Mál númer 200711034
- 4. júní 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #492
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2007, síðari umræða.%0D%0DForseti gaf bæjarstjóra orðið og vísaði bæjarstjóri til umræðna og útskýringa frá fyrri umræðu um ársreikninginn, en fór aftur yfir helstu lykiltölur ársreikningsins og þakkaði starfsmönnum og endurskoðenda bæjarins fyrir vel unnin störf.%0D%0DForseti ítrekaði þakkir til bæjarstjóra, starfsmanna og endurskoðenda bæjarins fyrir vel gerðan og framlagðan ársreikning Mosfellsbæjar.%0D%0DÁ fundinn var mættur endurskoðandi bæjarins, Halldór Hróarr Sigurðsson (HHS).%0D%0DTil máls tóku: HHS, HSv, JS, HJ og HS.%0D%0DGreinargerð bæjarfulltrúa D og V lista með ársreikningi 2007.%0D%0DÁrsreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2007 hefur verið lagður fram og niðurstöður hans sýna bestu rekstrarniðurstöðu Mosfellsbæjar frá upphafi.%0D%0DRekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 543 mkr. samanborið við 489 mkr. áætlaða jákvæða afkomu. Þar af voru tekjur af sölu byggingaréttar 288 mkr. Veltufé frá rekstri var 600 mkr. eða 13,8% af rekstrartekjum og handbært fé frá rekstri var 416 mkr. Skuldir og skuldbindingar A og B hluta lækkuðu um 348 mkr. á árinu og námu 3.730 mkr. í árslok. Þessi jákvæða niðurstaða styrkir eiginfjárstöðu sveitarfélagsins verulega. Eiginfjárhlutfall A og B hluta er 0,42 og hefur hækkað úr 0,25 frá árinu 2002 en sé einungis litið til A hluta var eiginfjárhlutfall 0,42 og hefur hækkað úr 0,15 frá árinu 2002.%0D %0DMikil uppbygging átti sér stað í sveitarfélaginu á árinu og námu fjárfestingar 618 mkr. en þar af voru 401 mkr. vegna fræðslumála og 66 mkr. vegna íþróttamála. %0D%0DMosfellsbær er eitt fárra sveitarfélaga sem ekki fullnýtir heimild til álagningar útsvars en álagningarprósenta útsvars er 12,94. Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði voru lækkaðir í 0,225% á árinu 2007. Fimm ára börn fá áfram endurgjaldslausa 8 tíma leikskólavist auk þess sem annarri gjaldtöku er stillt í hóf.%0D %0DFramtíðarhorfur Mosfellsbæjar eru góðar og hefur sveitarfélagið í samvinnu við landeigendur stuðlað að nægu framboði lóða og uppbyggingu skólamannvirkja. Íbúum fjölgaði um 646 eða um 8,6% á árinu og voru 8.147 í árslok. Gert er ráð fyrir áframhaldandi íbúaaukningu á komandi árum. %0D%0DNiðurstaða ársreiknings 2007 er árangur þeirrar fjármálastefnu sem meirihlutinn hefur markað. Lagðar hafa verið fram raunsæjar áætlanir og sköpuð skilyrði til þess að þeim verði fylgt. Í því felst m.a. að forstöðumenn stofnana hafa fengið aukið fjárhagslegt sjálfstæði á undanförnum árum, sem gefur þeim svigrúm til að taka mið af markmiðum og þörfum sinnar stofnunar við ráðstöfun fjár.%0D %0DÁrsreikningur Mosfellsbæjar árið 2007 er glæsilegur og þar hafa margir lagt gjörva hönd á plóginn. Þáttur starfsmanna Mosfellsbæjar er ómetanlegur í þeim árangri sem náðst hefur og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir. %0D%0DBókun Samfylkingar vegna ársreiknings 2007.%0D%0DÁrsreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2007 sýnir góða afkomu bæjarfélagsins og er það vel. Það ber hins vegar að hafa í huga ástæður þessa þegar horft er til framtíðar. Ástæður þessarar jákvæðu niðurstöðu eru einkum eftirfarandi. Rekstrarumhverfi bæjarins, sem og annarra bæjarfélaga og fyrirtækja, á árinu 2007 var ákaflega hagstætt eins og undanfarin ár, skatttekjur hækka verulega á milli áranna 2006 og 2008, sala á byggingarétti færði bæjarfélaginu umtalsverðar tekjur og þjónustugjöld á bæjarbúa hafa hækkað verulega á undanförnum árum þó svo nokkuð hafa dregið úr því á síðasta ári með tilkomu gjaldfrjálsra 5 ára deilda leikskólanna sem var mikið framfaraskref. Jafnframt þessu hafa fjárframlög úr bæjarsjóði til rekstrar margra mikilvægra málaflokka lækkað sem hlutfall af skatttekjum og í sumum tilfellum til margra undanfarinna ára. Í ljósi versnandi efnahagsástands er það nokkuð víst að þrengja mun nokkuð að rekstrarumhverfi bæjarins. Með áherslur núverandi meirihluta sjálfstæðismanna og VG í huga gagnvart mörgum mikilvægum málaflokkum er það nokkuð áhyggjuefni hvernig að þeim verði búið á komandi árum.