Mál númer 201403371
- 26. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #623
Lögð er fram tillaga um stofnun starfshóps um byggingu leiguíbúða.
Afgreiðsla 1158. fundar bæjarráðs samþykkt á 623. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 20. mars 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1158
Lögð er fram tillaga um stofnun starfshóps um byggingu leiguíbúða.
Tillaga um stofnun starfshóps um byggingu leiguíbúða.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að skipaður verði þriggja manna starfshópur sem skoði hvernig Mosfellsbær geti stuðlað að því að byggðar verði leiguíbúðir í bænum. Skoðað verði sérstaklega hvort hægt sé að koma á samstarfi bæjarins og einkaaðila um byggingu leiguíbúða.
Verkefni hópsins veri m.a. að kanna hvort lóðir sem bærinn hefur aðgang að henti undir byggingu leigubúða og hvort grundvöllur sé fyrir lækkun gjalda til að stuðla að byggingu slíkra íbúða í bænum. Jafnframt kanni hópurinn hjá eigendum annarra lóða í bænum vilja þeirra til að koma að slíku verkefni.
Með hópnum starfi framkvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar.
Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum og að hópinn skipi Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Bjarki Bjarnason formaður umhverfisnefndar og Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi.