Mál númer 201003221
- 24. mars 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #532
Erindinu er vísað frá 973. fundi bæjarráðs til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>Fyrir fundinum undir þessum dagskrárlið liggur svohljóðandi tillaga flutningsmanns hennar Jónasar Sigurðssonar.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn Mosfellsbæjar að samhliða sveitarstjórnarkosningunum í Mosfellsbæ þann 29. maí n.k. verði jafnframt kosið um staðsetningu kirkjubyggingar.</DIV>%0D<DIV>Kosið verði á milli tveggja kosta: </DIV>%0D<DIV>Kirkjubygging sambyggð menningarhúsi við Háholt skv. fyrirliggjandi hugmyndum að deiliskipulagi miðbæjarsvæðis. <BR>Kirkjubygging á mótum Þverholts og Skeiðholts á svipuðum stað og Bæjarleikhúsið stendur nú. <BR> </DIV>%0D<DIV> Jónas Sigurðsson</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Til máls tóku: JS, MM, HS, KT og HP.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Bæjarstjóri vakti athygli á að borist hefði bréf af þessu tilefni dags. 22. mars 2010 frá Sóknarnefnd Lágafellssóknar og hefði bréfið verið lagt inní málið.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Fram kom svohljóðandi breytingartillaga frá Marteini Magnússyni.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Breytingartillaga:<BR>Bæjarstjórn samþykkir að samhliða sveitarstjórnarkosningunum í Mosfellsbæ þann 29.maí n.k. verði jafnframt kosið um tilhögun og staðsetningu kirkjubyggingar.<BR>Kosið verði á milli eftirtalinna kosta:<BR>Tilhögun: <BR>1. Kirkjubygging verði sambyggð menningarhúsi Mosfellsbæjar <BR>2. Kirkjubygging og menningarhús verði aðskildar byggingar.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Staðsetning:<BR>1. Kirkjan verði staðsett við Háholt gegnt Krónunni skv.fyrirliggjandi hugmyndum að deiliskipulagi miðbæjarsvæðis. <BR>2. Kirkjan verði staðsett á mótum Þverholts og Skeiðholts á svipuðum stað og Bæjarleikhúsið stendur nú.<BR>Tillagan geri ráð fyrir í meginatriðum að spurt verði um sambyggingu kirkju og menningarhús eða ekki og þá um staðsetningu. Nánari útfærsla spurninganna verði falin bæjarráði.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar Jónasi Sigurðssyni og Hönnu Bjartmars:</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Þar sem aðalatriðið er að bæjarbúar fái að taka afstöðu til staðsetningar kirkjubyggingar í íbúakosningu, styðjum við bæjarfulltrúar Samfylkingar breytingartillögu bæjarfulltrúa Framsóknarflokks.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Breytingartillaga bæjarfulltrúa Marteins Magnússonar borin upp til atkvæða og felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Tillaga bæjarfulltrúa Jónasar Sigurðssonar borin upp til atkvæða og felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreytfingarinnar græns framboðs:</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Staðsetning kirkju og menningarhúss, hefur fegnið víðtæka kynningu í tengslum við vinnslu og kynningu á nýju miðbæjarskipulagi Mosfellsbæjar.<BR>Vinna við nýtt miðbæjarskipulag hefur verið í vinnslu frá árinu 2005. Bæjaryfirvöld hafa frá upphafi lagt sig fram við að leita eftir skoðunum og áliti íbúa um skipulagið og gengið mun lengra í þeim efnum en lög gera ráð fyrir. Markmiðið var frá upphafi að vinna hið nýja miðbæjarskipulag í samvinnu við íbúa og í þágu þeirra.<BR> Í desember 2006 var gerð viðamikil viðhorfskönnun meðal íbúa. Markmiðið með könnuninni var að veita bæjaryfirvöldum glögga mynd af viðhorfum bæjarbúa til miðbæjarins m.a. hvernig hann er nýttur í dag og hverju mætti bæta og breyta til að gera miðbæinn öflugri sem verslunar- og þjónustukjarna í framtíðinni. Í framhaldi viðhorfskönnunarinnar var unnið með rýnihópum skipuðum bæjarbúum þar sem farið var dýpra í málefni miðbæjarins. Í framhaldi var fléttaðar inn í skipulagstillöguna hugmyndir íbúa og áherslur. </DIV>%0D<DIV>Auk hins víðtæka samráðs í upphafi skipulagsferlisins var mikið lagt upp úr að íbúar væru stöðugt upplýstir og þeir hvattir til að láta skoðanir sínar í ljós. Á síðustu tólf mánuðum hafa verið haldnar fjöldi sýninga á tillögum um nýtt miðbæjarskipulag og tillögum um kirkju og menningarhús, auk hinna lögbundnu auglýsinga og kynninga.