25. október 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) 1. varamaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varamaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013 til 2016201205141
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2013 til 2016. Drögin eru til umræðu og vísunar til fyrstu umræðu í bæjarstjórn þann 31. október nk.
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2013 til 2016. Drögin eru til umræðu og vísunar til fyrstu umræðu í bæjarstjórn þann 31. október nk.
Mættur er á fundinn undir þessum dagskrárlið Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.Til máls tóku: BH, HSv, PJL, JS, JJB, KGÞ og ÓG.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2013 til 2016 til fyrri umræðu í bæjarstjórn á aukafundi þann 31. október nk.
2. Úthlutun lóða Í Desjamýri og Krikahverfi201009047
Lagðir eru fram til samþykktar úthlutunarskilmálar iðnaðar- og verslunarlóða í Desjamýri og Sunnukrika í tengslum við átak í sölu lóða.
Lagðir eru fram til samþykktar úthlutunarskilmálar iðnaðar- og verslunarlóða í Desjamýri og Sunnukrika í tengslum við átak í sölu lóða.
Til máls tóku: BH, SÓJ, HSv, JS, JJB og KGÞ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að frestað afgreiðslu til næsta fundar.
3. Malarnám í Seljadal201210216
Jónas Sigurðsson bæjarráðsmaður óskar eftir erindinu á dagskrá, vegna fréttar í Morgunblaðinu, og að upplýst verði um af hverju talið væri að framkvæmdaleyfi væri í gildi, hvenær það hafi uppgötvast að svo var ekki og um meðhöndlun málsins innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar. Minnisblað skipulagsfulltrúa fylgir erindinu.
Jónas Sigurðsson bæjarráðsmaður óskar eftir erindinu á dagskrá, vegna fréttar í Morgunblaðinu, og að upplýst verði um af hverju talið væri að framkvæmdaleyfi væri í gildi, hvenær það hafi uppgötvast að svo var ekki og um meðhöndlun málsins innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar. Minnisblað skipulagsfulltrúa fylgir erindinu.
Til máls tóku: BH, JS, HSv, JJB og ÓG.
Erindið lagt fram.
4. Beiðni um stuðning við átakið Betra líf - mannúð og réttlæti201210222
SÁÁ óskar í erindinu eftir stuðningi sveitarstjórna með því annars vegar að þær samþykkir stuðningsyfirlýsingu og hins vegar að sveitarstórnir leggist á sveif með samtökunum að safna undirskriftum meðal alemnnings.
SÁÁ óskar í erindinu eftir stuðningi sveitarstjórna með því annars vegar að þær samþykkir stuðningsyfirlýsingu og hins vegar að sveitarstórnir leggist á sveif með samtökunum að safna undirskriftum meðal almennings.
Til máls tóku: BH, JJB, ÓG, JS og KGÞ.
Erindið lagt fram.
5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, 155. mál201210255
Erindi Alþingis þar sem gefinn er kostur á að senda inn umsögn um frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.
Erindi Alþingis þar sem gefinn er kostur á að senda inn umsögn um frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldusviðs til umsagnar og afgreiðslu.
6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um kosningar til Alþingis201210257
Erindi Alþingis þar sem gefinn er kostur á að senda inn umsögn um frumvarp til breytinga á lögum nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis (persónukjör þvert á flokka).
Erindi Alþingis þar sem gefinn er kostur á að senda inn umsögn um frumvarp til breytinga á lögum nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis (persónukjör þvert á flokka).
Til máls tóku: BH og JJB.
Erindið lagt fram.
7. Erindi SSH varðandi málefni Sorpu bs.201210260
Stjórn SSH sendir til kynningar helstu kosti sem skoðaðir hafa verið á vegum Sorpu bs. varðandi mismunandi leiðir og lausnir til förgunar lífræns úrgangs. Um málið var fjallað á 381. fundi stjórnar SSH.
Stjórn SSH sendir til kynningar helstu kosti sem skoðaðir hafa verið á vegum Sorpu bs. varðandi mismunandi leiðir og lausnir til förgunar lífræns úrgangs. Um málið var fjallað á 381. fundi stjórnar SSH.
Til máls tóku: BH, HSv, JS og KGÞ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra og umhverfissviðs til umsagnar.
8. Erindi Neytendasamtakanna varðandi beiðni um styrkveitingu 2013201210261
Erindi Neytendasamtakanna varðandi beiðni um styrk að upphæð kr. 160 þúsund vegna ársins 2013.
Erindi Neytendasamtakanna varðandi beiðni um styrk að upphæð kr. 160 þúsund vegna ársins 2013.
Til máls tóku: BH og KGÞ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
9. Erindi SSH varðandi endurskoðun á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins201210266
Stjórn SSH sendir tillögu að verk-, tíma- og fjárhagsáætlun vegna áformaðrar vinnu við endurskoðun á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins á árinu 2013 til aðildarsveitarfélaganna til afgreiðslu.
Stjórn SSH sendir tillögu að verk-, tíma- og fjárhagsáætlun vegna áformaðrar vinnu við endurskoðun á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins á árinu 2013 til aðildarsveitarfélaganna til afgreiðslu.
Til máls tóku: BH, HSv, JS, ÓG og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2013.
10. Opnir fundir nefnda og reglur hvað það varðar skvæmt 46. grein sveitarstjórnarlaga201210269
Bæjarráðsmaður Jónas Sigurðsson óskar eftir dagskrárlið um opna fundi nefnda og reglur hvað það varðar samkvæmt 46. grein sveitarstjórnarlaga.
Bæjarráðsmaður Jónas Sigurðsson óskar eftir dagskrárlið um opna fundi nefnda og reglur hvað það varðar samkvæmt 46. grein sveitarstjórnarlaga.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta erindinu til næsta fundar.