Mál númer 201210268
- 7. nóvember 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #593
Kynnt verða þrjú verkefni, PALS, Innleiðing nýrra aðalnámskráa og samstarf leik- og grunnskóla um að brúa bil milli skólastiga.
Þrjú þróunarverkefni í leik- og grunnskóla. Verkefnin eru PALS - lestarverkefni sem teygir sig frá leikskóla til grunnskóla, samstarfsverkefni leik- og grunnskóla um að brúa bil milli skólastiga og að lokum verkefni sem ber heitið Innleiðing nýrra aðalnámskráa í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar.$line$$line$Erindið lagt fram til kynningar.$line$$line$Fræðslunefndin lýsir yfir ánægju með þróunarverkefnin og telur þau endurspegla framsækið og jákvætt skólastarf og að vel hefur miðað að tengja saman skólastigin í Mosfellsbæ. Það sýnir jafnframt að í skólum bæjarins fer fram athyglisvert átak til að efla lestur, mál- og lesskilning meðal allra leik- og grunnskólabarna í Mosfellsbæ.$line$$line$Lagt fram á 593. fundi bæjarstjórnar.
- 30. október 2012
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #272
Kynnt verða þrjú verkefni, PALS, Innleiðing nýrra aðalnámskráa og samstarf leik- og grunnskóla um að brúa bil milli skólastiga.
Til máls tóku: EMa, GMS, SF, BÞÞ, ASG, LG, SÞ, ÞE, BB.
Kynning á þremur þróunarverkefnum í leik- og grunnskóla. Verkefnin eru PALS - lestarverkefni sem teygir sig frá leikskóla til grunnskóla, samstarfsverkefni leik- og grunnskóla um að brúa bil milli skólastiga og að lokum verkefni sem ber heitið Innleiðing nýrra aðalnámskráa í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar.
Fræðslunefndin lýsir yfir ánægju með þróunarverkefnin og telur þau endurspegla framsækið og jákvætt skólastarf og að vel hefur miðað að tengja saman skólastigin í Mosfellsbæ. Það sýnir jafnframt að í skólum bæjarins fer fram athyglisvert átak til að efla lestur, mál- og lesskilning meðal allra leik- og grunnskólabarna í Mosfellsbæ.