</DIV>%0D<DIV>Í febrúar 2009 var almennur kynningarfundur um nýtt miðbæjarskipulag í Listasal. Í júní 2009 var sýning á tillögum í arkitektasamkeppni um kirkju og menningahús á torginu í Kjarna. í ágúst 2009 voru bæði tillögur um skipulagið og verðlaunatillaga um kirkju og menningarhús sýndar í sérstökum bás á bæjarhátíðinni Í túninu heima þar sem boðið var upp á viðtal við arkítekta og skipulagsfulltrúa og í nóvember og desember var skipulagstillögunum stillt upp á torginu í Kjarna með auglýstri viðveru nefndarmanna og embættismanna sem útskýrðu tillgögurnar. Þessu til viðbótar var sett upp sérstök síða um miðbæjarskipulag á vef Mosfellsbæjar þar sem íbúar voru hvattir til að kynna sér tillögurnar og sett upp sérstakt netfang svo auðvelda mætti íbúum að senda inn athugasemdir. Bæði verðlaunatillaga að nýrri kirkju og menningarhúsi sem og skipulagstillagan sjálf hafa fengið ítarlega umfjöllun í bæjarblaðinu Mosfellingi, ásamt fjölda greina í því blaði sem og landsmálablöðum. </DIV>%0D<DIV>Auk þess sem skipulega var leitað eftir skoðunum íbúa var jafnframt lögð á það áhersla að mikil umræða færi fram um skipulagið á hinum pólitíska vettvangi og var það rætt á 25 fundum skipulags- og byggingarnefndar sem samþykkti skipulagið til auglýsingar 7. desember sl. </DIV>%0D<DIV>Í formlegu auglýsingaferli skipulagstillögunnar um nýtt miðbæjarskiplag kom engin athugsemd fram sem snýr beint að staðsetningu kirkju og menningarhúss við Háholt.</DIV>%0D<DIV>Við ofangreint má bæta að til grundvallar þeirrar ákvörðunar að byggja saman kirkju og menningarhús við Háholt liggur ítarleg þarfagreining vegna menningarstarfsemi í Mosfellsbæ. Niðurstaðan sýndi jákvæð samlegðaráhrif með samnýtingu kirkju, safnaðarheimils Lágafellssóknar og Menningarhúss Mosfellsbæjar. Verði kirkjan byggð á öðrum stað en menningarhús tapast þau samlegðaráhrif. Aukinheldur hefur Lágafellssókn, sem byggja mun kirkjuna, skýrt frá eindregnum vilja sínum um að kirkjan verði byggð við Háholtið og telur lóð við Skeiðholt ekki fullnægja þörfum safnaðarins eins og fram kemur í bréfi sóknarnefndar til bæjarstjórnar. </DIV>%0D<DIV>Af öllu ofansögðu má sjá að kynning á miðbæjarskipulagi og samráð við íbúa hefur verið mjög ítarlegt og að frá upphafi ferlisins hefur verið lögð á það mikil áhersla að leita eftir skoðunum og áliti íbúa með skipulögðum og aðgengilegum hætti. Vísbendingar um almenna óánægju íbúa um staðsetningu kirkju komu ekki fram í ferlinu. Ekki verður því séð að þörf sé á því að efna til sérstakrar atkvæðagreiðslu, þar sem á öllu ferlinu var stöðugt haft samráð við íbúa og málið þeim kynnt.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar:</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Bæjarfulltrúar Samfylkingar lýsa yfir vonbrigðum sínum með að meirihluti sjálfstæðismanna og VG í bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafi ekki vilja til að bera undir íbúa bæjarins hvar í miðbænum væntanleg kirkja skuli rísa. Ítrekað hefur komið fram s.s. í rýnihópum í framhaldi viðhorfskönnun meðal bæjarbúa að ekki eru allir á eitt sáttir um staðsetningu væntanlegrar kirkju. Það sama hefur einnig komið fram við kynningu á tillögu að breyttu skipulagi miðbæjarsvæðis sem og hvað varðar sambyggingu kirkju og menningarhúss og hvort rými sé fyrir slíka byggingu á fyrirhuguðum stað. Það hefði því verið vel til fallið að bera málið undir bæjarbúa við komandi sveitarstjórnarkosningar. Hvað umsögn safnaðarstjórnar áhrærir þá ber að hafa í huga að málið snertir alla bæjarbúa sem og að öll hugsanleg fyrirheit um ákveðinn stað fyrir bygginguna eru með fyrirvara um niðurstöðu og samþykki á deiliskipulagi. Á öllum stigum málsins hafa fulltrúar samfylkingarinnar haft fyrirvara í málinu með tilliti til þess hvort rúm sé fyrir sambyggt menningurhús og kirkju á fyrirhuguðum stað sem og hvort aðskilnaður milli starfsemi kirkju og menningarhús sé nægjanlegur.