Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. október 2012 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
  • Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
  • Bylgja Bára Bragadóttir 1. varamaður
  • Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
  • Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
  • Sólveig Franklínsdóttir (SFr) áheyrnarfulltrúi
  • Atli Guðlaugsson fræðslusvið
  • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Mál­efni lýð­ræð­is­nefnd­ar - Lýð­ræð­is­stefna201011056

    Bæjarráð vísar erindi um málefni lýðræðisnefndar og lýðræðisstefnu til nefndarinnar. Erindið kynnir endurskoðun á verklagsreglum varðandi ritun fundargerða.

    Til máls tóku: EMa, BÞÞ, ASG, SÞ, SF.

    Mál­efni lýð­ræð­is­nefnd­ar lögð fram um að halda opna fundi og einn­ig end­ur­skoð­un á verklags­regl­um um rit­un fund­ar­gerða.

    Und­ir þess­um lið kynnti formað­ur nefnd­ar­inn­ar helstu verk­efni og hlut­verk fræðslu­nefnd­ar, þar sem um op­inn fund var að ræða.

    • 2. Lista­skóli Mos­fells­bæj­ar haust 2012201210275

      Lagt fram til upplýsinga fjöldi nemenda og fleira tengt haustbyrjun 2012

      Til máls tóku: EMa, AG, ASG, BÞÞ, SÞ, MI.

      Minn­is­blað lagt fram.

      Atli Guð­laugs­son, skóla­stjóri Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar fór yfir haust­byrj­un skól­ans. Mik­il ásókn er í skól­ann, fjöldi nem­enda er 239 og kenn­ar­ar eru 26 auk skóla­stjóra og á bið­lista til að kom­ast í tón­list­ar­nám eru 79 nem­end­ur. Flest­ir af þeim sem bíða eft­ir því að kom­ast í tón­list­ar­nám fá tæki­færi til þess inn­an eins til tveggja ára, allt eft­ir hljóð­færi og ef áhugi er enn til stað­ar þeg­ar tæki­fær­ið bíðst.

      • 3. Fjöldi leik- og grunn­skóla­barna haust­ið 2012201210251

        Upplýsingar um fjölda leik- og grunnskólabarna lagðar fram.

        Til máls tóku: EMa, MI, ESÓ, ASG.

        Lagð­ar fram töl­ur um fjölda leik- og grunn­skóla­barna. Í leik­skól­um bæj­ar­ins eru 602 börn og fá öll börn á aldr­in­um 2ja til 5 ára leik­skóla­vist. Grunn­skóla­nem­end­ur eru 1462.

        • 4. Grunn­skóla­börn í Mos­fells­bæ 2012-2013201210176

          Lagt fram til upplýsinga

          Til máls tóku: EMa, MI, SÞ, BÞÞ.

          Lögð fram töl­fræði­leg sam­an­tekt á fjölda barna með lög­heim­ili í sveit­ar­fé­lag­inu, sem eru 1472, og hvar þau eru í skóla, í Mos­fells­bæ eða ann­ars stað­ar. Að­eins vant­ar að gera grein fyr­ir ein­um nem­anda, en upp­lýs­inga er leitað um skóla­vist þess ein­stak­lings. Með fram­lagn­ingu þess­ara gagna upp­fyll­ir fræðslu­nefnd skyldu sína um að gera grein fyr­ir og líta eft­ir skóla­vist barna með lög­heim­ili í sveit­ar­fé­lag­inu.

          • 5. Kynn­ing á þró­un­ar­verk­efn­um í leik- og grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar201210268

            Kynnt verða þrjú verkefni, PALS, Innleiðing nýrra aðalnámskráa og samstarf leik- og grunnskóla um að brúa bil milli skólastiga.

            Til máls tóku: EMa, GMS, SF, BÞÞ, ASG, LG, SÞ, ÞE, BB.

            Kynn­ing á þrem­ur þró­un­ar­verk­efn­um í leik- og grunn­skóla. Verk­efn­in eru PALS - lest­ar­verk­efni sem teyg­ir sig frá leik­skóla til grunn­skóla, sam­starfs­verk­efni leik- og grunn­skóla um að brúa bil milli skóla­stiga og að lok­um verk­efni sem ber heit­ið Inn­leið­ing nýrra að­al­nám­skráa í leik- og grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar.

            Fræðslu­nefnd­in lýs­ir yfir ánægju með þró­un­ar­verk­efn­in og tel­ur þau end­ur­spegla fram­sæk­ið og já­kvætt skólast­arf og að vel hef­ur mið­að að tengja sam­an skóla­stig­in í Mos­fells­bæ. Það sýn­ir jafn­framt að í skól­um bæj­ar­ins fer fram at­hygl­is­vert átak til að efla lest­ur, mál- og lesskiln­ing með­al allra leik- og grunn­skóla­barna í Mos­fells­bæ.

            • 6. Opin hús 2012-2013201210249

              Kynnt dagskrá opinna húsa veturinn 2012-13

              Til máls tóku: EMa, MI, ESÓ, LG.

              Kynnt dagskrá Op­inna hús vet­ur­inn 2012 - 2013. Meg­in þema Op­inna húsa er kynn­ing á nýrri að­al­námskrá og er sjón­um beint að fræðslu til for­eldra og skóla­sam­fé­lags­ins al­mennt.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00