27. september 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Richard Már Jónsson aðalmaður
- Valdimar Leó Friðriksson áheyrnarfulltrúi
- Hanna Símonardóttir 1. varamaður
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Nýbygging við íþróttamiðstöðina að Varmá201202172
Á fundinn mætti Jóhanna B. Hansen bæjarverkfræðingur og gerði grein fyrir framvindu mála varðandi byggingu íþróttahúss við Varmá.
Á fundinn mætti Jóhanna B. Hansen bæjarverkfræðingur og gerði grein fyrir framvindu mála varðandi byggingu íþróttahúss að Varmá.
2. Skýrsla um framkvæmd og fyrirkomulag íþróttakennslu í grunnskólum201205086
Skýrslan lögð fram til upplýsingar.
Skýrsla lögð fram.
3. Upplýsingaskylda íþrótta- og tómstundafélaga vegna samninga - gögn201205102
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur sett sem skilyrði að íþróttafélög skili árlega skýrslum um starfsemina. Hér liggja fyrir skýrslur þeirra félaga sem sent hafa þær inn til íþrótta- og tómstundasviðs.
Mosfellsbær hefur sett sem skilyrði að íþróttafélög skili árlega skýrslum um starfsemina. Hér liggja fyrir skýrslur þeirra félaga sem sent hafa þær inn til íþrótta- og tómstundasviðs. Upplýsingar frá félögunum eru mis góðar og nefndin einsetur sér að leita til félaganna um skýringar á vanhöldum við skýrslugerðina - þó það eigi ekki við um öll félög.
4. Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög 2012201203076
Hér liggja fyrir endanlegar útgáfur af samningum við íþrótta- og tómstundafélög 2012 ásamt samningum um afrekssjóði.
Lagðir fram endanlegar útgáfur af samningum við íþrótta- og tómstundafélög árið 2012, ásamt samningum um afrekssjóði hjá hverju og einu félagi. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða samninga.
5. ósk um styrk v/ þáttöku í landsliði201209333
Nefndin óskar eftir því við íþróttasvið Mosfellsbæjar að settar verði á blað viðmiðunarreglur um afgreiðslu styrkja sem falla utan afrekssjóða íþrótta- og tómstundafélaga í Mosfellsbæ. Jafnframt vísar nefndin hjálögðu erindi til sviðsins til afgreiðslu í samræmi við fyrri venjur um afgreiðslu erindis eins og þessa.
6. Íþrótta- og tómstundaþing Mosfellsbæjar201104020
Lögð fram niðurstaða úr íþrótta- og tómstundaþingi sem kynnt var í nefndinni 11. júní sl.
Lagt fram.
7. Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði200906129
Íþrótta- og tómstundastefna Mosfellsbæjar var kynnt á íþróttaþingi. Hún þarf að taka breytingum í ljósi tillagna þingsins. Lögð fram úrvinnsla úr íþrótta- og tómstundaþingi - sem tekur mið af stefnumótun eða stefnu í íþrótta- og tómstundamálum.
Lögð fram úrvinnsla úr íþrótta- og tómstundaþingi - sem tekur mið af stefnumótun eða stefnu í íþrótta- og tómstundamálum. Stefnt er að því að tillögur frá þinginu falli inn í væntanlega stefnu og verði það tekið fyrir sérstaklega í nefndinni.