Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. mars 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Torfa Magnús­son­ar varð­andi gatna­gerð­ar­gjöld201311140

    Erindi Torfa Magnússonar dags. 3. desember varðandi gatnagerðargjald af fyrirhugaðri byggingu. Afgreiðslu erindisins var frestað á 1151. fundi.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að verða við er­indi um­sækj­anda frá 3. des­em­ber 2013 þess efn­is að skráð­ir fer­metr­ar húss sem stóð á lóð­inni Bræðra­tungu verði færð­ir til inn­eign­ar á móti gatna­gerð­ar­gjaldi af því húsi sem byggt verð­ur að Bræðra­tungu.

    • 2. Er­indi Jóns Jós­efs Bjarna­son­ar, um­ræð­ur um gjald­töku land­eig­enda á ferða­manna­stöð­um og við­brögð Mos­fell­inga201403282

      Tillaga bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar um að Mosfellsbær bregðist við fyrir hönd íbúanna og innheimti gjöld af þeim sem fara um Mosfellsbæ.

      Bæj­ar­ráðs­mað­ur Jón Jósef Bjarna­son ber upp til­lögu um að Mos­fells­bær bregð­ist við fyr­ir hönd íbú­anna og inn­heimti gjöld af þeim sem fara um Mos­fells­bæ. Und­an­þegn­ir gjald­inu eru þeir sem ekki inn­heimta slík gjöld af íbú­um Mos­fells­bæj­ar.

      Þetta er vita­skuld tákn­rænt og til þess að vekja at­hygli á mót­sögn­inni í því að ís­lensk­ir skatt­greið­end­ur, sem bera þung­an af kostn­aði við að kom­ast á ferða­mannastaði þurfi líka að greiða inna þessi svæði. Mos­fell­ing­ar hafa kostn­að og óþæg­indi af þeim hundruðu þús­unda sem fara um bæ­inn og ósann­gjarnt að þeir þurfi að greiða sum­um þeirra gjald fyr­ir að fara um þeirra land.

      Til­lag­an lögð fram.

      • 3. Starfs­hóp­ur um bygg­ingu leigu­íbúða201403371

        Lögð er fram tillaga um stofnun starfshóps um byggingu leiguíbúða.

        Til­laga um stofn­un starfs­hóps um bygg­ingu leigu­íbúða.

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að skip­að­ur verði þriggja manna starfs­hóp­ur sem skoði hvern­ig Mos­fells­bær geti stuðlað að því að byggð­ar verði leigu­íbúð­ir í bæn­um. Skoð­að verði sér­stak­lega hvort hægt sé að koma á sam­starfi bæj­ar­ins og einka­að­ila um bygg­ingu leigu­íbúða.

        Verk­efni hóps­ins veri m.a. að kanna hvort lóð­ir sem bær­inn hef­ur að­g­ang að henti und­ir bygg­ingu leigu­búða og hvort grund­völl­ur sé fyr­ir lækk­un gjalda til að stuðla að bygg­ingu slíkra íbúða í bæn­um. Jafn­framt kanni hóp­ur­inn hjá eig­end­um ann­arra lóða í bæn­um vilja þeirra til að koma að slíku verk­efni.

        Með hópn­um starfi fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar.

        Til­lag­an sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um og að hóp­inn skipi Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri, Bjarki Bjarna­son formað­ur um­hverf­is­nefnd­ar og Jón­as Sig­urðs­son bæj­ar­full­trúi.

        • 4. Frítt í sund.201403401

          Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði leggur til að bæjarráð samþykki tímabundna breytingu/viðauka við gjaldskrá íþróttamiðstöðva og sundlauga í Mosfellsbæ varðandi frítt í sund fyrir nemendur Framhaldsskólans í Mosfellsbæ.

          Til­laga áheyrn­ar­full­trúa í bæj­ar­ráði Jóna­s­ar Sig­urðs­son­ar.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir tíma­bundna breyt­ingu/við­auka við gjaldskrá íþróttamið­stöðva og sund­lauga í Mos­fells­bæ sem er eft­ir­far­andi:

          Fram­hald­skóla­nem­end­um í Mos­fells­bæ, fram­hald­skóla­kenn­ur­um sem búa í Mos­fells­bæ og kenn­ur­um sem starfa við Fram­halds­skól­ann í Mos­fells­bæ býðst að fara frítt í sund í sund­laug­um bæj­ar­ins gegn fram­vís­un skír­teina þar að lút­andi á með­an verk­fall fram­halds­skóla­kenn­ara sem nú er haf­ið stend­ur yfir.

          Bók­un með til­lög­unni.
          Til­laga þessi er lögð fram svo frétt, m.a. þessa efn­is, á heima­síðu bæj­ar­ins hafi stoð í lög­mætri ákvörð­un um breyt­ingu á gjaldskrá bæj­ar­ins. Jafn­framt er því bætt við það sem fram kem­ur í frétt­inni að fram­hald­skóla­kenn­ar­ar sem búa í Mos­fells­bæ sem og til við­bót­ar kenn­ar­ar sem starfa við Fram­halds­skól­ann í Mos­fells­bæ standi það sama til boða. Í fram­hald­inu verði ákvörð­un bæj­ar­ráðs sett sem frétt á heima­síðu bæj­ar­ins.

          Til­lag­an borin upp og felld með tveim­ur at­kvæð­um.


          Bæj­ar­ráð fagn­ar þeirri ákvörð­un að gefa fram­halds­skóla­nem­um frítt í sund á með­an á verk­falli stend­ur og styð­ur hana heils­hug­ar. Bæj­ar­ráð von­ar að þetta geti stutt við fram­halds­skóla­nem­end­ur og hvatt þá til að fram­fylgja náms­mark­mið­um sín­um.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30