Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. júlí 2011 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
  • Haraldur Haraldsson varaformaður
  • Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurður L Einarsson aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörn Svavarsson 1. varamaður
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Tjald­stæði á veg­um Mos­fells­bæj­ar200905229

    Kynnt verður nýtt tjaldstæði við Varmárskóla.

    Á fund­inn mætti Tóm­as Gíslason um­hverf­is­stjóri og kynnti nýtt tjald­stæði.

     

    Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd fagn­ar hinu nýja tjald­stæði.

    • 2. Upp­lýs­inga­mið­stöð ferða­manna í Mos­fells­bæ201001422

      Staða mála kynnt varðandi upplýsingamiðstöð ferðamanna í Mosfellsbæ. Á fundin mæta fulltrúar Hótel Laxness.

      Full­trú­ar frá Hót­el Lax­nesi mættu og kynntu stöðu mála varð­andi Upp­lýs­inga­mið­stöð ferða­manna í Mos­fells­bæ.  Fram kom að nauð­syn­legt er að Mos­fells­bær styrki þetta fyr­ir­komulag um stað­setn­ingu Upp­lýs­inga­mið­stöðv­ar­inn­ar, sem á sín­um tíma var færð þang­að af þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd Mos­fells­bæj­ar. 

       

      Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd legg­ur til við menn­ing­ar­svið að vinna að frek­ari stuðn­ingi við Upp­lýs­inga­mið­stöð­ina.

      • 3. Mos­Bus - akst­ur fyr­ir ferða­menn201001436

        Farið yfir hugmyndir um þjónustu við ferðir ferðamanna innan Mosfellsbæjar sl. sumar. Á fundinn mæta fulltrúar Hótel Laxness sem báru hita og þunga af verkefninu sl. sumar.

        Full­trú­ar frá Hót­el Lax­nesi mættu og upp­lýstu um fyr­ir­komulag Mos­Bus þetta árið.  Til stend­ur að að­il­ar í ferða­þjón­ustu í Mos­fells­bæ geri til­raun með tíma­bundn­ar ferð­ir Mos­Bus nú í sum­ar.  Full­trú­ar Hót­els­ins sem stóðu fyr­ir akstri Mos­Bus síð­ast­lið­ið sum­ar vænta þess að Mos­fells­bær styðji við þetta verk­efni, sem gekk mjög vel í fyrra.  Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd­in lýs­ir yfir ánægju sinni með fram­tak­ið, en hvet­ur að­ila í ferða­þjón­ustu til að taka hönd­um sam­an í upp­bygg­ingu ferða­þjón­ustu, t.d. með stofn­un fé­laga­sam­taka ferða­þjón­ustu­að­ila í Mos­fells­bæ.

        • 4. Í tún­inu heima Bæj­ar­há­tíð Mos­fells­bæj­ar 2011201105080

          Á fundinn mætir Daði Þór Einarsson starfsmaður bæjarhátíðarinnar og kynnir drög að dagskrá.

          Á fund­inn mætti Daði Þór Ein­ars­son og kynnti und­ir­bún­ing bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar 2011.

          • 5. Bæk­ling­ur fyr­ir ferða­menn201003315

            Mál­inu vísað til menn­ing­ar­sviðs.

            • 6. Að­al­skipu­lag 2009-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

              Frestun frá síðasta fundi.

              Eng­ar at­huga­semd­ir koma frá nefnd­inni að þessu sinni varð­andi vænt­an­legt að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00