að breyttum reglum um úthlutun styrkja til ungra og efnilegra ungmenna, samþykktar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
11.5. Hlutverk íþróttafélaga og rekstur íþróttamannvirkja 201003142
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindinu frestað á 532. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
11.6. Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði 200906129
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>%0D<DIV>Erindinu frestað á 532. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
11.7. Starfsáætlanir 2010 Bólið og Vinnuskólinn 200911285
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>%0D<DIV>Erindinu frestað á 532. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
11.8. Starfsáætlanir 2010 ÍTOM og Íþróttamiðstöðvar 200911460
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>%0D<DIV>Erindinu frestað á 532. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
11.9. Erindi Aftureldingar varðandi leiguaðstöðu í Laugardal 201002058
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>%0D<DIV>Erindinu frestað á 532. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
12. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 148201003007F
Fundargerð 148. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 532. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
12.1. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2009 200906029
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Sigurður Ingvi Snorrason, klarinettuleikari fjallar um verkefni sín sem bæjarlistamaður.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>%0D<DIV>Erindið lagt fram á 532. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
12.2. Menningarvor 2010 201003101
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 148. fundar menningarmálanefndar staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.3. Vinabæjarmót í Loimaa 2010 201002021
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 148. fundar menningarmálanefndar staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.4. Lista- og menningarsjóður - áætlun árið 2010 201003100
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 148. fundar menningarmálanefndar staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
12.5. Umsóknir um styrki til menningarmála 2010 - Lista- og menningarsjóður 201001276
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>%0D<DIV>Erindið lagt fram á 532. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
13. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 149201003010F
Fundargerð 149. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 532. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
13.1. Umsóknir um styrki til menningarmála 2010 - Lista- og menningarsjóður 201001276
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 149. fundar menningarmálanefndar staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
14. Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 273201003004F
Fundargerð 273. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 532. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
14.1. Aðalskipulag 2002 - 2024, endurskoðun 200611011
Lögð verða fram og kynnt drög að endurskoðuðum uppdráttum ásamt landnotkunarkafla greinargerðar. %0DAth: Gögnin birtast á fundargátt seinnipart föstudags, en verða send nefndarmönnum útprentuð á mánudag.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>%0D<DIV>Erindið lagt fram á 532. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
14.2. Einkasjúkrahús og hótel PrimaCare í Mosfellsbæ 200910037
Gerð verður grein fyrir stöðu undirbúnings að byggingu einkasjúkrahúss og heilsuhótels í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 273. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15. Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 274201003013F
Fundargerð 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 532. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
15.1. Lundur, Mosfellsdal - Erindi HÞ um breytingu á deiliskipulagi 200710114
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 24.11.2009 þar sem gerðar eru athugasemdir við deiliskipulag sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 21.10.2009. Einnig lagður fram endurskoðaður uppdráttur og umsögn heilbrigðiseftirlits dags. 14.12.2009. Frestað á 271. og 272. fundi. Ath: Lagður verður fram breyttur uppdráttur m.v. þann sem fyrir lá síðast.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.2. Reykjavegur, tillaga um nýtt nafn: Kóngsvegur 201002133
Lagður fram tölvupóstur dags. 8. febrúar 2010, þar sem Hafsteinn Pálsson leggur til að Reykjavegur frá Vesturlandsvegi að Teigi fái heitið Kóngsvegur. Frestað á 271. og 272. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.3. Erindi Emils Péturssonar varðandi Lækjarnes 201002245
Tekið fyrir að nýju í framhaldi af umræðu á 272. fundi. Lagt fram minnisblað bæjarritara, Lögbýli - íbúar og þjónusta.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.4. Merkjateigur 8, umsókn um byggingarleyfi 200909667
Lagt fram nýtt erindi Hilmars Stefánssonar f.h. húseigenda, dags. 9. febrúar 2010, sbr. bókun á 263. fundi. Óskað er eftir lóðarstækkun og leyfi til að byggja við húsið og ofan á það skv. meðf. teikningum. Frestað á 272. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.5. Reykjaflöt 123741, Æsustaðavegur 6 - Byggingaleyfisumsókn fyrir geymsluskúr 201002240
ÞS Flutningar ehf sækja þann 11. febrúar 2010 um leyfi til að reisa lítinn geymsluskúr úr timbri á landinu. Frestað á 272. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.6. Höfðaland 192752, ósk um nýtt deiliskipulag 201002281
Sveinn H Blomsterberg óskar þann 19.02.1010 eftir leyfi til að gera deiliskipulag af frístundalóð við Langavatn þar sem lóðinni verði skipt í tvær lóðir. Frestað á 272. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.7. Miðdalur 1, l.nr. 125337, ósk um breytta landnotkun og aðstöðuhús 200811100
Sigrún Eggertsdóttir óskar þann 25. febrúar 2010 eftir endurnýjun á árs-stöðuleyfi fyrir 30 m2 aðstöðuhúsi, sem nefndin veitti á 244. fundi. Leyfið hefur ekki verið nýtt þar sem húsið hefur ekki verið byggt. Frestað á 272. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>%0D<DIV>Erindinu frestað á 532. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
15.8. Erindi Egils Guðmundssonar varðandi Lynghól 201002248
Bæjarráð vísaði þann 25. febrúar 2010 til nefndarinnar til umsagnar erindi Egils Guðmundssonar dags. 16. febrúar 2020, þar sem hann óskar eftir jákvæðri umsögn Mosfellsbæjar með umsókn hans til landbúnaðarráðuneytis um lögbýlisrétt fyrir Lynghól.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>%0D<DIV>Erindinu frestað á 532. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
15.9. Frístundabyggð norðan og vestan Selvatns, deiliskipulag 201001540
Lagt fram bréf frá Gesti Ólafssyni f.h. landeigenda, dags. 1.03.2010, þar sem sjónarmið landeigenda og skipulagshöfundar um fjölda og stærðir lóða eru útskýrð, sbr. umfjöllun á 271. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.10. Bjartahlíð 10- leyfi fyrir viðbyggingu 201003010
Guðmundur Birgisson Björtuhlíð 10 sækir þann 1. mars 2010 um leyfi fyrir viðbyggingu úr steinsteypu við húsið nr. 10 við Björtuhlíð samkvæmt framlögðum uppdráttum. Stækkun húss 54,1 m2, 181,0 m3.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.11. Hafravatn, beiðni um endurbyggingu sumarbústaðar 201003108
Þuríður Yngvadóttir f.h. Skógræktarfélags Mosfellsbæjar óskar þann 5. mars 2010 eftir að fá að endurbyggja sumarbústað við Hafravatn, sem brann 10. febrúar 2010 en hafði verið í eigu félagsins síðan 1986.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
15.12. Í Þormóðsdalsl., lnr. 125611, umsókn um leyfi fyrir breytingum á sumarbústað. 201003027
Birgir Hjaltalín Vallhólma 22 Kópavogi sækir þann 2. mars 2010 um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað sinn í landi Þormóðsdals, landnr. 125611 samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð núv. bústaðar: 47,4 m2, 135,1 m3. Stækkun: 15,7 m2, 37,4 m3.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 532. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.