26. nóvember 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kvíslartunga 108-112 og 120-124, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi.201311078
Ístak hf. leitar með bréfi dags. 4.11.2013 eftir afstöðu nefndarinnar til hugmynda um öðruvísi húsgerð á lóðunum en deiliskipulag gerir ráð fyrir, sbr. meðf. teikningar Konsepts ehf. Frestað á 354. fundi.
Frestað.
2. Samræming á deiliskipulagi "Frá Reykjalundarvegi að Húsadal"2013082018
Framhaldsumfjöllun frá 352. fundi, þar sem lagðar voru fram nánari upplýsingar um lóðarstærðir og nýtingarhlutföll. Frestað á 354. fundi.
Nefndin telur á þessu stigi ekki vera forsendur til heildarendurskoðunar á ákvæðum deiliskipulagsins um hámarksstærðir húsa.
Afgreitt með fjórum greiddum atkvæðum.3. Leirvogstunga, breyting á deiliskipulagi - stækkun til austurs201311089
Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta að stækkun suðurhluta hverfisins í átt að Vesturlandsvegi. Frestað á 354. fundi.
Nefndin felur umhverfissviði að kynna tillöguna fyrir þeim sem mestra hagsmuna hafa að gæta, þ.e. handhöfum nærliggjandi lóða.
4. Reykjamelur 7, fyrirspurn um breytingu á húsgerð201305201
Lögð fram ný tillaga Eggerts Guðmundssonar f.h. lóðareiganda að parhúsum í stað einbýlishúss á lóðinni. Fyrri tillögu um einnar hæðar parhús var hafnað á 344. fundi en ný tillaga gerir ráð fyrir húsum á einni og hálfri hæð. Frestað á 354. fundi.
Samþykkt að heimila umsækjendum að vinna og leggja fram formlega tillögu að breytingu á deiliskipulagi, þar sem gert verði ráð fyrir 1 ½ hæðar parhúsum á lóðinni í stað einbýlishúss. Hámarksstærð hvors húss verði 160 m2. Fyrirvari er gerður um að stöllun sem sýnd er á fyrirliggjandi tillöguteikningu kann að vera óraunhæf vegna aðstæðna.
5. Erindi íbúa um að Álafossvegi verði breytt í botnlangagötu201311251
Lagt fram bréf dags. 2. október 2013 undirritað af Soffíu Alice Sigurðardóttur og undirskriftalisti með 40 nöfnum íbúa í Álafosskvos, þar sem óskað er eftir því að Álafossvegi verði breytt í botnlanga sem lokast efst í brekkunni austan Kvosarinnar.
Jóhannes B Eðvarðsson tjáði skoðun sína og vék af fundi við umfjöllun þessa máls.
Nefndin óskar eftir umsögnum um erindið frá Umhverfissviði og skipulagshöfundum.6. Breyting Álafossvegar í vistgötu201311232
Tillaga framkvæmdastjóra umhverfissviðs um að gera Álafossveg formlega að vistgötu í samræmi við ákvæði deiliskipulags.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að Álfossvegur verði gerður að vistgötu í samræmi við tillögu framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
7. Fornminjar í Krikahverfi, minnisblað KM201301405
Lögð fram skýrsla fornleifafræðinga um rannsókn á ætluðum fornminjum á lóðum við Sunnukrika.
Í framlagðri skýrslu kemur fram að áætlaðar fornminjar hafa ekki áhrif á byggingarlóðir í deiliskipulaginu.
Skipulagsnefnd leggur til að skýrslan verði send til upplýsingar í Umhverfisnefnd og Þróunar- og ferðamálanefnd.
Íbúahreyfingin óskar að bókað verði að framvegis verði skýrslur sem bæjarfélagið lætur vinna fyrir sig unnar á Íslensku.8. Aðalskipulag Hafnarfjarðar til kynningar og umsagnar201311168
Bjarki Jóhannesson skipulags- og byggingarfulltrúi sendir 11.11.2013 f.h. Hafnarfjarðarbæjar með vísan í 35. grein skipulagslaga tillögu að endurskoðun Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025 til kynningar og umsagnar.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.
9. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040201306129
Fulltrúar Mosfellsbæjar í Samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins gera grein fyrir stöðu vinnu að endurskoðun svæðisskipulags, m.a. fyrirliggjandi mati á mismunandi sviðsmyndum um þróun höfuðborgarsvæðisins á skipulagstímanum.
Gerð var grein fyrir áformuðum kynningarfundum á næstunni í aðildarsveitarfélögunum, með bæjarstjórnum, skipulagsnefndum og fulltrúum í samvinnunefndinni.
10. Umferðarmerkingar í Helgafellshverfi201311246
Lögð fram tillaga að umferðarmerkingum í Helgafellshverfi.
Lagt fram til kynningar.
11. Umferðarmerki í Leirvogstungu200801023
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs gerir grein fyrir áður samþykktum umferðarskiltum í Leirvogstungu og hugmyndum um breytingar á þeim.
Skipulagsnefnd felur Umhverfissviði að ljúka við tillögu að umferðarskiltum í Leirvogstunguhverfi.
Fundargerðir til kynningar
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 238201311019F
Lögð fram fundargerð 238. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
12.1. Flugubakki 10, umsókn um byggingarleyfi 201310064
Þorvarður Björgúlfsson Kvíslartungu 36 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka hesthús úr timbri samkvæmt framlögðum gögnum.Um er að ræða kvistbyggingu og lengingu húss.
Stækkun hússins er innan ramma nýsamþykktrar deiliskipulagsbreytingar.
Stækkun húss: 50,8 m2, 153,4 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.2. Engjavegur 17a, umsókn um byggingarleyfi 201311117
Jón R Sigmundsson Reyrengi 41 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta byggingarefni áðursamþykks einbýlishúss að Engjavegi 17A, úr staðsteyptu í forsteyptar einingar samkvæmt framlögðum gögnum.
Áður samþykktar stærðir húss breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.3. Kvíslartunga 106 umsókn um byggingarleyfi 201311121
Ágúst Ó Valtýsson Kvíslartungu 106 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum innri fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 106 við Kvíslartungu samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærðir og útlit hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.4. Völuteigur 25-27-29 umsókn um byggingarleyfi 201311130
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi áðursamþykkts iðnaðarhúsnæðis að Völuteigi 25, 27 og 29 í samræmi við framlögð gögn.
Um er að ræða skiptingu húsnæðis í fleiri smærri rými.
Heildarstærðir húsanna breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.5. Uglugata 52-54, umsókn um byggingarleyfi 201311080
Dúklagningameistarinn Viðjugerði 6 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða, fjögurra íbúða hús úr steinsteypu með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 52 - 54 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húss : 1. hæð 353,9 m2, 2. hæð 301,6 m2, samtals 2118,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.6. Völuteigur 17-19, Umsókn um byggingarleyfi 201305101
Svefn og heilsa Engjateigi 19 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta áðursamþykktu iðnaðarhúsnæði í matshluta 4 að Völutegi 17 - 19 samkvæmt framlögðum gögnum. Um er að ræða glugga og hurðabreytingar, byggingu svala og millilofts.
Stærð svala: 3,9 m2, milliloft 844,0 m2.
Heildarrúmmál matshluta 4 breytist ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.