Mál númer 201210275
- 7. nóvember 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #593
Lagt fram til upplýsinga fjöldi nemenda og fleira tengt haustbyrjun 2012
Minnisblað Atla Guðlaugssonar skólastjóra Listaskóla Mosfellsbæjar þar sem fram kemur að mikil ásókn er í skólann, fjöldi nemenda er 239 og kennarar eru 26 auk skólastjóra og á biðlista til að komast í tónlistarnám eru 79 nemendur. Flestir af þeim sem bíða eftir því að komast í tónlistarnám fá tækifæri til þess innan eins til tveggja ára, allt eftir hljóðfæri og ef áhugi er enn til staðar þegar tækifærið býðst.$line$Minnisblaðið lagt fram.$line$$line$Til máls tóku: JJB, HSv, BH, RBG, KT, JS og HP.$line$$line$Lagt fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
- 30. október 2012
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #272
Lagt fram til upplýsinga fjöldi nemenda og fleira tengt haustbyrjun 2012
Til máls tóku: EMa, AG, ASG, BÞÞ, SÞ, MI.
Minnisblað lagt fram.
Atli Guðlaugsson, skólastjóri Listaskóla Mosfellsbæjar fór yfir haustbyrjun skólans. Mikil ásókn er í skólann, fjöldi nemenda er 239 og kennarar eru 26 auk skólastjóra og á biðlista til að komast í tónlistarnám eru 79 nemendur. Flestir af þeim sem bíða eftir því að komast í tónlistarnám fá tækifæri til þess innan eins til tveggja ára, allt eftir hljóðfæri og ef áhugi er enn til staðar þegar tækifærið bíðst.