</DIV>%0D<DIV> Jónas Sigurðsson<BR> Hanna Bjartmars. </DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Bókun bæjarfulltrúa B-lista:</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Það er ákaflega gleðilegt að safnaðarnefnd skuli ráðgera kirkjubyggingu í Mosfellsbæ. Óumdeild er þörf fyrir kirkjubyggingu en vinnubrögð meirihlutans eru umhugsunarverð. <BR>Undrun vekur að meirihlutinn skuli fella tillögu um íbúakosningu um staðsetningu kirkjunnar í bæjarfélaginu okkar. Engin skoðanakönnun hefur farið fram um val á staðsetningu hennar og þó sóknarnefnd hafi verið sammála um staðsetninguna þá þýðir það ekki nauðsynlega að það sjónarmið endurspegli vilja íbúanna. <BR>Meirihlutinn hefur vaðið fram í fullkominni blindu og með fordæmalausum yfirgangi, gefið sóknarnefnd loforð um staðsetningu kirkju og menningarhúss á lóð sem sjálfstæður lögaðili er með leigusamning um á miðbæjarsvæðinu. Lögaðili þessi hafði óskað eftir að byggja þjónustu- og verslunarhúsnæði á lóðinni en var vart virtur svara.<BR>Mikilvægt er að friður og sátt sé um byggingu jafn mikilvægs mannvirkis og kirkju í samfélaginu okkar. Málið má ekki snúast upp í pólitískt moldviðri og því mikilvægt að íbúar fái að kjósa um staðsetninguna svo og hvort kirkjan eigi að vera samföst menningarhúsi bæjarins eða ekki enda slík vinnubrögð í anda íbúalýðræðis. <BR>Minni á gildi Mosfellsbæjar; Virðing, Jákvæðni, Framsækni, Umhyggja.<BR>Virðing fyrir íbúalýðræði. Jákvæðni fyrir sjónarmiðum íbúanna. Framsækni fyrir uppbyggingu Mosfellsbæjar með hliðsjón af vilja íbúanna. Umhyggja fyrir umhverfinu.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV> Marteinn Magnússon <BR> Bæjarfulltrúi B-lista</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Ítrekað er vegna framkominna bókana að engar athugasemdir hafa borist bæjaryfirvöldum sem snúa beint að staðsetningu kirkju og menningarhúss vegna auglýstra skipulagstillagna um miðbæjarskipulag.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Bókun bæjarfulltrúa S og B-lista:</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Tillögur bæjarfulltrúa S og B-lista snúast um þann einfalda hlut að vilji bæjarbúa fái að koma skýrt fram um staðsetningu kirkju og menningarhúss í anda íbúalýðræðis.</DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV> </DIV>%0D<DIV>Þegar hér var komið sögu á fundinum vék Herdís Sigurjónsdóttir af fundi og sæti hennar á fundinum tók Bryndís Haraldsdóttir varabæjarfulltrúi.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 24. mars 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #532
Dagskrárliður inn kominn að ósk bæjarráðsmanns Jónasar Sigurðssonar.
<DIV>Erindið tekið sérstaklega til meðferðar síðar á þessum 532. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
- 24. mars 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #532
Dagskrárliður inn kominn að ósk bæjarráðsmanns Jónasar Sigurðssonar.
<DIV>Erindið tekið sérstaklega til meðferðar síðar á þessum 532. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
- 18. mars 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #973
Dagskrárliður inn kominn að ósk bæjarráðsmanns Jónasar Sigurðssonar.
%0D%0D%0D%0DTil máls tók: HS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt verði bæjarstjóra falið að óska eftir afstöðu sóknarnefndar til málsins.