5. júlí 2011 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Haraldur Haraldsson varaformaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Sigurður L Einarsson aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Sigurbjörn Svavarsson 1. varamaður
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tjaldstæði á vegum Mosfellsbæjar200905229
Kynnt verður nýtt tjaldstæði við Varmárskóla.
Á fundinn mætti Tómas Gíslason umhverfisstjóri og kynnti nýtt tjaldstæði.
Þróunar- og ferðamálanefnd fagnar hinu nýja tjaldstæði.
2. Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Mosfellsbæ201001422
Staða mála kynnt varðandi upplýsingamiðstöð ferðamanna í Mosfellsbæ. Á fundin mæta fulltrúar Hótel Laxness.
Fulltrúar frá Hótel Laxnesi mættu og kynntu stöðu mála varðandi Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Mosfellsbæ. Fram kom að nauðsynlegt er að Mosfellsbær styrki þetta fyrirkomulag um staðsetningu Upplýsingamiðstöðvarinnar, sem á sínum tíma var færð þangað af þróunar- og ferðamálanefnd Mosfellsbæjar.
Þróunar- og ferðamálanefnd leggur til við menningarsvið að vinna að frekari stuðningi við Upplýsingamiðstöðina.
3. MosBus - akstur fyrir ferðamenn201001436
Farið yfir hugmyndir um þjónustu við ferðir ferðamanna innan Mosfellsbæjar sl. sumar. Á fundinn mæta fulltrúar Hótel Laxness sem báru hita og þunga af verkefninu sl. sumar.
Fulltrúar frá Hótel Laxnesi mættu og upplýstu um fyrirkomulag MosBus þetta árið. Til stendur að aðilar í ferðaþjónustu í Mosfellsbæ geri tilraun með tímabundnar ferðir MosBus nú í sumar. Fulltrúar Hótelsins sem stóðu fyrir akstri MosBus síðastliðið sumar vænta þess að Mosfellsbær styðji við þetta verkefni, sem gekk mjög vel í fyrra. Þróunar- og ferðamálanefndin lýsir yfir ánægju sinni með framtakið, en hvetur aðila í ferðaþjónustu til að taka höndum saman í uppbyggingu ferðaþjónustu, t.d. með stofnun félagasamtaka ferðaþjónustuaðila í Mosfellsbæ.
4. Í túninu heima Bæjarhátíð Mosfellsbæjar 2011201105080
Á fundinn mætir Daði Þór Einarsson starfsmaður bæjarhátíðarinnar og kynnir drög að dagskrá.
Á fundinn mætti Daði Þór Einarsson og kynnti undirbúning bæjarhátíðarinnar 2011.
5. Bæklingur fyrir ferðamenn201003315
Málinu vísað til menningarsviðs.
6. Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Frestun frá síðasta fundi.
Engar athugasemdir koma frá nefndinni að þessu sinni varðandi væntanlegt aðalskipulag Mosfellsbæjar.