Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 200711034

  • 4. júní 2008

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #492

    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2007, síð­ari um­ræða.%0D%0DFor­seti gaf bæj­ar­stjóra orð­ið og vís­aði bæj­ar­stjóri til um­ræðna og út­skýr­inga frá fyrri um­ræðu um árs­reikn­ing­inn, en fór aft­ur yfir helstu lyk­il­töl­ur árs­reikn­ings­ins og þakk­aði starfs­mönn­um og end­ur­skoð­enda bæj­ar­ins fyr­ir vel unn­in störf.%0D%0DFor­seti ít­rek­aði þakk­ir til bæj­ar­stjóra, starfs­manna og end­ur­skoð­enda bæj­ar­ins fyr­ir vel gerð­an og fram­lagð­an árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar.%0D%0DÁ fund­inn var mætt­ur end­ur­skoð­andi bæj­ar­ins, Halldór Hró­arr Sig­urðs­son (HHS).%0D%0DTil máls tóku: HHS, HSv, JS, HJ og HS.%0D%0DGrein­ar­gerð bæj­ar­full­trúa D og V lista með árs­reikn­ingi 2007.%0D%0DÁrs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2007 hef­ur ver­ið lagð­ur fram og nið­ur­stöð­ur hans sýna bestu rekstr­arnið­ur­stöðu Mos­fells­bæj­ar frá upp­hafi.%0D%0DRekstr­arnið­ur­staða A og B hluta var já­kvæð um 543 mkr. sam­an­bor­ið við 489 mkr. áætl­aða já­kvæða af­komu. Þar af voru tekj­ur af sölu bygg­inga­rétt­ar 288 mkr. Veltufé frá rekstri var 600 mkr. eða 13,8% af rekstr­ar­tekj­um og hand­bært fé frá rekstri var 416 mkr. Skuld­ir og skuld­bind­ing­ar A og B hluta lækk­uðu um 348 mkr. á ár­inu og námu 3.730 mkr. í árslok. Þessi já­kvæða nið­ur­staða styrk­ir eig­in­fjár­stöðu sveit­ar­fé­lags­ins veru­lega. Eig­in­fjár­hlut­fall A og B hluta er 0,42 og hef­ur hækkað úr 0,25 frá ár­inu 2002 en sé ein­ung­is lit­ið til A hluta var eig­in­fjár­hlut­fall 0,42 og hef­ur hækkað úr 0,15 frá ár­inu 2002.%0D %0DMik­il upp­bygg­ing átti sér stað í sveit­ar­fé­lag­inu á ár­inu og námu fjár­fest­ing­ar 618 mkr. en þar af voru 401 mkr. vegna fræðslu­mála og 66 mkr. vegna íþrótta­mála. %0D%0DMos­fells­bær er eitt fárra sveit­ar­fé­laga sem ekki full­nýt­ir heim­ild til álagn­ing­ar út­svars en álagn­ingar­pró­senta út­svars er 12,94. Fast­eigna­skatt­ar á íbúð­ar­hús­næði voru lækk­að­ir í 0,225% á ár­inu 2007. Fimm ára börn fá áfram end­ur­gjalds­lausa 8 tíma leik­skóla­vist auk þess sem ann­arri gjald­töku er stillt í hóf.%0D %0DFram­tíð­ar­horf­ur Mos­fells­bæj­ar eru góð­ar og hef­ur sveit­ar­fé­lag­ið í sam­vinnu við land­eig­end­ur stuðlað að nægu fram­boði lóða og upp­bygg­ingu skóla­mann­virkja. Íbú­um fjölg­aði um 646 eða um 8,6% á ár­inu og voru 8.147 í árslok. Gert er ráð fyr­ir áfram­hald­andi íbúa­aukn­ingu á kom­andi árum. %0D%0DNið­ur­staða árs­reikn­ings 2007 er ár­ang­ur þeirr­ar fjár­mála­stefnu sem meiri­hlut­inn hef­ur markað. Lagð­ar hafa ver­ið fram raun­sæj­ar áætlan­ir og sköp­uð skil­yrði til þess að þeim verði fylgt. Í því felst m.a. að for­stöðu­menn stofn­ana hafa feng­ið auk­ið fjár­hags­legt sjálf­stæði á und­an­förn­um árum, sem gef­ur þeim svigrúm til að taka mið af mark­mið­um og þörf­um sinn­ar stofn­un­ar við ráð­stöf­un fjár.%0D %0DÁrs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2007 er glæsi­leg­ur og þar hafa marg­ir lagt gjörva hönd á plóg­inn. Þátt­ur starfs­manna Mos­fells­bæj­ar er ómet­an­leg­ur í þeim ár­angri sem náðst hef­ur og eru þeim færð­ar bestu þakk­ir fyr­ir. %0D%0DBók­un Sam­fylk­ing­ar vegna árs­reikn­ings 2007.