Mál númer 201806319
- 27. júní 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #721
Sumarleyfi bæjarstjórnar er ráðgert frá 27.6.2018 til 22.8.2018. Í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga er ráðgert að bæjarráð fari með fullnaðarafgreiðsluheimildir á meðan á því stendur og fundargerðir bæjarráðs frá sumarleyfistímanum verði lagðar fram til kynningar á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarfrí. Tillaga: Þessi fundur bæjarstjórnar verður síðasti fundur fyrir sumarleyfi sem stendur frá og með 27. júní til og með 21. ágúst nk., en næsti fundur bæjarstjórnar er ráðgerður 22. ágúst nk. Bæjarráð fari með umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur svo sem sveitarstjórnarlög kveða á um. Fundargerðir bæjarráðs á þessu tímabili verði lagðar fram til kynningar á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarfrí.
Samþykkt með 9 atkvæðum á 721. fundi bæjarstjórnar að þessi fundur bæjarstjórnar verði síðasti fundur fyrir sumarleyfi sem standi frá og með 27. júní til og með 21. ágúst nk., en næsti fundur bæjarstjórnar sé ráðgerður 22. ágúst nk. Bæjarráð fari með umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur svo sem sveitarstjórnarlög kveða á um. Fundargerðir bæjarráðs á þessu tímabili verði lagðar fram til kynningar á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarfrí.