Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. nóvember 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kvísl­artunga 108-112 og 120-124, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi.201311078

    Ístak hf. leitar með bréfi dags. 4.11.2013 eftir afstöðu nefndarinnar til hugmynda um öðruvísi húsgerð á lóðunum en deiliskipulag gerir ráð fyrir, sbr. meðf. teikningar Konsepts ehf. Frestað á 354. fundi.

    Frestað.

    • 2. Sam­ræm­ing á deili­skipu­lagi "Frá Reykjalund­ar­vegi að Húsa­dal"2013082018

      Framhaldsumfjöllun frá 352. fundi, þar sem lagðar voru fram nánari upplýsingar um lóðarstærðir og nýtingarhlutföll. Frestað á 354. fundi.

      Nefnd­in tel­ur á þessu stigi ekki vera for­send­ur til heild­ar­end­ur­skoð­un­ar á ákvæð­um deili­skipu­lags­ins um há­marks­stærð­ir húsa.
      Af­greitt með fjór­um greidd­um at­kvæð­um.

      • 3. Leir­vogstunga, breyt­ing á deili­skipu­lagi - stækk­un til aust­urs201311089

        Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta að stækkun suðurhluta hverfisins í átt að Vesturlandsvegi. Frestað á 354. fundi.

        Nefnd­in fel­ur um­hverf­is­sviði að kynna til­lög­una fyr­ir þeim sem mestra hags­muna hafa að gæta, þ.e. hand­höf­um nær­liggj­andi lóða.

        • 4. Reykja­mel­ur 7, fyr­ir­spurn um breyt­ingu á hús­gerð201305201

          Lögð fram ný tillaga Eggerts Guðmundssonar f.h. lóðareiganda að parhúsum í stað einbýlishúss á lóðinni. Fyrri tillögu um einnar hæðar parhús var hafnað á 344. fundi en ný tillaga gerir ráð fyrir húsum á einni og hálfri hæð. Frestað á 354. fundi.

          Sam­þykkt að heim­ila um­sækj­end­um að vinna og leggja fram form­lega til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi, þar sem gert verði ráð fyr­ir 1 ½ hæð­ar par­hús­um á lóð­inni í stað ein­býl­is­húss. Há­marks­stærð hvors húss verði 160 m2. Fyr­ir­vari er gerð­ur um að stöllun sem sýnd er á fyr­ir­liggj­andi til­lögu­teikn­ingu kann að vera óraun­hæf vegna að­stæðna.

          • 5. Er­indi íbúa um að Ála­foss­vegi verði breytt í botn­langa­götu201311251

            Lagt fram bréf dags. 2. október 2013 undirritað af Soffíu Alice Sigurðardóttur og undirskriftalisti með 40 nöfnum íbúa í Álafosskvos, þar sem óskað er eftir því að Álafossvegi verði breytt í botnlanga sem lokast efst í brekkunni austan Kvosarinnar.

            Jó­hann­es B Eð­varðs­son tjáði skoð­un sína og vék af fundi við um­fjöllun þessa máls.
            Nefnd­in ósk­ar eft­ir um­sögn­um um er­ind­ið frá Um­hverf­is­sviði og skipu­lags­höf­und­um.

            • 6. Breyt­ing Ála­foss­veg­ar í vist­götu201311232

              Tillaga framkvæmdastjóra umhverfissviðs um að gera Álafossveg formlega að vistgötu í samræmi við ákvæði deiliskipulags.

              Skipu­lags­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að Ál­foss­veg­ur verði gerð­ur að vist­götu í sam­ræmi við til­lögu fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

              • 7. Forn­minj­ar í Krika­hverfi, minn­is­blað KM201301405

                Lögð fram skýrsla fornleifafræðinga um rannsókn á ætluðum fornminjum á lóðum við Sunnukrika.

                Í fram­lagðri skýrslu kem­ur fram að áætl­að­ar forn­minj­ar hafa ekki áhrif á bygg­ing­ar­lóð­ir í deili­skipu­lag­inu.
                Skipu­lags­nefnd legg­ur til að skýrsl­an verði send til upp­lýs­ing­ar í Um­hverf­is­nefnd og Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd.
                Íbúa­hreyf­ing­in ósk­ar að bókað verði að fram­veg­is verði skýrsl­ur sem bæj­ar­fé­lag­ið læt­ur vinna fyr­ir sig unn­ar á Ís­lensku.

                • 8. Að­al­skipu­lag Hafn­ar­fjarð­ar til kynn­ing­ar og um­sagn­ar201311168

                  Bjarki Jóhannesson skipulags- og byggingarfulltrúi sendir 11.11.2013 f.h. Hafnarfjarðarbæjar með vísan í 35. grein skipulagslaga tillögu að endurskoðun Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025 til kynningar og umsagnar.

                  Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar ger­ir ekki at­huga­semd­ir við fram­lagða til­lögu.

                  • 9. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015-2040201306129

                    Fulltrúar Mosfellsbæjar í Samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins gera grein fyrir stöðu vinnu að endurskoðun svæðisskipulags, m.a. fyrirliggjandi mati á mismunandi sviðsmyndum um þróun höfuðborgarsvæðisins á skipulagstímanum.

                    Gerð var grein fyr­ir áform­uð­um kynn­ing­ar­fund­um á næst­unni í að­ild­ar­sveit­ar­fé­lög­un­um, með bæj­ar­stjórn­um, skipu­lags­nefnd­um og full­trú­um í sam­vinnu­nefnd­inni.

                    • 10. Um­ferð­ar­merk­ing­ar í Helga­fells­hverfi201311246

                      Lögð fram tillaga að umferðarmerkingum í Helgafellshverfi.

                      Lagt fram til kynn­ing­ar.

                      • 11. Um­ferð­ar­merki í Leir­vogstungu200801023

                        Framkvæmdastjóri umhverfissviðs gerir grein fyrir áður samþykktum umferðarskiltum í Leirvogstungu og hugmyndum um breytingar á þeim.

                        Skipu­lags­nefnd fel­ur Um­hverf­is­sviði að ljúka við til­lögu að um­ferð­ar­skilt­um í Leir­vogstungu­hverfi.

                        Fundargerðir til kynningar

                        • 12. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 238201311019F

                          Lögð fram fundargerð 238. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

                          Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar.

                          • 12.1. Flugu­bakki 10, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201310064

                            Þor­varð­ur Björg­úlfs­son Kvísl­artungu 36 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka hest­hús úr timbri sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.Um er að ræða kvist­bygg­ingu og leng­ingu húss.
                            Stækk­un húss­ins er inn­an ramma ný­sam­þykktr­ar deili­skipu­lags­breyt­ing­ar.
                            Stækk­un húss: 50,8 m2, 153,4 m3.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.2. Engja­veg­ur 17a, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201311117

                            Jón R Sig­munds­son Reyr­engi 41 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að breyta bygg­ing­ar­efni áð­ur­sam­þykks ein­býl­is­húss að Engja­vegi 17A, úr stað­steyptu í for­steypt­ar ein­ing­ar sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                            Áður sam­þykkt­ar stærð­ir húss breyt­ast ekki.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.3. Kvísl­artunga 106 um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201311121

                            Ág­úst Ó Val­týs­son Kvísl­artungu 106 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir smá­vægi­leg­um innri fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um í hús­inu nr. 106 við Kvísl­artungu sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                            Heild­ar­stærð­ir og út­lit húss­ins breyt­ast ekki.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.4. Völu­teig­ur 25-27-29 um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201311130

                            Bygg­ing­ar­fé­lag­ið Bakki Þver­holti 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta innra fyr­ir­komu­lagi áð­ur­sam­þykkts iðn­að­ar­hús­næð­is að Völu­teigi 25, 27 og 29 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                            Um er að ræða skipt­ingu hús­næð­is í fleiri smærri rými.
                            Heild­ar­stærð­ir hús­anna breyt­ast ekki.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.5. Uglugata 52-54, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201311080

                            Dúk­lagn­inga­meist­ar­inn Viðju­gerði 6 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja tveggja hæða, fjög­urra íbúða hús úr stein­steypu með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni nr. 52 - 54 við Uglu­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                            Stærð­ir húss : 1. hæð 353,9 m2, 2. hæð 301,6 m2, sam­tals 2118,8 m3.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          • 12.6. Völu­teig­ur 17-19, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201305101

                            Svefn og heilsa Engja­teigi 19 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að breyta áð­ur­sam­þykktu iðn­að­ar­hús­næði í mats­hluta 4 að Völu­tegi 17 - 19 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um. Um er að ræða glugga og hurða­breyt­ing­ar, bygg­ingu svala og milli­lofts.
                            Stærð svala: 3,9 m2, milli­loft 844,0 m2.
                            Heild­ar­rúm­mál mats­hluta 4 breyt­ist ekki.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Lagt fram.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00