Mál númer 201101343
- 16. febrúar 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #552
551. fundur bæjarstjórnar vísar þriggja ára áætlun til annarar umræðu.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið undir þessum lið og fór bæjarstjóri nokkrum orðum um áætlunina sem væri hér lögð fram óbreytt frá fyrri umræðu.<BR> <BR>Rekstrarniðurstaða A- og B hluta í 3ja ára áætlun áranna 2012-2014: <BR>
Rekstur. <BR>2012: 197,1m.kr.<BR>2013: 242,0m.kr.<BR>2014: 289,6m.kr.
Skuldir og Eigið fé.
2012: 12.443m.kr.<BR>2013: 12.561m.kr.<BR>2014: 12.699m.kr.
<BR>Bæjarstjóri þakkaði að lokum öllum embættismönnum sem komið hafa að gerð áætlunarinnar fyrir þeirra störf. <BR> <BR>Forseti tók undir þakkir til starfsmanna fyrir aðkomu þeirra að gerð þessarar þriggja ára áætlunar og sama gerðu þeir bæjarfulltrúar sem til máls tóku. <BR> <BR>Til máls tóku: HSv, KT, JS og JJB.
Bókun S-lista Samfylkingar vegna þriggja ára áætlunar.
Þriggja ára áætlun Mosfellsbæjar byggir skv. venju á spá um íbúaþróun og nýbyggingar. Ljóst er að verði frávik frá þeim tölum hefur það áhrif á spá um rekstrarafkomu bæjarins. Nokkrar bjartsýni gætir í tölum um fjölgun nýbygginga miðað við horfur í efnahagsmálum. Því tel ég mikilvægt að mikils aðhalds sé gætt í framkvæmdum sem auka eða gætu aukið skuldir bæjarins. Mætti þar nefna áætlað framlag til golfskála sem ég hafði athugasemd um við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2011. Í raun er það út í hött að áætla fjármuni í framkvæmd golfskála þar sem samningar eru í uppnámi og semja þarf að nýju sem og að skuldsetja bæjarfélagið vegna þess.
Jónas Sigurðsson.
Bókun bæjarfulltrúa D og V-lista.
Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Mosfellsbæjar og stofnana hans er markmiðssetning um rekstur, framkvæmdir og fjármál bæjarfélagsins í náinni framtíð. <BR>Áætlunin byggir á spá um fjölgun og aldursdreifingu íbúa og fjölgun íbúða og fjárfestingar á þessu þriggja ára tímabili. Hún er gerð á föstu verðlagi. <BR>Gert er ráð fyrir að stærstu fjárfestingarverkefnin á næstu árum verði þátttaka í byggingu framhaldsskóla í miðbænum en ráðgert er að til þess fari um 570 mkr. á tímabilinu og bygging hjúkrunarheimils sem leigt verður ríkinu skv. samingi en gert er ráð fyrir að byggingarkostnaður við það verði um 800 mkr. <BR>Áætlunin gerir ráð fyrir hóflegri íbúafjölgun. Þau hverfi sem verða í uppbyggingu á þessu tímabili eru aðallega Leirvogstunga og Helgafellshverfi. <BR>Þriggja ára áætlun áranna 2012 til 2014 er gerð við óvissar aðstæður. En þær forsendur sem hér eru lagðar til grundvallar eru skv. opinberum spám um þróun efnahagsmála á komandi árum. Ljóst er að rekstur Mosfellsbæjar er traustur og fer hagur hans batnandi á komandi árum. Þær aðstæður sem verið hafa í þjóðfélaginu á undanförnum árum hafa verið sveitarfélögum erfiðar en ljóst er að Mosfellsbær stendur vel þrátt fyrir það og tekist hefur að sigla fjármálum sveitarfélagsins á farsælan hátt í gegnum þetta öldurót. <BR>
Að lokinni almennri umræðu um þriggja ára áætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2012-2014 var áætlunin borin upp og samþykkt með fimm atkvæðum.
- 2. febrúar 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #551
<DIV>Afgreiðsla 1014. fundar bæjarráðs, um að vísa þriggja ára áætlun 2012-2014 til fyrri umræðu í bæjarstjórn, samþykkt á 551. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 2. febrúar 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #551
Þriggja ára áætlun Mosfellsbæjar og stofnana, fyrri umræða.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og gerði hann grein fyrir forsendum og helstu niðurstöðum þriggja ára áætlunar Mosfellsbæjar og stofnana hans 2012 - 2014 og þakkaði að lokum embættismönnum fyrir gott starf við undirbúning áætlunarinnar.<BR> <BR>Forseti þakkaði bæjarstjóra og embættismönnum bæjarins fyrir vel unna og vel framsetta þriggja ára áætlun og tóku þeir bæjarfulltrúar sem til máls tóku undir þær þakkir.
<BR>Til máls tóku: HSv, JJB og JS.
Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa áætluninni til seinni umræðu bæjarstjórnar þann 16. febrúar nk.
- 27. janúar 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1014
Á fundinn er mættur undir þessum dagskrárlið Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslusviðs.
Til máls tóku: HSv, JJB, BÞÞ og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa áætluninni til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.