%0D%0DÁrs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2007 sýn­ir góða af­komu bæj­ar­fé­lags­ins og er það vel. Það ber hins veg­ar að hafa í huga ástæð­ur þessa þeg­ar horft er til fram­tíð­ar. Ástæð­ur þess­ar­ar já­kvæðu nið­ur­stöðu eru einkum eft­ir­far­andi. Rekstr­ar­um­hverfi bæj­ar­ins, sem og ann­arra bæj­ar­fé­laga og fyr­ir­tækja, á ár­inu 2007 var ákaf­lega hag­stætt eins og und­an­farin ár, skatt­tekj­ur hækka veru­lega á milli ár­anna 2006 og 2008, sala á bygg­inga­rétti færði bæj­ar­fé­lag­inu um­tals­verð­ar tekj­ur og þjón­ustu­gjöld á bæj­ar­búa hafa hækkað veru­lega á und­an­förn­um árum þó svo nokk­uð hafa dreg­ið úr því á síð­asta ári með til­komu gjald­frjálsra 5 ára deilda leik­skól­anna sem var mik­ið fram­fara­skref. Jafn­framt þessu hafa fjár­fram­lög úr bæj­ar­sjóði til rekstr­ar mar­gra mik­il­vægra mála­flokka lækkað sem hlut­fall af skatt­tekj­um og í sum­um til­fell­um til mar­gra und­an­far­inna ára. Í ljósi versn­andi efna­hags­ástands er það nokk­uð víst að þrengja mun nokk­uð að rekstr­ar­um­hverfi bæj­ar­ins. Með áhersl­ur nú­ver­andi meiri­hluta sjálf­stæð­is­manna og VG í huga gagn­vart mörg­um mik­il­væg­um mála­flokk­um er það nokk­uð áhyggju­efni hvern­ig að þeim verði búið á kom­andi árum.%0D %0DBók­un full­trúa B-lista vegna árs­reikn­ings Mos­fells­bæj­ar árið 2007.%0D%0DAfkoma A og B hluta Mos­fells­bæj­ar árið 2007 var já­kvæð um 542,9 millj. en sölu­hagn­að­ur fasta­fjár­muna og sala bygg­inga­rétta var á ár­inu 288 millj. eða um 53% af rekstr­arnið­ur­stöðu A og B hluta.%0D%0DEft­ir­tekt­ar­vert er að árið 2007 var hlut­fall skatt­tekna sem ráð­stafað var til fræðslu- og um­hverf­is­mála lægra en árið 2006.%0D%0DFull­trúi B-list­ans tek­ur und­ir at­huga­semd­ir end­ur­skoð­enda árs­reikn­ings­ins um að taka rekst­ur þeirra B-hluta stofn­ana sem rekn­ar hafa ver­ið með tapi til end­ur­skoð­un­ar og leita leiða til að snúa rekstri þeirra til já­kvæðs horfs.%0D%0DAt­hygli vek­ur að gjald­færð leiga af íþrótta­mann­virkj­um við Lækj­ar­hlíð á ár­inu 2007 á tíma­bil­inu 1/3 - 31/12 var rúm­ar 126 millj­ón­ir en það jafn­gild­ir að sveit­ar­fé­lag­ið greiði u.þ.b. 168 millj­ón­ir á ári eða sem svar­ar 4,8 millj­örð­um á næstu 29 árum í leigu af íþróttamið­stöð­inni. Já­kvætt er að nú er í fyrsta skipti gerð grein fyr­ir skuld­bind­ing­um utan efna­hags­reikn­ings eins og Fram­sókn­ar­menn hafa bent á und­an­farin ár að eðli­legt sé. %0D%0DFor­seti bar upp árs­reikn­inga bæj­ar­ins og stofn­ana hans í einu lagi og var árs­reikn­ing­ur­inn stað­fest­ur með sjö at­kvæð­um, en helstu nið­ur­stöðu­töl­ur úr sam­an­tekn­um reikn­ingi fyr­ir A og B hluta eru þess­ar í millj. kr. :%0D%0DRekstr­ar­reikn­ing­ur 1. 1. – 31. 12. 2007%0D%0DRekstr­ar­tekj­ur: 3.964,0 mkr.%0DRekstr­ar­gjöld: 2.793,6 mkr.%0DFjár­magnslið­ir: 130,8 mkr.%0DTekju­skatt­ur: 6,7 mkr%0D%0DRekstr­arnið­ur­staða: 542,9 mkr.%0D%0DEfna­hags­reikn­ing­ur 31. 12. 2007%0D%0DEign­ir: 6.478,7 mkr.%0DEig­ið fé: 2.748,7 mkr.%0DSkuld­ir og skuld­bind­ing­ar: 3.730,0 mkr.%0D%0D

