Mál númer 201602225
- 2. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #666
Umræða um stöðu uppbyggingar í miðbænum og möguleika á þéttingu byggðar. Á fundinn mætti höfundur Miðbæjarskipulagsins, Sigurður Einarsson arkitekt.
Afgreiðsla 407. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 666. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 23. febrúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #407
Umræða um stöðu uppbyggingar í miðbænum og möguleika á þéttingu byggðar. Á fundinn mætti höfundur Miðbæjarskipulagsins, Sigurður Einarsson arkitekt.
Skipulagsnefnd er sammála um nauðsyn þess að skoða frekari þéttingu í miðbænum og bendir einnig á mikilvægi þess að borgarlínu svæðiskipulagsins sé fundinn staður í miðbæjarskipulagi.