Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. nóvember 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) 1. varamaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (SHS) varð­andi sjúkra­flutn­inga201210280

    Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) varðandi úttekt óháðs aðila (KPMG) á skiptingu kostnaðar milli slökkvistarfsemi og sjúkraflutninga í rekstri SHS. Slökkviliðsstjóri mætir á fundinn og gerir grein fyrir málinu.

    Er­indi Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (SHS) varð­andi út­tekt óháðs að­ila (KPMG) á skipt­ingu kostn­að­ar milli slökkvi­starf­semi og sjúkra­flutn­inga í rekstri SHS.

    Slökkvi­liðs­stjóri Jón Við­ar Matth­íasson (JVM) og Birg­ir Finns­son varaslökkvi­liðs­stjóri (BF) mættu á fund­inn og gerðu grein fyr­ir mál­inu.

    Til máls tóku: HP. JVM, HSv, BH, JS og JJB.

    Er­ind­ið lagt fram að lok­inni kynn­ingu.

    • 2. Opn­ir fund­ir nefnda og regl­ur hvað það varð­ar sam­kvæmt 46. grein sveit­ar­stjórn­ar­laga201210269

      Áður á dagskrá 1095. fundar bæjarráðs þar sem því var frestað. Bæjarráðsmaður Jónas Sigurðsson óskar eftir dagskrárlið um opna fundi nefnda og reglur hvað það varðar samkvæmt 46. grein sveitarstjórnarlaga.

      Bæj­ar­ráðs­mað­ur Jón­as Sig­urðs­son ósk­ar eft­ir dag­skrárlið um opna fundi nefnda og regl­ur hvað það varð­ar sam­kvæmt 46. grein sveit­ar­stjórn­ar­laga.
      Er­ind­ið var áður á dagskrá 1095. fund­ar bæj­ar­ráðs en var þá frestað vegna tíma­skorts.

      Til máls tóku: JS, KT, HSv, JJB, BH og HP.

      Til­laga kom fram frá bæj­ar­ráðs­manni Jón­asi Sig­urðs­syni þess efn­is að bæj­ar­ráð sam­þykki að unn­ar verði regl­ur um opna fundi nefnda á grund­velli 46. grein­ar sveit­ar­stjórn­ar­laga.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að vinna drög að regl­um og leggja fyr­ir bæj­ar­ráð.

      • 3. Er­indi Jóns Magnús­son­ar varð­andi kröfu eig­enda við Stórakrika201005049

        Áður á dagskrá 1084. fundar bæjarráðs þar sem bótakröfum á grunni yfirmatsgerðar var hafnað. Óskað er eftir heimild til hand lögmanni Mosfellsbæjar að freista samkomulags vegna framkominna bótakrafna og verður gerð nánari grein fyrir málinu á fundinum. Fasteignaeigendur við Stórakrika leggja fram bótakröfu byggða á yfirmati vegna breytinga sem gerðar voru á deiliskipulagi Krikahverfis.

        Fast­eigna­eig­end­ur við Stórakrika leggja fram bóta­kröfu byggða á yf­ir­mati vegna breyt­inga sem gerð­ar voru á deili­skipu­lagi Krika­hverf­is.

        Til máls tóku:HP, SÓJ, JJB, HSv, BH, KT og JS.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila lög­manni bæj­ar­ins að eiga fund með lög­manni við­kom­andi fast­eigna­eig­enda til að heyra hvort sam­komu­lags­grund­völl­ur kunni að vera í mál­inu.

        • 4. Fram­halds­skóli - ný­bygg­ing2010081418

          Kynnt eru drög að bréfi til Framkvæmdasýslunnar varðandi nýbyggingu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ varðandi skuldajöfnun á reikningum.

          Drög að bréfi til Fram­kvæmda­sýsl­unn­ar varð­andi ný­bygg­ingu Fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ varð­andi áskiln­að Mos­fells­bæj­ar um skulda­jöfn­un á reikn­ing­um.

          Til máls tóku: HSv,

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila stjórn­sýslu­sviði að til­kynna Fram­kvæmda­sýsl­unni og mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu að Mos­fells­bær áskilji sér rétt til skulda­jöfn­un­ar.

          • 5. Land­spilda úr landi Varmalands í Mos­fells­dal201206325

            Áður á dagskrá 1082. fundr bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Hjálögð er umsögnin. Erindi Lögmála ehf. varðandi landspildu í landi Varmalands í Mosfellsdals þar sem haldið er fram að í gildi sé leigusamningu um afnot af hluta jarðarinnar.

            Er­indi Lög­mála ehf. þar sem lög­fræði­stof­an krefst þess, f.h. um­bjóð­anda síns, að Mos­fells­bær við­ur­kenni af­nota­rétt um­bjóð­and­ans á land­spildu úr landi Varmalands í Mos­fells­dal sem er í eigu bæj­ar­ins.

            Áður á dagskrá 1082. fund­ar bæj­ar­ráðs þar sem óskað var um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs. Hjá­lögð er um­sögn­in.

            Til máls tóku: HSv, JJB og SÓJ.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að svara er­ind­inu þar sem kröf­unni um af­nota­rétt er hafn­að.

            • 6. Skuld­breyt­ing er­lendra lána201106038

              Lagt fram minnisblað fjármálastjóra og bæjarstjóra um endurútreikning tveggja lánasamninga í kjölfar dóma Hæstaréttar.

              Skuld­breyt­ing er­lendra lána­samn­inga hjá Ís­lands­banka yfir í ís­lensk­ar krón­ur.
              Áður á dagskrá 1065. fund­ar bæj­ar­ráðs.

              Til máls tóku: HSv og JJB.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra og fjár­mála­stjóra að gagna frá mál­inu við Ís­lands­banka.

              • 7. End­urút­reikn­ing­ur áður geng­is­tryggðra lána Mos­fells­bæj­ar201210289

                Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði Jón Jósef Bjarnason óskar eftir erindinu á dagskrá

                End­urút­reikn­ing­ur áður geng­is­tryggðra lána Mos­fells­bæj­ar, áheyrn­ar­full­trúi í bæj­ar­ráði Jón Jósef Bjarna­son ósk­ar eft­ir er­ind­inu á dagskrá.

                Varð­andi þetta er­indi er vísað til er­ind­is nr. 201106038 og er­ind­ið lagt því fram.

                • 8. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um fé­lags­lega að­stoð201210303

                  Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breygingu á lögum um félagslega aðstoð.

                  Al­þingi send­ir til um­sagn­ar frum­varp til laga um breyg­ingu á lög­um um fé­lags­lega að­stoð.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

                  • 9. Er­indi SSH varð­andi til­lögu að breyt­ingu á svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2001-2024201210307

                    Erindi SSH varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 til umræðu og staðfestingar hjá aðildarsveitarfélögunum.

                    Er­indi SSH varð­andi breyt­ingu á svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2001-2024 til um­ræðu og stað­fest­ing­ar hjá að­ild­ar­sveit­ar­fé­lög­un­um.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar.

                    • 10. Er­indi Mar­grét­ar Tryggva­dótt­ur varð­andi upp­skipti á jörð­inni Mið­dal I200605022

                      Áður á dagskrá 971. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að svara bréfritara. Áheyrnarfulltrúi Jón Jósef Bjarnason óskar eftir erindinu á dagskrá fundarins og mun hann gera grein fyrir því á fundinum.

                      Er­ind­inu frestað til næsta fund­ar.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30