%0D %0DBókun fulltrúa B-lista vegna ársreiknings Mosfellsbæjar árið 2007.%0D%0DAfkoma A og B hluta Mosfellsbæjar árið 2007 var jákvæð um 542,9 millj. en söluhagnaður fastafjármuna og sala byggingarétta var á árinu 288 millj. eða um 53% af rekstrarniðurstöðu A og B hluta.%0D%0DEftirtektarvert er að árið 2007 var hlutfall skatttekna sem ráðstafað var til fræðslu- og umhverfismála lægra en árið 2006.%0D%0DFulltrúi B-listans tekur undir athugasemdir endurskoðenda ársreikningsins um að taka rekstur þeirra B-hluta stofnana sem reknar hafa verið með tapi til endurskoðunar og leita leiða til að snúa rekstri þeirra til jákvæðs horfs.%0D%0DAthygli vekur að gjaldfærð leiga af íþróttamannvirkjum við Lækjarhlíð á árinu 2007 á tímabilinu 1/3 - 31/12 var rúmar 126 milljónir en það jafngildir að sveitarfélagið greiði u.þ.b. 168 milljónir á ári eða sem svarar 4,8 milljörðum á næstu 29 árum í leigu af íþróttamiðstöðinni. Jákvætt er að nú er í fyrsta skipti gerð grein fyrir skuldbindingum utan efnahagsreiknings eins og Framsóknarmenn hafa bent á undanfarin ár að eðlilegt sé. %0D%0DForseti bar upp ársreikninga bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningurinn staðfestur með sjö atkvæðum, en helstu niðurstöðutölur úr samanteknum reikningi fyrir A og B hluta eru þessar í millj. kr. :%0D%0DRekstrarreikningur 1. 1. – 31. 12. 2007%0D%0DRekstrartekjur: 3.964,0 mkr.%0DRekstrargjöld: 2.793,6 mkr.%0DFjármagnsliðir: 130,8 mkr.%0DTekjuskattur: 6,7 mkr%0D%0DRekstrarniðurstaða: 542,9 mkr.%0D%0DEfnahagsreikningur 31. 12. 2007%0D%0DEignir: 6.478,7 mkr.%0DEigið fé: 2.748,7 mkr.%0DSkuldir og skuldbindingar: 3.730,0 mkr.%0D%0D
- 21. maí 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #491
Forseti gaf Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra orðið og fór hann yfir ársreikninginn bæði A hluta aðalsjóðs og B hluta stofnana Mosfellsbæjar vegna ársins 2007.%0D%0DHaraldur Sverrisson færði að lokum öllum starfsmönnum bæjarins þakkir fyrir hve vel gekk á árinu að halda fjárhagsáætlun og skoðunarmönnum reikninga og endurskoðendum þakkir fyrir vel unnin störf við að undirbúa og ganga frá þessum ársreikningi. %0D%0DForseti tók undir þakkir til starfsmanna bæjarins fyrir vel unnin störf svo og þeir bæjarfulltrúar sem til máls tóku.%0D%0DÁ fundinn mætti löggiltur endurskoðandi bæjarins, Halldór Hróarr Sigurðsson og fór hann yfir endurskoðunarskýrslu sem fyrir fundinum lá en undir hana hafa bæði löggiltir endurskoðendur og skoðunarmenn ritað.%0D%0DTil máls tóku: HHS, JS, HSv, MM og PJL.%0D%0DSamþykkt samhljóða að vísa ársreikningnum til annarrar umræðu.%0D
- 21. maí 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #491
Ársreikningurinn er í yfirlestri og verður sendur (tengdur á fundargátt) eða í síðasta lagi afhentur á bæjarráðsfundinum.
Lagt fram á 491. fundi bæjarstjórnar.
- 21. maí 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #491
Ársreikningurinn er í yfirlestri og verður sendur (tengdur á fundargátt) eða í síðasta lagi afhentur á bæjarráðsfundinum.
Lagt fram á 491. fundi bæjarstjórnar.
- 8. maí 2008
Bæjarráð Mosfellsbæjar #880
Ársreikningurinn er í yfirlestri og verður sendur (tengdur á fundargátt) eða í síðasta lagi afhentur á bæjarráðsfundinum.
Pétur J. Lockton, fjármálastjóri sat fundinn þegar málið var tekið fyrir.%0D%0DRædd drög að ársreikningi.