30. október 2012 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Bylgja Bára Bragadóttir 1. varamaður
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) áheyrnarfulltrúi
- Atli Guðlaugsson fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Málefni lýðræðisnefndar - Lýðræðisstefna201011056
Bæjarráð vísar erindi um málefni lýðræðisnefndar og lýðræðisstefnu til nefndarinnar. Erindið kynnir endurskoðun á verklagsreglum varðandi ritun fundargerða.
Til máls tóku: EMa, BÞÞ, ASG, SÞ, SF.
Málefni lýðræðisnefndar lögð fram um að halda opna fundi og einnig endurskoðun á verklagsreglum um ritun fundargerða.
Undir þessum lið kynnti formaður nefndarinnar helstu verkefni og hlutverk fræðslunefndar, þar sem um opinn fund var að ræða.
2. Listaskóli Mosfellsbæjar haust 2012201210275
Lagt fram til upplýsinga fjöldi nemenda og fleira tengt haustbyrjun 2012
Til máls tóku: EMa, AG, ASG, BÞÞ, SÞ, MI.
Minnisblað lagt fram.
Atli Guðlaugsson, skólastjóri Listaskóla Mosfellsbæjar fór yfir haustbyrjun skólans. Mikil ásókn er í skólann, fjöldi nemenda er 239 og kennarar eru 26 auk skólastjóra og á biðlista til að komast í tónlistarnám eru 79 nemendur. Flestir af þeim sem bíða eftir því að komast í tónlistarnám fá tækifæri til þess innan eins til tveggja ára, allt eftir hljóðfæri og ef áhugi er enn til staðar þegar tækifærið bíðst.
3. Fjöldi leik- og grunnskólabarna haustið 2012201210251
Upplýsingar um fjölda leik- og grunnskólabarna lagðar fram.
Til máls tóku: EMa, MI, ESÓ, ASG.
Lagðar fram tölur um fjölda leik- og grunnskólabarna. Í leikskólum bæjarins eru 602 börn og fá öll börn á aldrinum 2ja til 5 ára leikskólavist. Grunnskólanemendur eru 1462.
4. Grunnskólabörn í Mosfellsbæ 2012-2013201210176
Lagt fram til upplýsinga
Til máls tóku: EMa, MI, SÞ, BÞÞ.
Lögð fram tölfræðileg samantekt á fjölda barna með lögheimili í sveitarfélaginu, sem eru 1472, og hvar þau eru í skóla, í Mosfellsbæ eða annars staðar. Aðeins vantar að gera grein fyrir einum nemanda, en upplýsinga er leitað um skólavist þess einstaklings. Með framlagningu þessara gagna uppfyllir fræðslunefnd skyldu sína um að gera grein fyrir og líta eftir skólavist barna með lögheimili í sveitarfélaginu.
5. Kynning á þróunarverkefnum í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar201210268
Kynnt verða þrjú verkefni, PALS, Innleiðing nýrra aðalnámskráa og samstarf leik- og grunnskóla um að brúa bil milli skólastiga.
Til máls tóku: EMa, GMS, SF, BÞÞ, ASG, LG, SÞ, ÞE, BB.
Kynning á þremur þróunarverkefnum í leik- og grunnskóla. Verkefnin eru PALS - lestarverkefni sem teygir sig frá leikskóla til grunnskóla, samstarfsverkefni leik- og grunnskóla um að brúa bil milli skólastiga og að lokum verkefni sem ber heitið Innleiðing nýrra aðalnámskráa í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar.
Fræðslunefndin lýsir yfir ánægju með þróunarverkefnin og telur þau endurspegla framsækið og jákvætt skólastarf og að vel hefur miðað að tengja saman skólastigin í Mosfellsbæ. Það sýnir jafnframt að í skólum bæjarins fer fram athyglisvert átak til að efla lestur, mál- og lesskilning meðal allra leik- og grunnskólabarna í Mosfellsbæ.
6. Opin hús 2012-2013201210249
Kynnt dagskrá opinna húsa veturinn 2012-13
Til máls tóku: EMa, MI, ESÓ, LG.
Kynnt dagskrá Opinna hús veturinn 2012 - 2013. Megin þema Opinna húsa er kynning á nýrri aðalnámskrá og er sjónum beint að fræðslu til foreldra og skólasamfélagsins almennt.