23. febrúar 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Hilmar Stefánsson (HS) 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlun skipulagsnefndar 2016201602045
Lögð fram tillaga að starfsáætlun nefndarinnar fyrir starfsárið 2016.
Lagt fram.
2. Fyrirspurn um jafnræði eigenda einkalóða gagnvart deiliskipulagi201602030
Ólafur Már Gunnlaugsson, eigandi lands nr. 125414, óskar með bréfi til skipulagsnefndar dags. 27. janúar 2016 eftir svörum við þremur spurningum varðandi deiliskipulag á landspildum í einkaeign.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa og formanni að ræða við bréfritara.
3. Uglugata 32-38 og 40-46, fyrirspurn um breytingar á húsgerðum og fjölgun íbúða.201508941
Lögð fram ný fyrirspurn Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts í umboði lóðarhafa JP Capital ehf ásamt tillöguteikningum sem gera ráð fyrir samtals 24 íbúðum á lóðunum í þremur fjölbýlishúsum.
Skipulagsnefnd er neikvæð fyrir framlögðu erindi.
4. Vefarastræti 1-5/Umsókn um byggingarleyfi201602218
Fasteignafélagið Helgafell ehf. hefur sótt um leyfi til að byggja 24-ra íbúða, þriggja hæða fjölbýlishús með bílakjallara á lóðinni nr. 1-5 við Vefarastræti. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við þá útfærslu sem felst í erindinu.
5. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin201602182
Reykjavíkurborg tilkynnir með bréfi dags. 12.2.2016 um kynningu á verkefnislýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í starfsemi við götuhliðar, markmiði um virkar götuhliðar, skilgreiningu landnotkunar og sérákvæði um starfsemi, göngugötur og torg og almenn markmið um miðborgina. Sjá: http://reykjavik.is/midborgin-landnotkun-og-serstok-akvaedi-um-starfsemi
Lagt fram.
6. Nafn á nýja götu í Leirvogstungu201602224
Lagðar fram tillögur að nafni á nýja götu í Leirvogstungu austan Kvíslartungu samkvæmt nýsamþykktri deiliskipulagsbreytingu.
Skipulagsnefnd þakkar Guðmundi Magnússyni fyrir tillögu að nafngift á götuna og samþykkir að nefna hana Fossatungu.
7. Desjamýri 1/Umsókn um byggingarleyfi201602080
Mótandi ehf. hefur sótt um leyfi til að byggja iðnaðarhúsnæði á lóðinni nr. 1 skv. framlögðum teikningum. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun nefndarinnar um erindið, þar sem umsóknin felur í sér frávik frá deiliskipulagi að því er varðar staðsetningu húss á lóð / bundnar byggingarlínur.
Með tilliti til þess að þegar hafa verið samþykkt frávik frá bundnum byggingarlínum á lóð nr. 7, og tillaga um samskonar frávik á lóð nr. 5 hefur verið auglýst, telur nefndin að forsendur fyrir þessum bundnu byggingarlínum séu ekki lengur fyrir hendi, Leggur nefndin því til að í þessu tilviki verði litið á frávikið sem óverulegt í skilningi 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga og gerir hún þar af leiðandi ekki athugasemd við erindið að þessu leyti.
8. Umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar 2016-2020201501588
Lögð fram ný drög að umferðaröryggisáætlun fyrir Mosfellsbæ 2016-2020. Á fundinn mættu Svanhildur Jónsdóttir og Kristjana Pálsdóttir frá VSÓ ráðgjöf, sem unnið hafa áætlunina. Einnig sat fundinn undir þessum lið Lára Gunnarsdóttir.
Lagt fram. Skipulagsnefnd þakkar fyrir framlagða umferðaráætlun og samþykkir að hún verði kynnt á opnum fundi.
9. Þétting byggðar í miðbæ Mosfellsbæjar201602225
Umræða um stöðu uppbyggingar í miðbænum og möguleika á þéttingu byggðar. Á fundinn mætti höfundur Miðbæjarskipulagsins, Sigurður Einarsson arkitekt.
