1. nóvember 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) 1. varamaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) varðandi sjúkraflutninga201210280
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) varðandi úttekt óháðs aðila (KPMG) á skiptingu kostnaðar milli slökkvistarfsemi og sjúkraflutninga í rekstri SHS. Slökkviliðsstjóri mætir á fundinn og gerir grein fyrir málinu.
Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) varðandi úttekt óháðs aðila (KPMG) á skiptingu kostnaðar milli slökkvistarfsemi og sjúkraflutninga í rekstri SHS.
Slökkviliðsstjóri Jón Viðar Matthíasson (JVM) og Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri (BF) mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
Til máls tóku: HP. JVM, HSv, BH, JS og JJB.
Erindið lagt fram að lokinni kynningu.
2. Opnir fundir nefnda og reglur hvað það varðar samkvæmt 46. grein sveitarstjórnarlaga201210269
Áður á dagskrá 1095. fundar bæjarráðs þar sem því var frestað. Bæjarráðsmaður Jónas Sigurðsson óskar eftir dagskrárlið um opna fundi nefnda og reglur hvað það varðar samkvæmt 46. grein sveitarstjórnarlaga.
Bæjarráðsmaður Jónas Sigurðsson óskar eftir dagskrárlið um opna fundi nefnda og reglur hvað það varðar samkvæmt 46. grein sveitarstjórnarlaga.
Erindið var áður á dagskrá 1095. fundar bæjarráðs en var þá frestað vegna tímaskorts.Til máls tóku: JS, KT, HSv, JJB, BH og HP.
Tillaga kom fram frá bæjarráðsmanni Jónasi Sigurðssyni þess efnis að bæjarráð samþykki að unnar verði reglur um opna fundi nefnda á grundvelli 46. greinar sveitarstjórnarlaga.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að vinna drög að reglum og leggja fyrir bæjarráð.
3. Erindi Jóns Magnússonar varðandi kröfu eigenda við Stórakrika201005049
Áður á dagskrá 1084. fundar bæjarráðs þar sem bótakröfum á grunni yfirmatsgerðar var hafnað. Óskað er eftir heimild til hand lögmanni Mosfellsbæjar að freista samkomulags vegna framkominna bótakrafna og verður gerð nánari grein fyrir málinu á fundinum. Fasteignaeigendur við Stórakrika leggja fram bótakröfu byggða á yfirmati vegna breytinga sem gerðar voru á deiliskipulagi Krikahverfis.
Fasteignaeigendur við Stórakrika leggja fram bótakröfu byggða á yfirmati vegna breytinga sem gerðar voru á deiliskipulagi Krikahverfis.
Til máls tóku:HP, SÓJ, JJB, HSv, BH, KT og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila lögmanni bæjarins að eiga fund með lögmanni viðkomandi fasteignaeigenda til að heyra hvort samkomulagsgrundvöllur kunni að vera í málinu.
4. Framhaldsskóli - nýbygging2010081418
Kynnt eru drög að bréfi til Framkvæmdasýslunnar varðandi nýbyggingu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ varðandi skuldajöfnun á reikningum.
Drög að bréfi til Framkvæmdasýslunnar varðandi nýbyggingu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ varðandi áskilnað Mosfellsbæjar um skuldajöfnun á reikningum.
Til máls tóku: HSv,
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila stjórnsýslusviði að tilkynna Framkvæmdasýslunni og mennta- og menningarmálaráðuneytinu að Mosfellsbær áskilji sér rétt til skuldajöfnunar.
5. Landspilda úr landi Varmalands í Mosfellsdal201206325
Áður á dagskrá 1082. fundr bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Hjálögð er umsögnin. Erindi Lögmála ehf. varðandi landspildu í landi Varmalands í Mosfellsdals þar sem haldið er fram að í gildi sé leigusamningu um afnot af hluta jarðarinnar.
Erindi Lögmála ehf. þar sem lögfræðistofan krefst þess, f.h. umbjóðanda síns, að Mosfellsbær viðurkenni afnotarétt umbjóðandans á landspildu úr landi Varmalands í Mosfellsdal sem er í eigu bæjarins.
Áður á dagskrá 1082. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tóku: HSv, JJB og SÓJ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu þar sem kröfunni um afnotarétt er hafnað.
6. Skuldbreyting erlendra lána201106038
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra og bæjarstjóra um endurútreikning tveggja lánasamninga í kjölfar dóma Hæstaréttar.
Skuldbreyting erlendra lánasamninga hjá Íslandsbanka yfir í íslenskar krónur.
Áður á dagskrá 1065. fundar bæjarráðs.Til máls tóku: HSv og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að gagna frá málinu við Íslandsbanka.
7. Endurútreikningur áður gengistryggðra lána Mosfellsbæjar201210289
Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði Jón Jósef Bjarnason óskar eftir erindinu á dagskrá
Endurútreikningur áður gengistryggðra lána Mosfellsbæjar, áheyrnarfulltrúi í bæjarráði Jón Jósef Bjarnason óskar eftir erindinu á dagskrá.
Varðandi þetta erindi er vísað til erindis nr. 201106038 og erindið lagt því fram.
8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um félagslega aðstoð201210303
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breygingu á lögum um félagslega aðstoð.
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breygingu á lögum um félagslega aðstoð.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
9. Erindi SSH varðandi tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024201210307
Erindi SSH varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 til umræðu og staðfestingar hjá aðildarsveitarfélögunum.
Erindi SSH varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 til umræðu og staðfestingar hjá aðildarsveitarfélögunum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
10. Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi uppskipti á jörðinni Miðdal I200605022
Áður á dagskrá 971. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að svara bréfritara. Áheyrnarfulltrúi Jón Jósef Bjarnason óskar eftir erindinu á dagskrá fundarins og mun hann gera grein fyrir því á fundinum.
Erindinu frestað til næsta fundar.