    • 21. maí 2008

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #491

      For­seti gaf Har­aldi Sverris­syni bæj­ar­stjóra orð­ið og fór hann yfir árs­reikn­ing­inn bæði A hluta að­alsjóðs og B hluta stofn­ana Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2007.%0D%0DHar­ald­ur Sverris­son færði að lok­um öll­um starfs­mönn­um bæj­ar­ins þakk­ir fyr­ir hve vel gekk á ár­inu að halda fjár­hags­áætlun og skoð­un­ar­mönn­um reikn­inga og end­ur­skoð­end­um þakk­ir fyr­ir vel unn­in störf við að und­ir­búa og ganga frá þess­um árs­reikn­ingi. %0D%0DFor­seti tók und­ir þakk­ir til starfs­manna bæj­ar­ins fyr­ir vel unn­in störf svo og þeir bæj­ar­full­trú­ar sem til máls tóku.%0D%0DÁ fund­inn mætti lög­gilt­ur end­ur­skoð­andi bæj­ar­ins, Halldór Hró­arr Sig­urðs­son og fór hann yfir end­ur­skoð­un­ar­skýrslu sem fyr­ir fund­in­um lá en und­ir hana hafa bæði lög­gilt­ir end­ur­skoð­end­ur og skoð­un­ar­menn ritað.%0D%0DTil máls tóku: HHS, JS, HSv, MM og PJL.%0D%0DSam­þykkt sam­hljóða að vísa árs­reikn­ingn­um til annarr­ar um­ræðu.%0D

      • 21. maí 2008

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #491

        Árs­reikn­ing­ur­inn er í yf­ir­lestri og verð­ur send­ur (tengd­ur á fund­argátt) eða í síð­asta lagi af­hent­ur á bæj­ar­ráðs­fund­in­um.

        Lagt fram á 491. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

        • 21. maí 2008

          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #491

          Árs­reikn­ing­ur­inn er í yf­ir­lestri og verð­ur send­ur (tengd­ur á fund­argátt) eða í síð­asta lagi af­hent­ur á bæj­ar­ráðs­fund­in­um.

          Lagt fram á 491. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

          • 8. maí 2008

            Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #880

            Árs­reikn­ing­ur­inn er í yf­ir­lestri og verð­ur send­ur (tengd­ur á fund­argátt) eða í síð­asta lagi af­hent­ur á bæj­ar­ráðs­fund­in­um.

            Pét­ur J. Lockton, fjár­mála­stjóri sat fund­inn þeg­ar mál­ið var tek­ið fyr­ir.%0D%0DRædd drög að árs­reikn­ingi.