Skipulagsnefnd er sammála um nauðsyn þess að skoða frekari þéttingu í miðbænum og bendir einnig á mikilvægi þess að borgarlínu svæðiskipulagsins sé fundinn staður í miðbæjarskipulagi.
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 282201602021F
Lagt fram til kynningar.
10.1. Desjamýri 1/Umsókn um byggingarleyfi 201602080
Mótandi ehf. Jónsgeisla 11 sækir um leyfi til að byggja iðnaðarhúsnæði úr steinsteypu á lóðinni nr. 1 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn.
Stærð 1900,6 m2, 14070,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar 407. fundi skipulagsnefndar
10.2. Flugumýri 18 / Umsókn um byggingarleyfi 201510291
Útungun ehf. Reykjavegi 36 sækir um leyfi til að stækka úr timbri og stáli þvottaaðstöðu við austurhluta hússins nr. 18 við Flugumýri í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun húss 19,0 m2, 62,7 m3.
Á 405. fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar 9. febrúar 2016, var erindið tekið fyrir og svohljóðandi bókun gerð: Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar 407. fundi skipulagsnefndar
10.3. Kvíslartunga 34/Umsókn um byggingarleyfi 201602072
Stálbindingar ehf. Drekavöllum 26 sækja um leyfi til að byggja einnar hæðar einbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 34 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð íbúðar 206,9 m2, bílgeymsla 39,6 m2, 906,5 m3.
Áður samþykktir uppdrættir falli úr gildi.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar 407. fundi skipulagsnefndar
10.4. Litlikriki 40-42/Umsókn um byggingarleyfi 201601604
Freyja Leopoldsdóttir Litlakrika 40 sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulegi hússins nr. 40 við Litlakrika í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar 407. fundi skipulagsnefndar
10.5. Reykjamelur 8 / Umsókn um byggingarleyfi 201504068
Ómar Ásgrímsson Reykjamel 8 sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið að Reykjamel 8 í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun 15,0 m2, 163,6 m3.
Á 394. fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar 18. ágúst 2015 var erindið tekið fyrir og svohljóðandi bókun gerð: Nefndin gerir ekki athugasemdir við veitingu byggingarleyfis skv. umsókninni þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar 407. fundi skipulagsnefndar
10.6. Sölkugata 16-20/Umsókn um byggingarleyfi 201602143
Hæ ehf. Völuteigi 6 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða raðhús úr steinsteypu á lóðunum nr. 16, 18 og 20 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðnr. 16: íbúð 1. hæð 104,8 m2, íbúð 2. hæð 115,1 m2, bílgeymsla 31,2 m2, 859,2 m3.
Stærðnr. 18: íbúð 1. hæð 99,1 m2, íbúð 2. hæð 92,4 m2, bílgeymsla 26,0 m2, 693,1 m3.
Stærðnr. 20: íbúð 1. hæð 97,7 m2, íbúð 2. hæð 92,4 m2, bílgeymsla 25,1 m2, 685,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar 407. fundi skipulagsnefndar
10.7. Uglugata 27-29/Umsókn um byggingarleyfi 201601568
Svs. fjárfestingar ehf. Góðakri 5 sækja um leyfi til að breyta efnis- og einangrunarþykktum í húsunum nr. 27 og 29 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húsanna breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar 407. fundi skipulagsnefndar
10.8. Vefarastræti 1-5/Umsókn um byggingarleyfi 201602218
Fasteignafélagið Helgafell ehf. Lindarbergi 68 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu24-ra íbúða, þriggja hæða fjölbýlishús með bílakjallara á lóðinni nr. 1-5 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð 3986,3 m2, 9392,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar 407. fundi skipulagsnefndar
10.9. Vefarastræti 24-30/Umsókn um byggingarleyfi 201601621
Mótx Hlíðarsmára 19 sækir um leyfi fyrir efnis- og innri fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 24-30 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar 407. fundi skipulagsnefndar