Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. febrúar 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Hilmar Stefánsson (HS) 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Starfs­áætlun skipu­lags­nefnd­ar 2016201602045

    Lögð fram tillaga að starfsáætlun nefndarinnar fyrir starfsárið 2016.

    Lagt fram.

  • 2. Fyr­ir­spurn um jafn­ræði eig­enda einka­lóða gagn­vart deili­skipu­lagi201602030

    Ólafur Már Gunnlaugsson, eigandi lands nr. 125414, óskar með bréfi til skipulagsnefndar dags. 27. janúar 2016 eftir svörum við þremur spurningum varðandi deiliskipulag á landspildum í einkaeign.

    Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa og formanni að ræða við bréf­rit­ara.

  • 3. Uglugata 32-38 og 40-46, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á hús­gerð­um og fjölg­un íbúða.201508941

    Lögð fram ný fyrirspurn Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts í umboði lóðarhafa JP Capital ehf ásamt tillöguteikningum sem gera ráð fyrir samtals 24 íbúðum á lóðunum í þremur fjölbýlishúsum.

    Skipu­lags­nefnd er nei­kvæð fyr­ir fram­lögðu er­indi.

  • 4. Vefara­stræti 1-5/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201602218

    Fasteignafélagið Helgafell ehf. hefur sótt um leyfi til að byggja 24-ra íbúða, þriggja hæða fjölbýlishús með bílakjallara á lóðinni nr. 1-5 við Vefarastræti. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.

    Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við þá út­færslu sem felst í er­ind­inu.

  • 5. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur 2010-2030, mið­borg­in201602182

    Reykjavíkurborg tilkynnir með bréfi dags. 12.2.2016 um kynningu á verkefnislýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í starfsemi við götuhliðar, markmiði um virkar götuhliðar, skilgreiningu landnotkunar og sérákvæði um starfsemi, göngugötur og torg og almenn markmið um miðborgina. Sjá: http://reykjavik.is/midborgin-landnotkun-og-serstok-akvaedi-um-starfsemi

    Lagt fram.

  • 6. Nafn á nýja götu í Leir­vogstungu201602224

    Lagðar fram tillögur að nafni á nýja götu í Leirvogstungu austan Kvíslartungu samkvæmt nýsamþykktri deiliskipulagsbreytingu.

    Skipu­lags­nefnd þakk­ar Guð­mundi Magnús­syni fyr­ir til­lögu að nafn­gift á göt­una og sam­þykk­ir að nefna hana Fossa­tungu.

    • 7. Desja­mýri 1/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201602080

      Mótandi ehf. hefur sótt um leyfi til að byggja iðnaðarhúsnæði á lóðinni nr. 1 skv. framlögðum teikningum. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun nefndarinnar um erindið, þar sem umsóknin felur í sér frávik frá deiliskipulagi að því er varðar staðsetningu húss á lóð / bundnar byggingarlínur.

      Með til­liti til þess að þeg­ar hafa ver­ið sam­þykkt frá­vik frá bundn­um bygg­ing­ar­lín­um á lóð nr. 7, og til­laga um sams­kon­ar frá­vik á lóð nr. 5 hef­ur ver­ið aug­lýst, tel­ur nefnd­in að for­send­ur fyr­ir þess­um bundnu bygg­ing­ar­lín­um séu ekki leng­ur fyr­ir hendi, Legg­ur nefnd­in því til að í þessu til­viki verði lit­ið á frá­vik­ið sem óveru­legt í skiln­ingi 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga og ger­ir hún þar af leið­andi ekki at­huga­semd við er­ind­ið að þessu leyti.

    • 8. Um­ferðarör­ygg­is­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2016-2020201501588

      Lögð fram ný drög að umferðaröryggisáætlun fyrir Mosfellsbæ 2016-2020. Á fundinn mættu Svanhildur Jónsdóttir og Kristjana Pálsdóttir frá VSÓ ráðgjöf, sem unnið hafa áætlunina. Einnig sat fundinn undir þessum lið Lára Gunnarsdóttir.

      Lagt fram. Skipu­lags­nefnd þakk­ar fyr­ir fram­lagða um­ferðaráætlun og sam­þykk­ir að hún verði kynnt á opn­um fundi.

    • 9. Þétt­ing byggð­ar í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar201602225

      Umræða um stöðu uppbyggingar í miðbænum og möguleika á þéttingu byggðar. Á fundinn mætti höfundur Miðbæjarskipulagsins, Sigurður Einarsson arkitekt.

      Skipu­lags­nefnd er sam­mála um nauð­syn þess að skoða frek­ari þétt­ingu í mið­bæn­um og bend­ir einn­ig á mik­il­vægi þess að borg­ar­línu svæði­skipu­lags­ins sé fund­inn stað­ur í mið­bæj­ar­skipu­lagi.

    • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 282201602021F

      Lagt fram til kynn­ing­ar.

      • 10.1. Desja­mýri 1/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201602080

        Mót­andi ehf. Jóns­geisla 11 sæk­ir um leyfi til að byggja iðn­að­ar­hús­næði úr stein­steypu á lóð­inni nr. 1 við Desja­mýri í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð 1900,6 m2, 14070,6 m3.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram til kynn­ing­ar 407. fundi skipu­lags­nefnd­ar

      • 10.2. Flugu­mýri 18 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201510291

        Útung­un ehf. Reykja­vegi 36 sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri og stáli þvotta­að­stöðu við aust­ur­hluta húss­ins nr. 18 við Flugu­mýri í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stækk­un húss 19,0 m2, 62,7 m3.
        Á 405. fundi skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar 9. fe­brú­ar 2016, var er­ind­ið tek­ið fyr­ir og svohljóð­andi bók­un gerð: Nefnd­in legg­ur til að er­ind­ið verði sam­þykkt.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram til kynn­ing­ar 407. fundi skipu­lags­nefnd­ar

      • 10.3. Kvísl­artunga 34/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201602072

        Stál­bind­ing­ar ehf. Dreka­völl­um 26 sækja um leyfi til að byggja einn­ar hæð­ar ein­býl­is­hús úr stein­steypu á lóð­inni nr. 34 við Kvísl­artungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð íbúð­ar 206,9 m2, bíl­geymsla 39,6 m2, 906,5 m3.
        Áður sam­þykkt­ir upp­drætt­ir falli úr gildi.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram til kynn­ing­ar 407. fundi skipu­lags­nefnd­ar

      • 10.4. Litlikriki 40-42/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201601604

        Freyja Leopolds­dótt­ir Litlakrika 40 sæk­ir um leyfi til að breyta innra fyr­ir­komu­legi húss­ins nr. 40 við Litlakrika í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram til kynn­ing­ar 407. fundi skipu­lags­nefnd­ar

      • 10.5. Reykja­mel­ur 8 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201504068

        Ómar Ás­gríms­son Reykja­mel 8 sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri íbúð­ar­hús­ið að Reykja­mel 8 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stækk­un 15,0 m2, 163,6 m3.
        Á 394. fundi skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar 18. ág­úst 2015 var er­ind­ið tek­ið fyr­ir og svohljóð­andi bók­un gerð: Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við veit­ingu bygg­ing­ar­leyf­is skv. um­sókn­inni þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram til kynn­ing­ar 407. fundi skipu­lags­nefnd­ar

      • 10.6. Sölkugata 16-20/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201602143

        Hæ ehf. Völu­teigi 6 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja tveggja hæða rað­hús úr stein­steypu á lóð­un­um nr. 16, 18 og 20 við Sölku­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærðnr. 16: íbúð 1. hæð 104,8 m2, íbúð 2. hæð 115,1 m2, bíl­geymsla 31,2 m2, 859,2 m3.
        Stærðnr. 18: íbúð 1. hæð 99,1 m2, íbúð 2. hæð 92,4 m2, bíl­geymsla 26,0 m2, 693,1 m3.
        Stærðnr. 20: íbúð 1. hæð 97,7 m2, íbúð 2. hæð 92,4 m2, bíl­geymsla 25,1 m2, 685,6 m3.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram til kynn­ing­ar 407. fundi skipu­lags­nefnd­ar

      • 10.7. Uglugata 27-29/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201601568

        Svs. fjár­fest­ing­ar ehf. Góðakri 5 sækja um leyfi til að breyta efn­is- og ein­angr­un­ar­þykkt­um í hús­un­um nr. 27 og 29 við Uglu­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir hús­anna breyt­ast ekki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram til kynn­ing­ar 407. fundi skipu­lags­nefnd­ar

      • 10.8. Vefara­stræti 1-5/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201602218

        Fast­eigna­fé­lag­ið Helga­fell ehf. Lind­ar­bergi 68 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu24-ra íbúða, þriggja hæða fjöl­býl­is­hús með bíla­kjall­ara á lóð­inni nr. 1-5 við Vefara­stræti í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð 3986,3 m2, 9392,0 m3.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram til kynn­ing­ar 407. fundi skipu­lags­nefnd­ar

      • 10.9. Vefara­stræti 24-30/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201601621

        Mótx Hlíð­arsmára 19 sæk­ir um leyfi fyr­ir efn­is- og innri fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um í hús­inu nr. 24-30 við Vefara­stræti í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram til kynn­ing­ar 407. fundi skipu­lags­nefnd­ar

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15